Auglýsingablaðið

1150. TBL 06. júlí 2022

Auglýsingablað 1150. tbl. 14. árg. 6. júlí 2022.



Eyjafjarðarsveit
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 18. júlí til og með 29. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.

Auglýsingablaðið
Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift miðvikudaginn 13. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út miðvikudaginn 3. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.



Leikur

Myndlistarsýning Dagrúnar Matthíasdóttur opnar laugardaginn 9. júlí kl. 14:00 í Einkasafninu Eyjafjarðarsveit, með gjörningi kl. 14:10.
Sýningin er leikur að efni og rými Einkasafnsins.

Einkasafnið er verkefni myndlistarmannsins Aðalsteins Þórssonar, það stendur við syðri enda þjóðvegar 822 Kristnesvegar u.þ.b. 1 km norðan Hrafnagilshverfis. Vefsíða: www.steini.art

Sýningin er opin helgarnar 9.-10. og 16.-17. júlí, frá kl. 14:00 – 17:00.
Aðgangur er ókeypis, allir eru velkomnir.
Verkefnið er styrkt af Eyjafjarðarsveit og SSNE.



Hestamannafélagið Funi auglýsir Æskulýðsdaga Norðurlands helgina 15. - 17. júlí

Frábær fjölskylduskemmtun þar sem aðaláhersla er lögð á dagskrá fyrir börnin og fullorðnir fylgja með í fjörinu. Ratleikur á hestum, þrautabraut, fjölskyldureiðtúr og fleira skemmtilegt.
Nánari dagskrá á Facebook viðburðinum "Æskulýðsdagar Norðurlands 2022". Mikilvægt er að skráning berist í síðasla lagi 14. júlí á annasonja@gmail.com til að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda. Þar þarf að koma fram nafn barns og aldur og hvort það mun taka þátt í ratleiknum á föstudagskvöldinu.
Æskulýðsnefnd Funa.



Leiklistarnámskeið í Freyvangi fyrir börn og fullorðna

Börn fædd 2005-2009
18.-21. júlí kl. 16:30-19:00

Fullorðnir
18.-20. júlí kl. 20:00-22:00

Leikur, spuni, sjálfstyrking og sviðsframkoma.

Verð 8.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar
dadi00@simnet.is
Eyþór Daði s.780-0570
Jóhanna s.867-3936

 


Hrafnagilshátíð 16. og 17. júlí – Skottsölur sunnudaginn 17. júlí

Á sunnudeginum 17. júlí stendur þeim til boða sem vilja, að koma og leggja í sérmerkt bílastæði við Laugarborg og selja „allt milli himins og jarðar“ upp úr bílskottinu = skottsölur. Til að tryggja nægt pláss eru þeir sem vilja nýta sér þetta beðnir um að hafa samband í síma 866-2796 eða senda póst á idunnhab@gmail.com í síðasta lagi 14. júlí.
Kvenfélagið Iðunn.

 

Getum við bætt efni síðunnar?