Auglýsingablaðið

1155. TBL 24. ágúst 2022

Auglýsingablað 1155. tbl. 14. árg. 24. ágúst 2022.

 


Gangnadagar 2022

1. göngur verða gengnar 1.-4. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 16.-18. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 30. september. Stóðréttir verða 1. október.
Árið 2023 verður hrossasmölun 6. október og stóðréttir 7. október.


Gangnaseðlar 2022
Gangnaseðlar vegna sauðfjársmölunar 2022 eru á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd.



Íþróttamiðstöð - Vetraropnun hefst laugardaginn 27. ágúst

Laugardaginn 27. ágúst hefst vetraropnun í íþróttamiðstöðinni og verður hún eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-19:00
Verið velkomin.



Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022.
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir rafrænar umsóknir er hægra megin á síðunni.

• Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022
• Lýðheilsustyrkur eldri borgara
• Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða



Kaffihlaðborð Hjálparinnar í Funaborg sunnudaginn 28. ágúst

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á sunnudaginn 28. ágúst í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast.
Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.



Grænmetismarkaður

Verð með lífrænt grænmeti til sölu frá Ósi Hörgársveit, í Gallerýinu í sveitinni að Teigi Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 11:00-17:00. Verið hjartanlega velkomin.
ATH, ekki posi.
Með bestu kveðju, Gerða í Teigi.

Getum við bætt efni síðunnar?