Auglýsingablaðið

1156. TBL 31. ágúst 2022

Auglýsingablað 1156. tbl. 14. árg. 31. ágúst 2022.Sveitarstjórnarfundur

593. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 8. september og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Gangnadagar 2022

1. göngur verða gengnar 1.-4. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 16.-18. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 30. september. Stóðréttir verða 1. október.
Árið 2023 verður hrossasmölun 6. október og stóðréttir 7. október.Gangnaseðlar 2022

Gangnaseðlar vegna sauðfjársmölunar 2022 eru á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þann 1. september tekur vetraropnum bókasafnsins við.
Þá er safnið opið fyrir almenning sem hér segir:

Þriðjudaga frá 14.00-17.00
Miðvikudaga frá 14.00-17.00
Fimmtudaga frá 14.00-18.00
Föstudaga frá 14:00-16:00

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og ganga úr anddyri niður í kjallara.Pönnuköku-sunnudagur á Smámunasafninu

Okkar árlegi Pönnukökudagur verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 4. sept nk. kl. 13:00-17:00. Rjómapönnsur með nokkrum tegundum af heimagerðum sultum, upprúllaðar eða bara einar og sér, ykkar er valið.
Hægt verður að skoða Saurbæjarkirkju, ratleikur fyrir börnin og ekki má gleyma Smámunabúðinni okkar þar sem fallegt handverk eftir sveitungana er til sölu, tilvaldar tækifærisgjafir. Markaðsborð verður á staðnum.
Verið hjartanlega velkomin,
Stúlkurnar á Smámunasafninu.Vilt þú taka þátt í öflugu hjálparstarfi í skemmtilegum félagsskap?

Lionsklúbburinn Sif (kvennaklúbbur) byrjar vetrarstarfið í kvöld 31. ágúst í Félagsborg kl. 19:30.
Í vetur munum við taka þátt í verkefnum eins og Birkifræsöfnuninni og Bleiku slaufunni. Einnig verðum við með fjáraflanir þar sem allur ágóði rennur í hjálparsjóð Lkl. Sifjar og gerum okkur glaðan dag inn á milli verkefna.
Áhugasamar konur mega endilega koma og hitta okkur í Félagsborg og/eða kíkja á facebooksíðuna: Lionsklúbburinn Sif.Safnaðarstarf kirkjunnar hefst að nýju eftir sumarfrí

Foreldrar barna í 8. bekk ættu nú þegar að hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum um fermingarfræðsluna í vetur. Miðvikudaginn 21. september verður kvöldhelgistund í Grundarkirkju þar sem fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin velkomin. Nánar auglýst síðar.

Barnastarf fyrir 10 - 12 ára börn hefst á miðvikudögum í október.
Helgihaldið hefst sömuleiðis innan tíðar og verður auglýst er nær dregur.

Síðast en ekki síst þá hvetjum við sveitunga okkar og önnur áhugasöm að taka þátt í öflugu kórastarfi í heimasveit í vetur. Kirkjukór Grundarsóknar getur bætt við sig félögum fyrir spennandi starfsár. Kórinn er frábær félagsskapur sem æfir á mánudagskvöldum undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nánari upplýsingar á thorvaldurorn@akirkja.is

Ég minni svo á að lokum að öllum er öllum er vekomið að óska eftir samtali við prest og viðtalsþjónusta ætíð án endurgjalds. Viðtöl fara fram á skrifstofu minni í Akureyrarkirkju eða í heimahúsum ef þess er óskað. Jóhanna prestur, johanna.gi@kirkjan.is, s: 696-1112Harmonikuball og fleira í Freyvangi

Nú er sko aldeilis tilefni til að dusta rykið af dansskónum og skella sér á ball. Harmonikudansleikur verður haldinn í Freyvangi laugardaginn 3.september. Húsið opnar kl. 20:00, ballið hefst kl. 21:00 og verður dansað til tvö. Þau sem halda uppi fjörinu verða Agnes og Elsa, með Einari og Braz.
Miðaverð kr. 3.000.- barinn opinn, aldurstakmark 20 ára.Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00
verður hittingur fyrir Fjör í Freyvangi stuttverkaskemmtun. Stefnt er að því að æfa upp nokkur frumsamin stuttverk/einþáttunga, stuttur æfingatími og 2 sýningar sem áætlað er að sýna 1.-2. október. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að taka þátt sem skrifarar, leikstjórar, leikarar, í búninga- og leikmunagerð og tæknimálum.

 


Bilskirnir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð á landeigninni Bilskirni í kynningarferli skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið lýtur að einni nýrri íbúðarlóð á svæði sem auðkennt er ÍB19 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 31. ágúst og 13. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til þriðjudagsins 13. september 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Getum við bætt efni síðunnar?