Auglýsingablaðið

1158. TBL 14. september 2022

Sveitarstjórnarfundur
594. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. september og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Blak
Ertu 30 ára eða eldri? Býrðu í sveitinni? Blakliðið Bryðjur býður konum sem hafa áhuga á að æfa blak í vetur að hafa samband við ritara Bryðja Þorbjörgu í tölvupósti á thorbjorgk@gmail.com. Bryðjur æfa tvisvar í viku og taka þátt í mótum hér fyrir norðan sem og öldungamóti.


Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
Við byrjum vetrarstarfið nk. þriðjudag 20. september í Félagsborg klukkan 13:00. Við bjóðum alla íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri hjartanlega velkomna í starfið og félagið.
Stjórnin.


Helgistund í Grundarkirkju miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20 (ath. í næstu viku!)
Helgihald vetrarins í sveitinni hefst á laufléttri helgistund á miðvikudagskvöldi, aldrei þessu vant. Umræðuefni kvöldsins verður; af hverju komum við í kirkju? Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson, meðhjálpari Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega velkomin og eftir helgistundina verður örstutt kynning á fræðslu vetrarins og dagsferðinni sem framundan er.
Verið öll velkomin!


Birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskógi – Allir með, stórir og smáir
Við bjóðum öllum sem vilja, stórum og smáum, í birkifræsöfnun í Kristnes- og Reykhúsaskóg á degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september. Söfnunarbox verða afhend á planinu við Hælið/Kristnesspítala, frá kl. 17:00 og þeim svo skilað aftur á sama stað fyrir kl. 19:00.
Hægt verður að kaupa hressingu á Hælinu á þessum tíma.
Lesa má nánar um landsátakið „söfnun birkifræs“ á https://birkiskogur.is/
Hlökkum til að sjá sem flesta, Lionsklúbburinn Sif.


Eyfirskt hunang
Ég verð með ferskt Reykhúsahunang til sölu á Hælinu við Kristnesspítala á föstudag kl. 18 - 21 og á laugardag kl. 14 - 17. Þeir sem hafa pantað hunang hjá mér geta einnig sótt það á sama tíma.
Anna Guðmundsdóttir


Dekurdagar verða dagana 6.–9. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 471 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit.

Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.


HÆLIÐ
Síðdegisopnun á HÆLINU föstudaginn 16. september kl. 18-21 í tilefni af birkifræ¬söfnun! Hamingjustund, gómsæt súpa og nýbakað brauð á 2500 kr. Hrefna og Óskar koma og spila fyrir gesti en þau eru ungt og upprennandi tónlistarfólk. Anna hunangsbóndi selur glænýja uppskeru!
Velkomin meðan húsrúm leyfir!
María HÆLISstýra

Getum við bætt efni síðunnar?