Auglýsingablaðið

1117. TBL 16. nóvember 2022

Auglýsingablað 1117. tbl. 14. árg. 16. nóvember 2022.Afmælishátíð Hrafnagilsskóla í dag 16. nóvember kl. 13:00-15:00

Skemmtidagskrá: nemendur flytja atriði í tali og tónum, danssýning og lesin upp ljóð eftir Emilíu Baldurdóttur á Syðra-Hóli. Afrakstur þemadaganna verður til sýnis víða um skólann. Kaffihúsastemning í Hjartanu og tónlistaratriði.
Nemendur 10. bekkjar ætla að selja fallegar gjafavörur frá Vorhús og henta þær vel t.d. sem jólagjafir. Vörurnar kosta frá 1.000 til 4.000 kr.
Athugið að enginn posi er á staðnum.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Við hvetjum sveitunga til að heimsækja okkur í skólann þennan dag.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla.Ölduhverfi í landi Kropps, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022.
Þar munu fulltrúar sveitarstjórnar og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillögurnar og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum.
Skipulagsfulltrúi.Minnum á - Landsátak í sundi 1.-30. nóvember

Eins og í fyrra, ætlum við að taka þátt í landsátakinu í sundi. Þá skrá allir hvað þeir synda og í fyrra syntu landsmenn 11,6 hringi í kringum landið.
Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Á síðunni www.syndum.is er hægt að fylgjast með hvernig gengur í átakinu. Þar er einnig hægt að búa til aðgang til þess að skrá hversu mikið er synt. Fyrir þá sem kjósa það heldur, þá verðum við með skráningarblað í afgreiðslunni þar sem fólk getur skráð vegalengdirnar. Við sendum svo þær skráningar inn vikulega.
Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga. Verum dugleg að synda og vonandi taka sem flestir þátt.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.


Jólahlaðborð FEBE, Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður á Brúnum laugardagskvöldið 26. nóvember kl. 20:00. Miðaverð er 8.900 + 100 kr.
Skráning er hjá Benjamín í síma 899-3585 og Önnu í síma 848-1888 til og með 24. nóvember.Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022.
Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022
Lýðheilsustyrkur eldri borgara
Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

 


Iðunnarkvöld í kvöld, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:00

Þessi kvöld, sem við köllum Iðunnarkvöld, eru einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.
Þá komum við Iðunnarkonur saman kl. 20:00 í fundarherbergi Laugarborgar (dyrnar hægra megin við aðalinnganginn).
Í kvöld verður kósýkvöld; handavinna (ef vill) og spjall í góðra kvenna hópi.
Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.Fiskikvöld

Karlakór Eyjafjarðar stendur fyrir Fiskikvöldi í Skeifunni, sal
Hestamannafélagsins Léttis í reiðhöllinni, föstudaginn 18. nóvember
kl. 19:00. Boðið verður uppá siginn fisk, Þórustaða kartöflur, hamsatólg
og heimabakað rúgbrauð. Þá verða drykkjarföng við hæfi til sölu.
Kaffi og konfekt á eftir. Kórinn syngur nokkur lög og eins verður fjöldasöngur og kannski fleira skemmtilegt.
Verð. 3.500 kr.HÆLIÐ
verður lokað laugardaginn 19. nóv. en svo verður veisla þann 20. nóv!
Við opnum formlega Svanhildarstofu og fögnum útgáfu bókar Ólafs Ragnars Grímssonar „Bréfin hennar mömmu“. Ólafur flytur ávarp og les upp úr bókinni kl. 14:00 og 15:00.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Frítt inn á sýninguna.Fundur um kjötmál

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar á Lamb Inn fimmtudaginn 24. nóv. kl. 10:30.
Á fundinn mætir Ágúst Torfi framkvæmdastjóri Kjarnafæðis/Norðlenska og fer yfir stöðuna og horfur í kjötmálum. Einnig verður farið yfir nýjustu vendingar í tækjamálum félagsins.
Stjórnin.Áminning frá Lamb Inn! – Hangikjötsveisla 2. desember

Við höldum í hefðirnar. Á Öngulsstöðum var hefðin sú að smakka hangikjötið
1. desember. Af því tilefni verður hangikjötsveisla á Lamb Inn föstudagskvöldið
2. desember. Kalt og heitt hangikjöt (spað), uppstúfur, kartöflumús og fleira góðgæti og að sjálfsögðu heilmikið fjör. Nánar auglýst í næstu viku.
Starfsfólk Lamb Inn hlakkar til að taka vel á móti ykkur.
Forpantanir í síma 892-8827 :-)


1 . des Laugarborg - keltnesk áhrif í íslenskt mál og menningu - allir velkomnir

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. des. mun Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fyrrverandi fréttamaður halda erindi um írsk orð og örnefni á Íslandi, þá nýju sýn á keltnesk áhrif í íslenskri menningu. Áhrifin virðast mikil í tungumálinu og sjást í örnefnum, þjóðháttum, siðum og þjóðtrú sem finna má m.a. í Eyjafirði.

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður alla velkomna að hlýða á þetta erindi en félagið verður með veitingar til sölu á staðnum fyrir 2.500 kr. á mann - grjónagraut og slátur, smurt brauð, kaffi og smákökur. Húsið og hlaðborði opnar kl. 19:00 en fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og umræður að honum loknum.
Þjóðháttfélagið Handraðinn.Sýningar á Karíus og Baktus í Freyvangsleikhúsinu - komnar í sölu:

Laugardaginn 26.11 kl. 13:00 og 15:30
Sunnudaginn 27.11 kl. 13:00 og 15:30
Laugardaginn 3.12 kl. 13:00 og 15:30
Sunnudaginn 4.12 kl. 13:00 og 15:30
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598

Getum við bætt efni síðunnar?