Auglýsingablaðið

1168. TBL 23. nóvember 2022

Auglýsingablað 1168. tbl. 14. árg. 23. nóvember 2022.

 


Lokað
verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá kl. 12:00, föstudaginn 25. nóvember 2022.



Stofnfundur nýrrar Grundarsóknar

Fimmtudaginn 8. des. kl. 20:30 í Félagsborg.
Kosning nýrrar stjórnar.
Hvetjum öll áhugasöm um kirkjurnar okkar og starfið í þeim til að mæta.
Sóknarnefndir.



Hælið

Við þökkum kærlega öllum þeim fjölmörgu sveitungum sem lögðu leið sína á opnun Svanhildarstofu sl. sunnudag!
Það verður opið næstu helgi kl. 14:00-17:00 og hægt að kaupa nýju bókina hans Ólafs Ragnars Grímssonar, Bréfin hennar mömmu, áritaða af honum. En bréfin komu í ljós í fyrra þegar Ólafur efndi loforð sitt við HÆLiSstýru um að kanna hvort bréf kynnu að leynast í bláu töskunni sem hann hafði farið með á Þjóðskjalasafn Íslands ásamt 200 öðrum kössum eftir Bessastaðadvölina, hann hafði aldrei heyrt af því að þessi bréf væru til og nú eru þau komin út í magnaðri bók.



Sýningar á Karíus og Baktus í Freyvangsleikhúsinu - komnar í sölu:
Laugardaginn 26.11 kl. 13:00 og 15:30
Sunnudaginn 27.11 kl. 13:00 og 15:30
Laugardaginn 3.12 kl. 13:00 og 15:30
Sunnudaginn 4.12 kl. 13:00 og 15:30
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598



Fundur um kjötmál

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fundar á Lamb Inn fimmtudaginn 24. nóv. kl. 10:30.
Á fundinn mætir Ágúst Torfi framkvæmdastjóri Kjarnafæðis/Norðlenska og fer yfir stöðuna og horfur í kjötmálum.
Einnig verður farið yfir nýjustu vendingar í tækjamálum félagsins.
Stjórnin.



Lamb Inn – Hangikjötsveisla 2. desember

Við höldum í hefðirnar og smökkum jólahangikjötið í byrjun desember. Föstudagskvöldið 2. desember kl. 19:00 verður hangikjötsveisla á Lamb Inn. Kalt og heitt (spað) hangikjöt, uppstúf, kartöflumús, Lamb Inn rauðkál og fleira meðlæti. Reykt nautatunga og síld í forrétt. Heimalagaður rjómaís í eftirrétt.
Komið og fagnið aðventunni með okkur í langborðsstemmingu á Lamb Inn.
Verð er 5.900 á mann.
Pantanir á johannes@lambinn.is eða í síma 892-8827.



Skáldsagan ÓRÓI, krunk hrafnanna er nýkomin í bókabúðir

Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og er ætluð eldri börnum, unglingum og fullorðnum sem hafa gaman af ævintýrum.
Svandís og vinir hennar flækjast inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar, ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan.

Bækurnar eru til sölu hjá höfundi, Hrund Hlöðversdóttur og eru tilvaldar í jólapakkana. Hægt er að senda póst á netfangið hrund.hlodversdottir@gmail.com eða panta í gegnum heimasíðuna hrund.net
ÓRÓI kostar 4.500 krónur og ÓGN 2.000 krónur.
Frekari upplýsingar um bækurnar er að finna á heimasíðunni hrund.net



Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og
silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er
kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2021–30/9 2022.
2. Reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2021–30/9 2022.
3. Rekstraáætlun fyrir næsta rekstrarár.
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.
5. Pollurinn veiðistjórnun og ólögleg bátaveiði
6. Önnur mál.
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber
ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á Funaborg
Melgerðismelum Eyjafjarðarsveit 6. desember 2022 klukkan 20:00.



Kvenfélagið Iðunn 90 ára

Við fögnum 90 ára afmæli Kvenfélagsins Iðunnar með þátttöku í viðburði Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar: Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 4. desember kl. 13:00-17:00 í Laugarborg.
Nánar auglýst í næsta blaði.



Vistvænar leiðisgreinar

Lionsklúbburinn Sif mun selja vistvænar leiðisgreinar í desember.
Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 14. desember;
Edda í síma 894-1303 og Birna í síma 844-2933.

Getum við bætt efni síðunnar?