Auglýsingablaðið

1174. TBL 04. janúar 2023

Auglýsingablað 1174. tbl. 15. árg. 4. janúar 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

602. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. janúar og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Kæru sveitungar, ykkar stuðningur er okkur afar mikilvægur

Við þökkum kærlega fyrir alla þá sem litu til okkar í flugeldasöluna og styrktu okkur á einn eða annan hátt. Svona samfélag heldur okkur saman.

Einnig langar okkur að minna á þrettándasöluna okkar að kvöldi
5. janúar á milli kl. 19:00-21:00 í Dalborg

Hjálparsveitin Dalbjörg.



Menningararfur Eyjafjarðarsveitar

Fundinum um „Göngur og réttir“ sem ráðgerður var 7. janúar er frestað til laugardagsins 14. janúar kl. 10:00 í Félagsborg.
Vonumst til að fá sem flesta gangnamenn og konur til að taka þátt í umræðunum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?