Auglýsingablaðið

1182. TBL 01. mars 2023

Auglýsingablað 1182. tbl. 15. árg. 1. mars 2023.

 


Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi

Eyjafjarðarsveit kallar eftir tillögum að götuheitum fyrir tvær nýjar götur í Hrafnagilshverfi.
Í nýju deiliskipulagi eru göturnar kallaðar „Gata D“, sem tengir Eyjafjarðarbraut vestri við hverfið og „Gata E“ sem er sunnan við Skólatröð.
Hugmynd hefur komið upp um „Hólmatröð“ fyrir götu E og byggir það á örnefninu Hólmar sem er á því svæði.
Nálgast má skipulagið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar fyrir þá sem vilja kynna sér staðsetningu gatnanna betur.
Áhugasamir vinsamlegast sendið tillögur á esveit@esveit.is



Minnum á aðalfund UMF Samherja í kvöld 1. mars kl. 20:00 í Félagsborg

Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins, sem finna má á vefsíðunni www.samherjar.is.
Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga samfélagslega starfi sem ungmennafélagið stendur fyrir.
Félagið er fyrir okkur öll og börnin okkar.
Stjórn UMF Samherja.



Menningararfurinn í Eyjafjarðarsveit

Þurfum að flytja fundinn frá 4. til 11. mars.
Þá verður haldið áfram að rifja upp fyrirkomulag og atvik tengd göngum og réttum í sveitinni á laugardaginn 11. mars.
Hittumst í Félagsborg kl. 10:00-12:00 - heitt á könnunni og kannski eitthvað að bíta í.



Eitt lag enn – Eurovision - glimmer og gleði

Kvennakórinn Sóldís, Skagafirði heldur tónleika 4. mars kl. 15:00 í Laugarborg.
Söngstjóri: Helga Rós Indriðadóttir.
Hljómsveit: Rögnvaldur Valbergsson, Steinn Leó Sveinsson og Sigurður Björnsson.
Fiðla: Kristín Halla Bergsdóttir.
Þverflauta: Anna Karítas Ingvarsdóttir.
Einsöngvarar: Elín Jónsdóttir, Gunnhildur Gísladóttir,
Kristvina Gísladóttir og Ólöf Ólafsdóttir.
Aðgangseyrir kr. 4.000. Posi á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Getum við bætt efni síðunnar?