Auglýsingablaðið

1188. TBL 12. apríl 2023

Auglýsingablað 1188. tbl. 15. árg. 12. apríl 2023.



Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit
í kvöld 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni óska eftir þátttöku íbúa Eyjafjarðarsveitar í umræðum um hverskonar viðburði þeir vilja sjá og/eða stuðla að.

Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE mun skýra frá niðurstöðum könnunar sem öllum var frjálst að svara á netinu. Einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum.

Með von um góðar undirtektir og umræður,
Hjálparsveitin Dalbjörg
Ungmennafélagið Samherjar
Kvenfélagið Aldan
Kvenfélagið Iðunn
Kvenfélagið Hjálpin
Hestamannafélagið Funi
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi



Iðunnarkvöld – Saltkringlukonfektgerð

Minnum á saltkringlukonfektgerðarnámskeið á vegum 2. flokks Kvenfélagsins Iðunnar, fimmtud. 13. apríl kl. 20:00.
Sjáumst hressar, bestu kveðjur frá 2. flokki.



Karlakór Eyjafjarðar verður með tónleika 15. apríl í Laugarborg kl. 16:00

Uppistaða tónleikanna eru lög eftir Magnús Eiríksson sem
Pálmi Gunnarsson hefur sungið. Einnig verða flutt lög úr ýmsum áttum. Einsöngvari verður Pálmi Óskarsson. Meðleikarar; Eyþór Ingi Jónsson hljómborð, Hallgrímur J. Ómarsson gítar og Tómas Leó Halldórsson á bassa. Stjórnandi Guðlaugur Viktorsson.
Miðaverð kr. 3.500,-



Óvissuferð Öldunnar

Kvenfélagið Aldan fer í skemmtilega dagsferð sunnudaginn 16. apríl.
Lagt verður af stað frá bílastæði leikskólans Krummakots kl. 11:00 og komið heim um kl. 21:00.
Farið verður í rútu og stoppað á nokkrum stöðum.
Endilega skráið ykkur hjá Hrefnu í síma 863-1515 strax í dag.
Við hlökkum mikið til :)
Stjórnin.



Okkur vantar hressa starfskrafta í hlutastörf í eggjapökkun í sumar.

Fyrirkomulag umsemjanlegt, hentar ungum sem öldnum.
Endilega hafið samband á hranastadir@simnet.is eða í síma 862-1514/863-2513
Ásta og Arnar Hranastöðum.



Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

-verður haldinn í Listaskálanum á Brúnum 25. apríl nk. kl. 20:00.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á ferðamálum í sveitarfélaginu.
Við hvetjum félagsfólk til að flykkjast á fundinn.
Nýtt fólk vantar í stjórn.
Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og almennar umræður.
Við hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.



Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn sunnudagskvöldið 30. apríl kl. 20:00. Að þessu sinni verður hann haldinn í salnum á Ytra-Gili. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf.
Nýir félagar velkomnir.
Veglegar veitingar í boði.

Getum við bætt efni síðunnar?