Auglýsingablaðið

1192. TBL 10. maí 2023

Auglýsingablað 1192. tbl. 15. árg. 10. maí 2023.

 


Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.

Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða stöðu sérkennara í sérdeild unglingsstúlkna og kynsegin einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu Bjargeyju sem staðsett er á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Leitað er eftir kennara sem hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg.

Grunnskólakennari á unglingastig, afleysingastaða til eins árs
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi.

Grunnskólakennari - íþróttakennari í hlutastarf
Óskum eftir að ráða íþróttakennara í 50% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Í starfinu felst íþróttakennsla ásamt öðrum íþróttakennara. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að bæta við kennslu innan skólans í öðrum fögum.


Menntunar- og hæfniskröfur:
➢ Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
➢ Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
➢ Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
➢ Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk.
➢ Sýnir árangur í starfi.
➢ Hæfni í mannlegum samskiptum.
➢ Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Gott orðspor og krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu.

Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Nánari upplýsingar um kennarastöðuna í Bjargeyju veitir forstöðumaður Bjargeyjar, Ólína Freysteinsdóttir í gegnum netfangið, olina.freysteinsdottir@bofs.is.
Upplýsingar um aðrar stöður veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um lausar stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023.

 


Forstöðumaður frístundar
Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá
1. ágúst 2023. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna
í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Uppeldismenntun er æskileg.

Leitað er eftir starfsmanni sem:
➢ Hefur reynslu af starfi með börnum.
➢ Sýnir metnað í starfi.
➢ Er fær og lipur í samskiptum.
➢ Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
➢ Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
➢ Hefur gott orðspor og gerð er krafa á að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023.
Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.Vinnuskólinn 2023

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoliKvenfélagið Iðunn – Vorfundur í Félagsborg

Vorfundurinn okkar verður að þessu sinni í Félagsborg, Skólatröð 9,
laugardaginn 20. maí kl. 11:00. Bröns, kaffi og kruðerý á boðstólum.
Nýjar konur eru sérstaklega boðnar velkomnar á fundinn.
Vorkveðjur, stjórnin.Bíókvöld í Freyvangi

Föstudagskvöldið 12. maí, kl. 20:00 sýnir Freyvangsleikhúsið Vínland á stóra tjaldinu. Vínland er stórsöngleikur eftir Helga Þórsson sem settur var á svið í Freyvangi 2009 og fór alla leið í Þjóðleikhúsið.
Ekki láta þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara.
Opnum húsið kl. 19:00.
Miðaverð 1.000 kr.
Opinn barinn.
Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi.

Getum við bætt efni síðunnar?