Auglýsingablaðið

1194. TBL 24. maí 2023

Auglýsingablað 1194. tbl. 15. árg. 24. maí 2023.Sumarlokun bókasafnsins

Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september. Miðvikudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00.

Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 14.00-17.00.
Miðvikudagar frá 14.00-17.00.
Fimmtudagar frá 14.00-18.00.
Föstudagar frá 14.00-16.00

Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu.
Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju, bókavörður.

 


Fermingarmessur um hvítasunnuhelgina 27. og 28. maí

Fermd verða alls fimmtán ungmenni í fjórum kirkjum í sveitinni um komandi helgi.
Kór Grundarsóknar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari í Grundarkirkju er Hjörtur Haraldsson og í Möðruvallakirkju Helga Berglind Hreinsdóttir.

Fermd verður í Möðruvallakirkju laugardaginn 27. maí kl. 13
Anna Sigrún Ernfelt Jóhannesdóttir, Kálfagerði.

Fermdur verður í Saurbæjarkirkju laugardaginn 27. maí kl. 14
Aron Valgeir Guðjónsson, Torfufelli 2.

Fermd verða í Grundarkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 11
Amý Elísabet Knútsdóttir, Dvergsstöðum.
Anton Berg Almarsson, Bakkatröð 12.
Benjamín Elí Henriksen Styrmisson, Vallartröð 2.
Berglind Eva Ágústsdóttir, Skógartröð 5.
Emelía Lind Brynjarsdóttir Lyngmo, Svönulundi.
Emma Karen Anna Helgadóttir, Brúnahlíð 2.
Frans Heiðar Ingvason, Teigi.
Katrín Eva Arnþórsdóttir, Grund 1.
Kolfinna Lúðvíksdóttir, Sunnutröð 10.
Ólöf Milla Valsdóttir, Hólshúsum ll.
Rakel Nótt Sverrisdóttir, Bakkatröð 9.
Sölvi Sigurðarson, Hjallatröð 4.

Fermdur verður í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 28. maí kl. 13
Alexander Þór Arnarsson, Vallartröð 5.

 


Vinnuskólinn 2023 – skráningu lýkur mánudaginn 29. maí

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli

 


Blómasala um hvítasunnu

Eins og hefð er fyrir munu fulltrúar frá UMF Samherjum fara um sveitina og bjóða blómvendi til sölu í fjáröflunarskyni. Sölufólk verður á ferðinni föstudag og laugardag fyrir hvítasunnu. Boðið verður upp á blandaða vendi á 3.000 kr. og rósavendi á 3.500 kr.
Við hvetjum íbúa til að taka vel á móti sölufólki.
Stjórn UMF Samherja

 


Kynningarfundur með fermingarfjölskyldum vorsins 2024 (árgangur 2010)

Fermingarfræðsla kirkjunnar hefst í lok ágúst og stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, hvort sem þau stefna að því fermast eða ekki.
Markmið fræðslunnar er:
– Að efla almenna þekkingu á kristinni trú og áhrifum hennar á íslenskt samfélag og menningu.
– Að vekja unglinga til umhugsunar um eigin lífsskoðanir í samvinnu við foreldra þeirra/forráðafólk og fjölskyldur.
– Ræða og æfa ungt fólk í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
– Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfi kirkjunnar í þeirra heimasveit og hvaða þjónusta þar er í boði.

Stuttur kynningarfundur fer fram í Grundarkirkju komandi fimmtudagskvöld 25. maí kl. 20. Farið verður yfir hvernig fræðslunni verður háttað í haust og vetur, fermingardagar ræddir og öllum spurningum svarað.
Verið velkomin!
Jóhanna prestur, s: 696-1112

 


Hjólreiðakeppni fimmtudaginn 25. maí

Fimmtudagskvöldið 25. maí heldur Hjólreiðafélag Akureyrar bikarmót í tímatöku í Eyjafirði. Keppendur ræsa við Botnsreit kl. 19:00 og hjóla suður að Smámunasafni og til baka. Ólíkir snúningspunktar eru þó eftir keppnisflokkum. Fyrstu keppendur ræsa kl. 19:00 og er áætlað að síðustu keppendur komi í mark við Botnsreit milli kl. 20:30 og 21:00. Gera má ráð fyrir að einhverjar umferðartafir verði á þessum tíma og biðlum við til fólks að sýna hjólurum í keppnisbraut tillitssemi.
Með fyrirfram þökk, Hjólreiðafélag Akureyrar.

 


Kvenfélagið Hjálpin – kaffihlaðborð

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á sunnudaginn 4. júní í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast.
Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?