Auglýsingablaðið

1203. TBL 09. ágúst 2023

Auglýsingablað 1203. tbl. 15. árg. 9. ágúst 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur
614. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. ágúst og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

● Kennari í 100% starf
● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

Menntunar- og hæfniskröfur
● Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
● Færni í að vinna í stjórnendateymi.
● Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
● Góð íslenskukunnátta skilyrði.
● Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.

Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is

 


Álagning fjallskila 2023

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 15. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.

 


Byggingarefni til sölu

Ertu að byggja skúr eða endurnýja þak?
Til sölu þakefni fyrir 30 fermetra byggingu (t.d. bílskúr). Hvítt stallað þakjárn, kjölur, rennur og rennufestingar. Verð 180.000 í.kr.
Upplýsingar í síma 856-1579 og email: bjornsteinar@simnet.isFrá félagi eldri borgara

Haustferð félagsins verður farin miðvikudaginn 30. ágúst. Farið verður um Melrakkasléttu, komið við á ýmsum áhugaverðum stöðum undir stjórn leiðsögumanns. Léttur hádegisverður á Vegg í Kelduhverfi, kvöldmatur í Skúlagarði.
Kostnaður á mann er 13 þús. og leggst inn á reikning 0370-26-042168, kt.121152-5689.
Tilkynning um þátttöku berist fyrir 25. ágúst til Sveinbjargar s. 846-3222, Páls s. 661-7627 eða Leifs s. 894-8677.
Sjáumst hress og kát.
Kv. Ferðanefndin.

 


Kvenfélagið Hjálpin – kaffihlaðborð

Kvenfélagið Hjálpin heldur sitt margrómaða kaffihlaðborð á sunnudaginn 13. ágúst í Funaborg á Melgerðismelum milli klukkan 13:30 og 17:00, eða meðan birgðir endast.

Verð 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn, yngri borða frítt.

Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.

Getum við bætt efni síðunnar?