Auglýsingablaðið

1204. TBL 16. ágúst 2023

Auglýsingablað 1204. tbl. 15. árg. 16. ágúst 2023.

 


Gangnadagar 2023
1. göngur verða gengnar 31. ágúst - 3. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 15.-17. september.
Hrossasmölun verður 6. október og stóðréttir 7. október.Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024

Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu.
Um er að ræða áætlaða vinnu í kring um 150 tíma sem dreifist nokkuð jafnt á skólaárið skv. fyrirfram ákveðinni dagskrá. Laun eru skv. kjarasamningum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknir ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar á Karl Jónsson forstöðumann íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, á netfangið karlj@esveit.is. Karl gefur auk þess nánari upplýsingar um starfið í síma 691-6633 á dagvinnutíma.Frá Félagi eldri borgara

Haustferð félagsins verður farin miðvikudaginn 30. ágúst. Farið verður um Melrakkasléttu, komið við á ýmsum áhugaverðum stöðum undir stjórn leiðsögumanns. Léttur hádegisverður á Vegg í Kelduhverfi, kvöldmatur í Skúlagarði. Kostnaður á mann er 13 þús. og leggst inn á reikning 0370-26-042168, kt.121152-5689.
Tilkynning um þátttöku berist fyrir 25. ágúst til Sveinbjargar s. 846-3222, Páls s. 661-7627 eða Leifs s. 894-8677.
Sjáumst hress og kát.
Kv. Ferðanefndin.Kæru sveitungar nær og fjær!

Verið öll hjartanlega velkomin á vígslu listaverksins Eddu eftir
Beate Stormo, laugardaginn 19. ágúst kl. 15!
Edda stendur á hóli rétt norðan við Smámunasafnið, hóll sá heitir Hrafnskinnarhóll. Hægt er að leggja bílum við Smámunasafnið og eins við Saurbæjarkirkju. Súkkulaðikaka og mjólk í boði meðan birgðir endast. Kirkjukór Grundarsóknar tekur lagið, séra Jóhanna blessar Eddu og Beate verður á staðnum og tekur á móti heillaóskum!
Ferðamálafélagið og Eyjafjarðarsveit.Afmælisviðburður í Holtseli

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verður haldinn afmælisviðburður í Holtseli, sunnudaginn 20. ágúst kl. 13-17.
Gestir munu geta notið þess sem Holtsel hefur upp á að bjóða og kynnst heimavinnsluaðilum á lögbýlum á Norðurlandi eystra - sem eru félagsmenn í Beint frá býli.
Í boði verður afmæliskaka, kaffi og djús.


Óskum eftir íbúð

Við hjónin, Skúli Torfason og Ella Jack, óskum eftir að taka íbúð á leigu, þriggja herbergja eða stærra í Eyjafjarðarsveit. Vinsamlega hafið samband með tölvupósti torfason.jack@gmail.com.

Getum við bætt efni síðunnar?