Auglýsingablaðið

354. TBL 02. febrúar 2007 kl. 14:05 - 14:05 Eldri-fundur
Auglýsingablaðið 0354. tbl. 3. febrúar 2007

Foreldrar athugið

Við viljum minna á að þriðjudagskvöld næstkomandi kl. 20:30 verða fyrirlestrar í Laugarborg:
• Börn og netnotkun - Eygló Björnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri (í síðustu auglýsingu stóð Traustadóttir og er beðist velvirðingar á því)

• Hvað skapar skólinn? Hvernig hlúum við að eiginleikum barnanna okkar? Hvaða skilaboð fá þau frá skóla- og upplýsingasamfélagi nútímans? - þorvaldur þorsteinsson fjallar hér um skóla- og uppeldiskerfið á gagnrýnin en uppbyggilegan hátt út frá reynslu sinni sem rithöfundur, myndlistamaður og listkennari.

Opnar umræður verða að fyrirlestri loknum.

Við hvetjum alla foreldra til þess að mæta í Laugarborg. Léttar veitingar.

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
og Foreldrafélag Krummakots


Kvenfélagið Aldan-Voröld

Aðalfundur laugardaginn 17.feb. kl 14.00
í Laugarlandsskóla (gengið inn að norðan)
Venjuleg aðalfundarstörf
Kynning á vorferð til Tallinn
Kaffiveitingar

Stjórnin


þorrablót

þorrablót aldraðra í Eyjafirði verður haldið í Laugarborg laugardaginn 10. febrúar kl. 8. Húsið opnað kl. hálf 8.
Maturinn kemur frá Lostæti, en fólk hefur með sér drykk.
Skemmtiatriði og dans.
Allir 60 ára og eldri velkomnir.
Félagar takið með ykkur gesti og góða skapið.
Verð aðgöngumiða kr. 3.500.-.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til
Elínar í síma 463 1337 eða Ernu í síma 463 1273


Aldan-Voröld

Konur í öldunni-Voröld. ætlum að hittast fimmtudaginn 8. feb. kl. 20:00, á PLAZA, Geislagötu 7 (áður Pizza 67) til að ræða utanlandsferð okkar og fá okkur góða máltíð í leiðinni.

Allar félagskonur velkomnar hvort sem þær fara í ferðina eða ekki.

Stjórnin og ferðanefndin


HUGLEIðING á þORRA.

Kæru sveitungar.
öll viljum við hafa tilveruna í föstum skorðum, þó ekki gangi það nú alltaf eftir. Nú á þorra hef ég tekið eftir tvennu sem mér finnst óvenjulegt.
Annars vegar er það leiðalýsingin í kirkjugörðunum sem enn lýsti upp bautasteina forfeðranna þegar ég var á leið á þorrablótið. Venjulega hafa þessi ljós nefnilega verið slitin upp með rótum klukkan tólf á miðnætti á þrettándadagskvöld. Nú megið þið alls ekki halda að ég sé á nokkurn hátt á móti þessari nýbreytni, því bæði finnast mér ljósin vinaleg og svo finnst mér líka, full ástæða til að auka þjónustu við íbúa garðanna. þeir eiga líkt og fleiri minnihluta hópar illt með að bera hönd fyrir höfuð sér.
Með nýjum kirkjugarðalögum hafa nefnilega aukist álögur á þennan hóp,
því nú fá garðarnir greitt fyrir hvern og einn sem þar býr.(Vonandi eykur þetta samt ekki innbyrðis baráttu kirkjugarðanna.) Má því líkja þessu við húsaleigu, og eflaust er innifalið í leigunni ljós og hiti. þar gæti verið skýring á hinu óvenjulega.
Hitt málefnið er það, að hann Eyvindur vinur minn er ekki enn kominn út.
Fór ég að velta fyrir mér hvort hann hefði nokkuð drukknað í jólabókaflóðinu eða einhverju öðru flóði. En þar sem seigt er í Eyvindi hef ég ekki haft nokkrar áhyggjur, þar til allt í einu að ég fór að hugsa, hvort þessi tvö mál gætu verið tengd.
Eyvindur væri allur, ég ekkert frétt og ljósin lýstu til minningar.

í kirkjugörðum Lionsljós
lýsa út í bláinn.
ég ætla kaupa eina rós
ef Eyvindur er dáinn.

Að lokum læt ég fylgja vísu sem varð til á þorrablótinu, þeir sem fóru á blótið skilja hana, hinir verða bara að spyrja þá sem fóru.

Að staðgenglum þarf ekki lengur að leita
Litla-Garðs Biggi það sýndi í dag.
Gumma í Byrginu og Bjarna sveita
báða tók hann með snilldarbrag.

Kveðja úr Serbíu.
S.R.S.


Sundlaug Hrafnagilsskóla

Opnunartímar sundlaugar Hrafnagilsskóla eru eftirfarandi:

Virka daga: kl. 06.30 – 08.00 og kl. 17.00 – 22.00.
Um helgar kl. 10.00 – 17.00.

æskulýðs- og íþróttafulltrúi


317. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 6. feb. 2007 kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 43. og 44. fundur, 12. des. 2006 og 31. jan. 2007.
2. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 83. og 84. fundur, 23. jan. og 1. feb. 2007.
3. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 83. fundur, 17. jan. 2007.
4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 178. fundur, 5. jan. 2007.
5. Fundargerð félagsmálanefndar, 112. fundur, 1. feb. 2007.
6. Tilboð Skýrr í uppsetningu ADSL tenginga.
7. þjónustusamningur við Markaðsskrifstofu ferðamála.
8. Hitaveitumálefni, könnun.
9. Erindi til launanefndar.
10. Erindi AFE, dags. 22. jan. 2007.

Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?