Auglýsingablaðið

365. TBL 20. apríl 2007 kl. 13:32 - 13:32 Eldri-fundur


Dagur umhverfisins
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar efnir til fræðslufundar um umhverfismál á degi umhverfisins miðvikudaginn 25. apríl nk. Fundurinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins verður þessi:
- Sigurður Friðleifsson: Hrein orka og útblástursmál á íslandi
- ásgeir Már Andrésson: Vistvænt eldsneyti
- Brynhildur Bjarnadóttir: Kolefnisbinding með Skógrækt
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar

-------

Atvinna
Starfsmann vantar að sundlaug Hrafnagilsskóla. Um vaktavinnu er að ræða. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 18 ára.
Nánari upplýsingar veitir Lína í síma 869 7872

-------

Börn og umhverfi
Námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna
á námskeiðinu, sem er 16 kennslustundir, er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Kennslan fer fram laugardagana 28. apríl og 5. maí í Hrafnagilsskóla. Nánari tímasetning auglýst síðar.
Skráning í Hrafngilsskóla hjá Kristínu og Nönnu eða í síma 463 1590 og 463 1357.

-------

Reiðnámskeið
Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Kennslufyrirkomulag er áætlað 2. sinnum í mánuði frá apríl til ágúst.
Fyrsti tíminn verður 28. apríl. Námskeiðin verða á Melgerðismelum. Kennari verður Sara Arnbro.
Tekið verður við skráningu hjá Söru í síma 845 2298 fyrir 25. apríl.
Barna- og unglingaráð Funa

-------

Frá Hestamannafélaginu Funa
Hestamannafélagið Funi óskar sveitungum og félagsmönnum gleðilegs sumars og þakkar þeim sem stóðu að kaffi og sýningu á sumardaginn fyrsta sem og gestum fyrir frábæran dag á Melgerðismelum.
Nú er eftir endaspretturinn við að ganga frá sal Funaborgar. Fyrirhugað er að vinna við salinn næstu þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá kl. 20:30 og freista þess að ljúka verkinu fyrir sumarvertíðina. það er von okkar að félagar sjái sér fært að mæta eina kvöldstund eða fleiri til að ljúka þessu mikilvæga verki.
Stjórnin

-------

Aðalsafnaðarfundur.
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 20:30.
Dagskrá:
Venjubundin störf aðalsafnaðarfundar.
Sóknarnefnd Kaupangskirkju

-------

Kvenfélagið Aldan Voröld
Fundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 25. apríl kl. 20.30 í Laugalandsskóla, og nú ætlum við að hafa ljóðakvöld.
Hittumst hressar og kátar.
Stjórnin.



Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Gullbrekku, miðvikudaginn 25. apríl kl. 10.00 f.h.
Venjulega aðalfundarstörf
Sóknarbörn eru hvött til að mæta og ræða málefni kirkjunnar.
Sóknarnefndin

-------

árshátíð
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg 26. apríl n.k. og hefst hún kl. 20:00.
Margt verður til skemmtunar s.s.
- Söngleikur
- Tónlistaratriði
- Leikrit
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:30.
Aðgangseyrar er 400 kr. fyrir 6-12 ára og 800 kr. fyrir 13 ára og eldri og eru veitingar innifaldar í verðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 5. – 7. bekkjar Hrafnagilsskóla

Getum við bætt efni síðunnar?