Auglýsingablaðið

368. TBL 11. maí 2007 kl. 14:02 - 14:02 Eldri-fundur

Alþingiskosningar
Kjörfundur
Kjörstaður við alþingiskosningarnar í dag, 12. maí 2007 er í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og líkur kl. 22:00
á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit
Emilía Baldursdóttir, Jón Jóhannesson, Níels Helgason

-------

Brotajárn og timbur
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Leifsstaðaveg og við Stíflubrú 12. - 26. maí.
Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn og enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.
Gámasvæðið við Reykárhverfi hefur verið flutt niður fyrir þjóðveginn og verður farmtíðarstaðsetning þess við Eyjafjarðará, norðan tjaldsvæðis við  Hrafnagilsskóla.
Frá 15. maí verður gámur á gámsvæðinu sem eingöngu er ætlaður undir garðaúrgang.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

-------

Kerfill og Njóli
á undanförnum árum hefur skógarkerfillinn verið að breiða sig út um sveitarfélagið, njólinn er alltaf til staðar og virðist ekki láta undan síga þrátt fyrir ýmsar aðgerðir.
Hvað er til ráða?
Umhverfisnefnd efnir til fræðslufundar um kerfil og njóla í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 15. maí kl. 20.
Bjarni E. Guðleifsson, Ingvar Björnsson og ólafur Vagnsson munu skýra frá niðurstöðum tilraunar um útrýmingu á skógarkerfli og ræða leiðir til að halda þessum tegundum í skefjum.
Allir er láta sig málið varða eru hvattir til að mæta.
Umhverfisnefnd.

-------

Heilar og sælar allar saman
Minni á gönguhópinn á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum sem leggur upp frá Hrafnagilsskóla kl. 20:30. Endilega komið og verið með, hvort sem þið stefnið á kvennahlaupið eða ekki.
Allar alltaf velkomnar!
Bestu göngukveðjur, Steinunn

-------

Til sölu
Til sölu er Hankmó hnífaherfi, þarfnast viðgerðar
Upplýsingar gefur Smári í síma 846 2060

-------

Blómasala umf. Samherja.
Viljum minna á blóma söluna föstudagskvöldið og laugardaginn fyrir hvítasunnu.            Ath. við erum ekki með posa.
Blómvöndurinn kostar 1500 kr.
Með fyrirfram þökk og ósk um góðar móttökur.
Stjórnin.

-------

Aðalfundarboð
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn mánudagskvöldið 14. maí kl. 20:30 í Bangsabúð.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar eftir fundinn.
Stjórnin

-------

Athugið
Hani er í óskilum á Hóli II. Eigandi er vinsamlegast beðinn að vitja hans og sanna eignarhald sitt á honum.
Upplýsingar í síma 463-1336

-------

Uppskera og handverk við Hrafnagilsskóla í ágúst 2007
Nú er skipulagning í fullum gangi vegna hátíðarinnar em verður 10.-12. ágúst.
Næsta sunnudag ætlum við að halda fund, skapa umræður og hugarflug um nútíð og framtíð hátíðarinnar.
Hvernig viljum við til dæmis sjá hátíðina þróast ?
Handverksfólk, hönnuðir og áhugasamir aðilar um handverk og hönnun eru sérstaklega hvattir til að mæta
og taka þátt í umræðunum. Allir velkomnir.
Fundarstaður – Hrafnagilsskóli stofa 7 klukkan 20.30 sunnudaginn 13.maí.
Dóróthea Jónsd
Elmar Sigurgeirsson

-------

Börn og umhverfi
Námskeiðið er á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar og er fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna.
Námskeiðið verður haldið í stofu 9 í Hrafnagilsskóla
laugardaginn 19. maí    kl. 10:00 – 15:00 og
laugardaginn 26. maí kl. 10:00 – 15:00
þátttakendur fá léttar veitingar í hádeginu þeim að kostnaðarlausu.
íþrótta – og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
Ath: það eru örfá pláss laus ef einhver hefur áhuga.
Skráning í síma 463 1590 (Kristín) eða 463 1357 (Nanna) eftir kl. 20:00 á kvöldin.
Getum við bætt efni síðunnar?