Auglýsingablaðið

270. TBL 01. júní 2007 kl. 13:58 - 13:58 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli
Fermingarmessur 2007

Sunnudagur 27. maí, hvítasunnudagur:
Fermingarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00
Freyr Brynjarsson Hólsgerði
Helga Hansdóttir, Skógartröð 3
Hrafn Logi Sigmundsson, Kristnes 6
Hugrún Björnsdóttir, Laugartröð 5
Inga Hildur Jóhannsdóttir, Brekkutröð 4
Jónas Hjartarson, Víðigerði
Margrét Karlsdóttir, Karlsberg
Pétur Elvar Sigurðsson, Vallartröð 3
Steinunn Júlía Rögnvaldsdóttir, Vallartröð 1
Tinna Guðmundsdóttir, ártröð 3
Tómas Karl Benediktsson, Slétta
þorsteinn Sindri Baldvinsson, Kristnes 9
þorvaldur Yngvi Schiöth, Hólshús
þórlaug ásta Sigursteinsdóttir, Sandhólar

Fermingarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 13:30
Andrea þórey Hjaltadóttir, Kvistás
Egill þór ívarsson, Jódísarstaðir
Katrín þöll Ingólfsson, Uppsalir

Mánudagur 28. maí, annar í hvítasunnu:
Fermingarmessa í Möðruvallakirkju kl. 14:00
Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Möðruvellir 1

Sóknarprestur

-------

Sleppingar á afrétt 2007
Heimilt er að sleppa sauðfé á afrétt frá og með 15. júní
og hrossum frá og með 1. júlí.
Landeigendur eru minntir á að gera við fjallgirðingar fyrir sleppingardag.
Fjáreigendur sem hyggjast sækja um undanþágu, um niðurfellingu fjallskila að hluta eða öllu leiti, í samræmi við 17. grein fjallskilareglugerðar Héraðsnefndar Eyjafjarðar skulu skila umsóknunum á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eigi síðar en 30. júní n.k.
þá er ítrekað að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum.
Atvinnumálanefnd

-------

æfingar Umf. Samherja
æfingar Umf. Samherja munu hefjast miðvikudaginn 30. maí næstkomandi kl.: 19:00.
í sumar eru æfingatímar eftirfarandi:
Mánudaga 19:00 – 21:00
Miðvikudaga 19:00 – 21:00
Fimmtudaga 18:00 – 20:00
Knattspyrnuþjálfari verður Guðmundur ævar Oddsson gsm: 862-4515
Frjálsíþróttaþjálfari verður Ari Jósavinsson gsm: 892-0777
Stjórn Umf. Samherja

-------

Vor í lofti
Vorfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn 2. júní kl. 10:30.
Fyrir fundinum liggur áhugaverð dagskrá þar sem m.a. verður rætt um ferðalag sumarsins, okkar árlega dagatal o.fl.
Hvetjum konur til að koma og kynna sér málin yfir dýrindis morgunverðarhlaðborði.
Tökum vel á móti nýjum félagskonum.
Stjórnin

-------

Brotajárn og timbur
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Finnastaðaveg og þverá ytri 26. maí til 9. júní n. k.
Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn og enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.
Gámasvæðið við Reykárhverfi, hefur verið flutt niður fyrir þjóðveginn og verður farmtíðarstaðsetning þess við Eyjafjarðará, norðan tjaldsvæðis við Hrafnagilsskóla. á svæðinu er gámur sem eingöngu er ætlaður undir garðaúrgang.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

-------

Frá Munkaþverársókn
Munkaþverárkirkja verður lokuð um óákveðinn tíma frá og með 1. júní n.k. vegna viðgerða.
Sóknarnefndin

-------

Vorhátíð í Hrafnagilsskóla
Föstudaginn 1. júní verður haldin vorhátíð í Hrafnagilsskóla frá kl. 10:30-13:00 í samvinnu skólans og foreldrafélagsins. Farið verður í leiki og grillað að því loknu í Aldísarlundi. Nánari dagskrá verður send út um miðja næstu viku.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og fagna sumri í leik og gleði.
Stjórn foreldrafélagsins.

Getum við bætt efni síðunnar?