Auglýsingablaðið

372. TBL 12. júní 2007 kl. 12:06 - 12:06 Eldri-fundur

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla
Sumaropnunartími: frá og með 1. júní.
Alla virka daga: 6:30 - 9:30 og 13:00 – 22:00.
Helgar: 10:00 – 18:00.
Verðskrá Börn sund Fullorðnir sund Líkamsrækt
Stakt skipti 150.- 300.- 500.-
10 skipti 1.000.- 2.500.- 3.500.-
30 skipti 2.500.- 6.000.- 8.000.-
árskort 15.000.- 25.000.- 30.000.-
6 mánaðar fjölskyldukort sem gildir fyrir foreldra og börn undir 18 ára aldri: kr. 30.000.-
Ath. Frítt er fyrir börn 7 ára og yngri sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
Sundlaug Hrafnagilsskóla

-------

Frá Hrafnagilsskóla og Smámunasafninu.
Sölvi flytur í Sólgarð.
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 1.- 4. bekk kynnt sér söguna um landnám Helga magra og sérstaklega afdrif galtarins Sölva sem Helgi flutti með sér frá Noregi.
Hvert barn bjó til sinn grís og standa þeir núna við skólann.
Laugardaginn 9. júní verður tekið á móti Sölva og öllum hans afkomendum til sumardvalar í Sólgarði. Nemendum er boðið ásamt foreldrum að koma í heimsókn, skoða Smámunasafnið í leiðinni og þiggja veitingar.

-------

Tapað – fundið
ágætu sveitungar
Föstudaginn 25 maí síðastliðinn var vorhátíð leikskólans Krummakots haldin í Laugarborg. Eftir hátíðina fannst “videóupptökuvél” sem er JVC vél, grá og svört að lit. Ef einhver saknar svona vélar þá er hún í Krummakoti. s: 464 8120
Anna Gunnbjörnsdóttir.

-------

Húsnæði óskast
Móður, sem er að fara að vinna í Hrafnagili, og hennar þrjú börn vantar 3-5 herb. íbúð/hús frá 1. ágúst eða í haust. Ef þú hefur húsnæði og getur leigt mér vinsamlega hringdu í mig í síma 4663246/8613246

-------

Frá Kvenfélaginu Hjálpinni
Við minnum á óformlega og afslappaða samkomu 17. júní í Leyningshólum – nánar auglýst í næsta dreifibréfi.
Stjórnin
-------
Iðunnarkonur
þá er komið að verkefni sumarsins.
Mætum á þriðjudagskvöldið 12. júní kl 20:00 í Laugarborg.
Saumavél og góð skæri æskileg en alls ekki skilyrði.
“Kaffi og …”
Yfirsaumakerlingin

-------
OPNUM SKOTTIN - BEINT úR BíLNUM.
Flóamarkaður er fyrirhugaður á túninu sunnan við Sólgarð, sá fyrsti núna um helgina og svo eftir þörfum í sumar. Heimilt er að koma með allt milli himins og jarðar, ætt og óætt. þetta er tækifæri til að koma munum aftur í notkun sem þurft hafa að dúsa í geymslunni lengi og ekki fengið að njóta sín sem skyldi.
þátttaka er öllum heimil og að kostnaðarlausu, en æskilegt að láta vita um þátttöku í síma 4631261 eða 8651621 Guðrún.
-------

Gæðingamót Funa
Gæðingamót Funa og úrtaka fyrir Fjórðungsmót í Norðausturfjórðungi verður haldið á Melgerðismelum laugardaginn 16. júní n.k. og hefst kl. 10.
Keppt verður í A- og B-flokki, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og í 100 m skeiði með fljótandi starti.
Skráning hjá Birgi í Litla-Garði í tölvupóstfang herdisa@nett.is eða 896 1249, en taka þarf fram grunnskráningarnúmer hrossa sem skráð eru og kennitölu knapa. Skráningu lýkur föstudaginn 15. júní kl. 20.
Mótanefnd Funa

-------

Vinnukvöld á Melgerðismelum
Miðvikudagskvöldið 13. júní verður vinnukvöld á Melgerðismelum. Vellir verða yfirfarnir, slegið í kring um þá og snúrur lagfærðar. þeir sem geta lagt félaginu lið eru vinsamlegast beðnir að mæta á Melgerðismela upp úr kl. 20 með sleggjur, hrífur o.þ.h., en nánari upplýsingar veitir Jónas formaður í síma 860 9090.
Stjórn Funa

-------
Kvennahlaup íSí
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 16. júní undir leiðsögn Steinunnar ólafs. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. þátttökugjald er 1000 krónur.
á sama tíma verður ýmislegt um að vera fyrir börnin s.s. kassaklifur í íþróttasalnum, boltaleikir á útivöllum og eins og undanfarin ár verða hestar frá hestamannafélaginu Funa á staðnum. Eftir hlaupið verður létt hressing fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins.
Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum milli kl. 10:30 og 12:00 og mælir blóðþrýsting hjá gestum og gangandi.
Vonumst til að sjá sem flesta.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
-------
æfingaráætlun umf.Samherja.
æfingartímar verða mánudaga frá 19:00 – 21:00, miðvikudaga frá 19:00 – 21:00, fimmtudaga frá 17:30 -19:30 ath.breyttan tíma.
Stelpur athugið, á mánudögum frá 18:00 – 19:00 og þriðjudögum frá 18:00 – 19:00 eru knattspyrnuæfingar eingöngu fyrir stelpur, nú er um að gera að mæta.
Knattspyrnuþjálfari er Guðmundur ævar Oddsson gsm: 862-4515.
Frjálsíþróttaþjálfari er Ari Jósavinsson gsm: 892-0777.
á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 20:30-22:00 ætla stóru strákarnir að iðka knattspyrnu. Allir velkomnir að vera með.
Umsjón: Pálmi þorsteinsson sími 861-8800
Stjórn Umf. Samherja.

-------

Fréttamolar frá Uppskera og handverk 2007
Breyttur opnunartími :
Hátíðin verður haldin dagana 10.-12.ágúst þetta árið, frá föstudegi til sunnudags – opnar klukkan 10 alla dagana og stendur til klukkan 19.
ákveðið var að prófa nýjan opnunartíma því fjöldi ferðamanna á Norðurlandi þessa helgi er gífurlegur, flestir vilja taka daginn snemma og því
er upplagt að byrja góðan dag á blómlegri hátíð við Hrafnagilsskóla :).
þema hátíðarinnar er “kornið” og unnið er markvisst í samvinnu við Landsamband kornbænda, Kornræktarfélagið Akur og Búgarð að uppbyggingu kynningarsvæðis sem verður einkennandi fyrir þemað. Nú þegar hefur verið sáð fyrir íslenskum afbrigðum korns á sýningarsvæðinu ásamt því að unnið verður úr alíslensku hveiti, heilhveiti og byggi. Hálmfléttingar og vinnsla á verkum úr korni verður á sérstökum þemabásum.
Samstarfsaðilar hátíðarinnar munu standa að kynningu í máli og myndum í tengslum við kornið. Við auglýsum eftir athygliverðum tækjum og tólum sem tengjast kornrækt á einn eða annan hátt sem hægt væri að hafa til sýnis á hátíðinni.
-------

Sleppingar á afrétt 2007
Minnt er á að heimilt er að sleppa sauðfé á afrétt frá og með 15. júní og hrossum frá og með 1. júlí.
Landeigendur eru minntir á að gera við fjallgirðingar fyrir sleppingardag.
í 11. gr. Girðinagarlaga segir:
“Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim.
Samgirðingu sem lögð er samkvæmt ákvæðum 5.–10. gr. er skylt að halda við, þannig að hún sé gripheld, svo fljótt sem verða má eftir að snjóa leysir og þar til snjó leggur.”
þá er ítrekað að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum.
Atvinnumálanefnd

-------

Veraldarvinir
Stuðningur við umhverfisverkefni.
Veraldarvinir er hópur ungs fólks víðsvegar úr heiminum sem ferðast milli landa og tekur þátt í ýmiss konar verkefnum, ekki síst umhverfisverkefnum.
á tímabilinu 30. júlí til 7. ágúst n. k. verða nokkrir Veraldarvinir staddir í Eyjafjarðarsveit og eru tilbúnir til að leggja sitt að mörkun til fegrunar umhverfisins. ýmislegt kemur til greina s. s. eftirfarandi:
• Að fjarlægja gamlar og óþarfar girðingar.
• Að tína saman rusl á víðavangi.
• Að safna saman brotajárni úr úthögum, af hólum og úr skurðum.
og koma því á staði þar sem aðgengilegra til brottflutnings.
• Viðgerðir á girðingu.
• ýmislegt annað.
þeir sem vilja notfæra sér þetta framlag hafi samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og geri grein fyrir þeim verkum sem þeir vilja láta vinna eða fá aðstoð við. Ekkert gjald er tekið fyrir nema þeir sem nýta sér vinnu Veraldarvinanna leggja þeim til fæði þann tíma sem þeir nóta framlags þeirra.
Umsóknarfrestur er til 25. júní n. k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
-------
Brotajárn og timbur
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Rifkelsstaði og Hólakot 9. júní til 16. júní n. k.
Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn og enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

-------

Skólaferðalag 10. bekkjar vorið 2007
Við mættum í skólann mánudaginn 21. maí tilbúin í slaginn og keyrðum fyrst á Bakkaflöt þar sem við fengum íslenskt lambalæri og meðlæti að hætti íslenskra húsmæðra. Svo klæddum við okkur í flúðagallana (sem voru að margra mati aðeins of þröngir) og keyrðum í fornfálegri rútu inn að ánni þar sem við skelltum okkur í bátana. Ferðin niður ána gekk ljómandi vel. Eftir flúðasiglinguna keyrðum við til Reykjavíkur, komum okkur fyrir á Hótel Björk og fengum okkur kvöldverð á Pottinum og Pönnunni. Eftir matinn beið okkar Hummer glæsivagn sem skutlaði okkur í lúxussalinn í Smárabíóinu.
á þriðjudagsmorgun var byrjað á frjálsum tíma í Kringlunni, farið í Keiluhöllina í öskjuhlíð, litbolta í Straumsvík og endað á notalegum sundspretti í árbæjarlauginni. Eftir það var ekið á náttstað að Fosshóteli Nesbúð á Nesjavöllum.
Við vöknuðum snemma á miðvikudagsmorgun tilbúin með afmælissöng fyrir Helgu Björgu. Eftir sönginn löbbuðum við í Adrenalíngarðinn sem staðsettur er þarna beint á móti. þar var mikið um háloftaleikfimi og margir ögruðu sjálfum sér og sigruðust á lofthræðslunni. í hádeginu var borðað á veitingastaðnum Hafinu Bláa við ósa ölfusár. þar er frábært útsýni og óhætt að mæla með matnum og þjónustunni. Síðan fórum við á hestbak hjá Eldhestum og sund á Selfossi á eftir. þegar við komum aftur á Nesbúð var kominn kvöldmatur og á eftir fengum við súkkulaðiköku í tilefni þess að afmælisbarn var í hópnum.
Fimmtudagurinn byrjaði snemma með morgunmat og frágangi. Við fórum í sjóstangveiði með bátnum Eldingu en það urðu margir sjóveikir um leið og landfestar voru leystar. á bátnum fengum við stöng í hönd og byrjuðum að fiska. Veiðin gekk ekki að óskum og aflinn reyndist enginn. Eftir þessa tilraun sigldum við til Viðeyjar og lentum í ekta íslensku vetrarveðri. Sem betur fer vorum við með kjötmeti sem við grilluðum í hvassviðrinu. Eftir matinn fórum við í mismunandi leiki og prófuðum m.a. blo-kart bíla sem eru knúnir áfram með vindorkunni einni saman. Til að þrífa af sér fiskislenið var haldið í Laugardalslaugina og síðan fengum við pizzur og ís á Pizza Hut. þreytt og pakksödd héldum við heim á leið í sveitina, alsæl eftir mjög skemmtilegt ferðalag.
ástæða þess að við komust í þessa frábæru ferð er sú að sveitungar okkar og ættingjar hafa stutt okkur í öllu okkar “fjáröflunarbrölti” og viljum þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn.
Kærar kveðjur,
Anna María Sigurðardóttir, Sólgarði - Arna Mjöll Guðmundsdóttir, Holtsseli
Auður Jóna Einarsdóttir, Sunnutröð 1 - Bryndís ösp Hearn, Kroppi
Egill Már Kristinsson, Espihóli - Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, Brekkutröð 6
Halldór örn Tryggvason, Heiðarlundi 6 b - Helga Björg Garðarsdóttir, Hleiðargarði
Helga Sif óladóttir, þórustöðum 5 - Hildur Inga Magnadóttir, Stekk
Hörður Kristófer Bergsson, Hvassafelli - Jóhann Axel Ingólfsson, Uppsölum
Jóhann Karl Briem, Garðsá - Jón Guðni þórarinsson, Asparhóli
Lína Björk Stefánsdóttir, Brúnahlíð 2 - Margrét ársælsdóttir, Uppsölum
Sindri Thorlacius, öxnafelli - Stefán Bjarnason, Ytra-Laugalandi 2
Tryggvi Hlíðberg óskarsson, Grænuhlíð - úlfhildur Ragna örnólfsdóttir, frá Hólakoti

-----

Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Skólaslit Tónlistarskólans voru 30. maí s.l í Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Skólastjóri sagði frá starfseminni í vetur og afhenti prófskírteini fyrir áfangapróf en 7 nemendur luku grunnprófi í vetur. 175 nemendur voru skráðir við skólann þar af 117 í Eyjafjarðarsveit sem er um 11% íbúa sveitarfélagsins þarna er eingöngu átt við nemendur í einkatímum, forskólanemendur eru ekki inn í þessari tölu.
í fyrsta sinn var veittur styrkur úr minningarsjóði um Garðar Karlsson kennara sem lést árið 2001. það var Valdimar Gunnarsson sem afhenti styrkinn fyrir hönd sjóðsins en stjórnina skipa: Eiríkur G. Stephensen fulltrúi tónlistarskólans, Valdimar Gunnarsson fulltrúi Eyjafjarðarsveitar og Vigdís Garðarsdóttir fulltrúi fjölskyldu Garðars. Styrk úr sjóðnum hlaut Halldór Rafn Jóhannsson, 17 ára hornnemandi við skólann og er styrkurinn veittur til hljóðfærakaupa. Halldór Rafn hóf á sínum tíma tónlistarnám hjá Garðari í forskóla og vaknaði þar áhugi hans á áframhaldandi tónlistarnámi. Níu ára gamall hóf Halldór nám á alt horn og síðan franskt horn og hefur hann síðan lært á það hljóðfæri.
Halldór hefur lokið grunnprófi á hornið og stefnir á miðpróf næsta vetur. í vetur hefur hann tekið gífurlega miklum framförum og hafði það áhrif á val stjórnar sjóðsins, auk þess að hann hefur hug á að fjárfesta í vönduðu hljóðfæri. Styrkurinn sem veittur var er að upphæð 75 þúsund krónur.
Tónlistarskólinn óskar Halldóri Rafni til hamingju með styrkinn og óskar honum velfarnaðar í námi.
Tónlistarskólinn veitti að auki viðurkenning fyrir frammistöðu í námi og var það Kristín Björnsdóttir hljómborðsnemandi sem fékk þau fyrir dugnað og vandvirkni. Kristín hefur verið nemandi við skólann frá stofnun hans og mest allan tímann verið nemandi Dórótheu Dagnýjar Tómasdóttur, píanókennara. Kristín hefur alla tíð verið dugleg að sækja tíma og er mjög duglegur og vandvirkur nemandi.
Tónlistarskólinn óskar Kristínu til hamingju með og þakkar henni tryggðina sem hún heldur við skólann.
Getum við bætt efni síðunnar?