Auglýsingablaðið

383. TBL 24. ágúst 2007 kl. 13:08 - 13:08 Eldri-fundur
Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Sundlaug Hrafnagilsskóla opnar á ný eftir framkvæmdir á mánudagsmorgun.

Opnunartíminn í vetur verður sem hér segir:

Alla virka morgna 6:30-8:00
Mánudaga og föstudaga 14:00-22:00
þriðju-, miðviku- og fimmtudaga 17:00-22:00
Laugardaga og sunnudaga 10-17

Sundlaug Hrafnagilsskóla


Frá Hrafnagilsskóla.

Mánudaginn 27. ágúst verður Hrafnagilsskóli settur.
Skólasetningin verður í íþróttahúsinu og hefst kl. 10:30.
Að athöfninni lokinni fara nemendur, ásamt foreldrum, í sínar heimastofur og hitta umsjónarkennara.

Foreldrar nemenda í 3. og 8. bekk, svo og foreldrar nýrra nemenda í 4.-7. bekk, eru boðaðir til kynningarfundar fyrir skólasetningu. Fundurinn hefst kl. 9:30 og er haldinn í stofum 6 og 7.

Skólastjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

þá er kominn tími til að opna bókasafnið og verður það opið sem hér segir í vetur:
Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.

á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Hvernig væri að líta á úrvalið af föndurbókum eða bókum um skógrækt eða hesta eða jarðfræði eða stjörnurnar eða tímastjórnun eða matreiðslu eða.…?
Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

Bókavörður
Tónlistarhúsið Laugarborg

Vetrarstarfið að hefjast

N. k. laugardag verður bæklingi með vetrardagskrá Tónlistarhússins Laugarborgar dreift í Eyjafjarðarsveit. Fyrstu tónleikar vetrarins verða haldnir sunnudaginn 2. september. þar koma fram Sólrún Bragadóttir óperusöngkona og Sigurður Flosason saxófónleikari.
Tónleikarnir verða haldnir í samstarfi við FíT og kvenfélagið Iðunni sem reiðir fram sunnudagskaffið

Tónlistarhúsið Laugarborg



Athugið

Hún Skotta okkar, sem er 4. mánaða kettlingur, hefur ekki sést síðan s. l. mánudag. Hún er mjög gæf og hlýðir kalli. Hún er þrílit, að mestu hvít en allt skottið á henni er bröndótt og nokkrir blettir á andliti og afturfótum. Hún er ómerkt. Við viljum endilega hvetja nágrana okkar til þess að veita henni athygli, kíkja í trén hjá sér o.fl. Hennar er sárt saknað.

Berglind og Svala Huld, Hrafnagili, s: 463 1197, 693 6524



Snúrustaurar til sölu.

Stórir og stæðilegir snúrustaurar til sölu, kr.10.000.-parið.

Upplýsingar í síma 435 0033, verðum heima
á sunnudaginn og svo á kvöldin.

Steini og Dísa, Sámsstöðum



Aldan-Voröld.

óvænt uppákoma! Opnið tölvupóstinn ykkar!!

Hittumst í Brúnahlíð 8 um kl. 15:30 í dag laugardaginn 25.8.07.
Ef einhverja vantar far hingað hafið þá samband í síma 8616633.

Kveðja Sigrún



Uppskeruhátíð UMSE.

Uppskeruhátíð UMSE verður haldin föstudaginn 31. ágúst n.k. Hátíðin verður haldin í félagsheimilinu Laugaborg og hefst hún stundvíslega kl. 19:30. á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir Aldursflokkamótið í frjálsum íþróttum. Einnig verða grillaðar pylsur, spilað bingó og ef veður leyfir farið í leiki utan dyra. Við hvetjum alla til þess að mæta og taka þátt í þessu með okkur.

Stjórnin
FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI

ágætu sveitungar.
Sannlega hefur þetta verið gott sumar og gjöfult.það ber að þakka.Guð blessi heimili ykkar.
Hér koma svo drög að messum og helgistundum fram til áramóta.

Sunnudaginn 26. ágúst.-Helgistund í Kaupangskirkju kl.21:00
Við biðjum fyrir sveitungum.Vinsamlegast komið með nöfn þeirra sem biðja á fyrir á blöðum .

Sunnudaginn 16. september. Messa í Grundarkirkju kl.11:00
Væntanleg fermingarbörn mæti ásamt með aðstandendum.Fundur um fermingarmál eftir athöfn.

Sunnudaginn 16. september. Helgistund í Saurbæjarkirkju kl14:00
Nánar auglýst síðar.

Sunnudaginn 7. október. Helgistund í Munkaþverárkirkju kl.21:00
Beðið fyrir sveitungum.

Sunnudaginn 14. október. Messa í Grundarkirkju kl.11:00

Sunnudaginn 28. október. æskulýðsmessa í Möðruvallakirkju.kl.11:00

Sunnudaginn 4. nóvember. Messa allra heilagra í Munkaþverárkirkju kl.
21:00. Altarisganga.

Sunnudaginn 11. nóv. Messa í Grundarkirkju kl.11:00

Sunnudaginn 25. nóv. Helgistund í Hólakirkju kl.21:00
Beðið fyrir sveitungum.

Sunnudaginn 9. desember. Aðventukvöld í Grundarkirkju kl.21:00

Aðfangadagur 24. des. Hátíðamessa í Grundarkirkju kl.22:00

Jóladagur 25. des. Hátíðamessa í Saurbæjarkirkju kl.11:00 og sama dag kl.13:30 í Kaupangskirkju.

Annar jóladagur 26. des. Barnamessa í Hólakirkju kl.11:00 og sama dag helgistund í Möðruvallakirkju kl13:30

Gamlaársdagur. Hátíðamessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00

þetta er birt með fyrirvara.
Kær kveðja í sveitina
Hannes
Getum við bætt efni síðunnar?