Auglýsingablaðið

384. TBL 31. ágúst 2007 kl. 13:44 - 13:44 Eldri-fundur
Frá Eyjafjarðarsveit

Skólaakstur- framhaldsskólar.

Nemendur úr Eyjafjarðarsveit sem stunda nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann eiga þess kost að nýta sér skólaakstur að Hrafnagilsskóla og fara svo áfram þaðan með bíl frá SBA til Akureyrar. Fyrirkomulagið verður sem hér segir:
Viðkomandi nemendur fara með bílum SBA í venjulegri áætlun þeirra að morgni að Hrafnagilsskóla. þaðan fara þeir saman í bíl til Akureyrar að biðstöð SVA í þórunnarstræti gegnt heimavist MA. þaðan þurfa þeir svo að ganga þann spöl sem eftir er að MA eða VMA.
Eftir hádegi verður bíll á ferðinni frá Akureyri og mun hann koma við á biðstöðinni í þórunnarstræti á þessum tímum:
á mánudögum kl. 13.45
á þriðjudögum kl. 13.45
á miðvikudögum kl. 11.45 og 15.15
á fimmtudögum kl. 13.05 og 15.15
á föstudögum kl. 13.05
Stjórnendur beggja framhaldsskólanna á Akureyri hafa samþykkt að þeir sem notfæra sér þessa þjónustu mæti síðar en aðrir í fyrsta tíma að morgni en gert er ráð fyrir að komutími að biðstöðinni við þórunnarstræti verði um kl. 08.20 – 0830.
þjónusta þessi er gjaldfrí


Starf á þjónustudeild.
Eyjafjarðarsveit auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns/húsvarðar við Hrafnagilsskóla og við ýmiss önnur tilfallandi verkefni hjá sveitarfélaginu. Starfið skiptist nokkuð að jöfnu milli þessara viðfangsefna. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Umsóknarfrestur er til 10. sept. 2007.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður í
síma 463 1335 eða 861 7620 frá kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga.
Sveitarstjóri



Tónlistarhúsið Laugarborg

Vetrardagskrá
Bæklingi með vetrardagskrá Tónlistarhússins Laugaborgar verður dreift með auglýsingablaðinu í dag.
Tónlistarhúsið Laugarborg



Varnir.is
Netverslun
Nú er rétti tíminn til að eitra í rúllustæður
Höfum tekið hundafóður og kattafóður til sölu í verslun okkar http://varnir.is Allur búnaður til meindýravarna, vinnufatnaður, kuldagallar, peysur, límbakkar, safnkassar. Eyði meindýrum, s. s. skordýrum silfurskottum, músum og rottum. Hægt er að greiða í versluninni, með bankainnleggi eða með kreditkorti á öruggann hátt.
http://varnir.is
Magnús Svavarsson meindýraeyðir. Sími 461-2517 og 898-2517



Aðalfundur Freyvangsleikhússins

árlegur aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn í Freyvangi þann 12. september næstkomandi og hefst kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf og lagðar fram lagabreytingar. Allir velkomnir, nýir félagar skráðir í félagið á staðnum.

Freyvangsleikhúsið er eitt af stærstu áhugaleikfélögum á landinu og þarf fjölbreyttan hóp áhugamanna til að starfa. Leikarar, ljósamenn, búningahönnuðir, smiðir, þetta er aðeins brot af þeim störfum sem félagar í Freyvangsleikhúsinu taka að sér. Margar hendur vinna létt verk og við vonumst til að hafa stuðning sem flestra í vetur.

Fljótlega kemur svo heimasíðan úr sumarfríi. – www.freyvangur.net –

Stjórn Freyvangsleikhússins



Haustmarkaður

Kvennakór Akureyrar verður með markað og kaffisölu í dag, laugardaginn 1. sept. kl 12-17 að Marki, Vaðlaheiði.
Til sölu verða sultur, kökur og ýmislegt gamalt dót.
Kaffi og vöfflur með rjóma.




Frá Umf. Samherjum

Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð umf. Samherja verður haldinn laugardaginn 22. september 2007, kl. 11.00 til 13.00.
Nánar auglýst síðar

útiæfingar.
þá er útiæfingum lokið þetta haustið, nema hjá 4. flokk sem stefnir á mót helgina 14.-16. sept. Upplýsingar um það og æfingar sem eiga að vera, verða á blog.central.is/samfot
Inni æfingarnar verða auglýstar þegar þær byrja.

úlpur úlpur
það eru ennþá eftir nokkrar góðar úlpur ef einhver á eftir að fá sér úlpu. Hafið þá endilega samband við Kristínu í síma 8462090, eða þorgerði í síma 6602953.

íþróttagallar
Einnig er hægt að panta íþróttagallana sem við höfum verið með frá Henson, þeir kosta 5500kr. Pöntunarsíminn er 8462090 Kristín.

Bændadagshlaup
Bændadagshlaupið er í umsjón umf. Samherja þetta árið og verður haldið við Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 6. sept. kl. 17.30. Nú er um að gera að fjölmenna og hafa gaman af. Keppendur frá frítt í sund á eftir.
þetta er liðakeppni á milli félaga innan UMSE. þetta er skiptingin í hlaupin
8 og y 500-600m
9-10 ca 1000m
11-12 ca 1500m
13-14 ca 1500m
15 + 3000-4000m
Skemmtiskokk fullorðinna ca 2000m

Bestur kveðjur, stjórnin.
Getum við bætt efni síðunnar?