Auglýsingablaðið

387. TBL 21. september 2007 kl. 12:52 - 12:52 Eldri-fundur

Sundleikfimi fyrir aldraða

Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang í Kristneslauginni undir stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara.
Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 15:00 og hefjast fimmtudaginn 4. október. Alls verða tímarnir 9, þátttakendum að kostnaðarlausu.

áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá Kirsten í síma 463 1189
fyrir föstudaginn 28. september

Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama og sál með
liðkandi æfingum í vatninu.

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar
Frá Félagi aldraðra

Vetrarstarf félagsins hefst mánudaginn 24. september kl. 14:20 í Hrafnagilsskóla.
þórdís ólafsdóttir verður í fríi í vetur en Guðrún Steingrímsdóttir kemur til starfa hjá okkur og verður með sýnishorn og kynningu á mánudaginn.
Að öðru leyti er sama starfslið og síðast liðinn vetur.

Verið hjartanlega velkomin í félagsstarfið

Stjórnin
Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3 – 5 ára

íþrótta- og tómstundanefnd hefur áhuga á að halda leikjanámskeið fyrir börn sem fædd eru á árunum 2002, 2003 og 2004 og eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit. því miður hefur ekki enn tekist að fá þjálfara til þess að sjá um það. Ef þið, kæru sveitungar, vitið af einhverjum þjálfara handa okkur verið svo væn að láta okkur vita.

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar

Kristín 463 1590, Nanna 463 1357, Lilja 463 1511, Elmar 891 7981 og þórir 862 6832
Leikfimi
Kæru sveitungar

Anna Rappich hefur boðist til að vera með alhliða leikfimi fyrir karla og konur í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla.
Tímarnir verða á miðvikudögum kl. 17:00 og laugardögum kl. 11:00. Verð fyrir 12 skipti er 6.000.- krónur.
Til að námskeiðið standi undir sér þurfum við a.m.k. 20 þátttakendur. Ef sá fjöldi næst ekki verður það ekki haldið.

áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá eftirtöldum
fyrir föstudaginn 28. september.

Kristín sími: 463 1590
Nanna sími: 463 1357
Lilja sími: 463 1115
Athugið

óska eftir að kaupa þurran hálm til undirburðar

Gunnbjörn á Finnastöðum, sími 862 6823
332. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 26. sept. 2007, kl. 09.00.

Dagskrá:
1. Fundargerð menningarmálanefndar 116. fundur 12. september 2007.
2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 110. og 111. fundur, 10. og 17. sept 2007.
3. Fundargerðir skólanefndar 164. og 165. fundur, 10. og 17. september 2007.
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar 103. fundur 5. september 2007.
5. Fundargerð frá opnun tilboða í fasteignir dags. 18. september 2007.
6. Erindi Jóhönnu Elínar Halldórsdóttur og Karls R. þórhallssonar dags. 18. september 2007, umsókn um að íbúðarhús þeirra í landi öngulsstaða hljóti nafnið Borg.
7. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði og fl., dags. 7. september 2007.
8. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 5. september 2007, varðandi verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
9. Hluthafafundur í Flokkunar ehf., 28. september 2007.

Sveitarstjóri
Getum við bætt efni síðunnar?