Auglýsingablaðið

389. TBL 05. október 2007 kl. 13:59 - 13:59 Eldri-fundur

Stóðrétt á Melgerðismelum

Laugardaginn 6. okt. verður hrossum réttað í Melgerðismelarétt kl. 13:00.
Selt verður vöfflukaffi á réttinni.
Um kvöldið verður opið hús í Funaborg. Húsið opnar kl. 21:00

Hestamannafélagið Funi




Aldan Voröld

Nú er komið að haustfundi. Hann verður haldinn föstudaginn 12. október kl. 20:00 í Freyvangi. Vetrarstarfið rætt.
Hittumst hressar

Stjórnin




Undirbúningur fyrir Kabarett

Nú líður á haustið og Kabarett handan við hornið en fyrirhugað er að sýna 2. og 3. nóvember næstkomandi. Mánudagskvöldið 8. október kl. 20.30 verður fyrsti kabarettfundur í Freyvangi og eru allir sem komnir eru yfir 15 ára aldur, og hafa áhuga á að taka þátt, velkomnir. þá er einnig vert að taka fram strax að 16 ára aldurstakmark verður á sýninguna laugardaginn 3. nóvember.
Allir aldurshópar velkomnir á sýninguna föstudaginn 2. nóvember.

Freyvangsleikhúsið




Frábær leikmunur til sölu hjá Freyvangsleikhúsinu!

Aðalleikarinn úr leikriti síðasta vetrar, Prímadonnunum, er til sölu. þá er að sjálfsögðu átt við sófann á myndinni. Hann er nýuppgerður og eins og nýr. Antík eins og hún gerist best. þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Dóra í síma 8976083.




Haustfundur Iðunnar

Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg sunnudagskvöldið 7. október n.k. kl. 20:30. áhugaverð dagskrá liggur fyrir fundinum. Nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar
Stjórnin




Athugið

Leikfiminámskeiðið sem Anna Rappich ætlaði að vera með í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla verður ekki haldið vegna ónógrar þátttöku.

íþrótta- og tómstundanefnd




Eyvindur 2. leit

Efnisöflun er hafin í blaðið og eru allar ábendingar um efni til birtingar og aðsendar greinar vel þegnar. Hægt er að senda efni í tölvupósti á netfangið abs1@hi.is eða hafa samband við ritnefnd.





æfingar hjá Ungmennafélaginu Samherja

Frjálsar íþróttir
Mánudaga kl. 14:15 – 15:15 fyrir 10 ára og yngri
og kl. 15:15 – 16:45 fyrir 11 ára og eldri.
þriðjudagskvöld kl. 19:00 – 20:30 – munið eftir sundfötunum.
þjálfari er Ari Jósavinsson

Sund
Fimmtudaga kl.13:30 – 14:30 fyrir 12 ára og yngri, og kl. 15:30 – 16:30 fyrir 13 ára og eldri.
þjálfari er Ari Jósavinsson

Fótbolti
þriðjudaga kl.14:10 – 15:00 fyrir 11 ára og yngri
og kl. 15:00 – 16:00 fyrir 12 ára og eldri.
Föstudaga  kl. 13:30 – 14:30 fyrir 11 ára og yngri
og kl. 14:30 – 16:00 fyrir 12 ára og eldri.
þjálfari er Elías Hrefnuson
Miðvikudaga kl. 16:00 – 17:00 fyrir stelpur.
þjálfari er Eva Birgisdóttir

Hnit / Badminton
þriðjudaga kl. 16:00 – 17:00 fyrir alla.
Laugardaga kl. 11:00 - 12:00 fyrir alla.
þjálfari er Ivan Falck-Petersen

Nánari upplýsingar gefur Kristín Hermannsdóttir í síma 846 2090
Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Með íþróttakveðju, stjórn Samherja




Foreldrar ath.

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn þriðjudaginn 16. október kl. 20:30. Að loknum aðalfundi munu Björk Sigurðardóttir og ólöf ása Benediktsdóttir kennarar við Hrafnagilsskóla kynna fjölbreyttar leiðir að námsmati.  

Til þess að foreldrafélagið megi starfa áfram þarf að manna allar stöður.  Nú vantar 3 fulltrúa í stjórn foreldrafélagsins og 1 fulltrúa í foreldraráð. áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Steinunni s: 463 1112, Dóru s: 555 1194  eða Hörpu s: 461 2994.

Fundurinn verður nánar auglýstur í næsta fréttablaði en endilega takið kvöldið frá!



333. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. okt. 2007 kl. 16.00.

Dagskrá:
1. Fundargerð menningarmálanefndar, 117. fundur, 3. okt. 2207.
2. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar ásamt fylgiskjölum, 230. og 231. fundur, 10. og 26. sept. 2007.
3. Fundargerð stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga, 746. fundur, 28. sept. 2007.
4. Viðauki við samning Eyjafjarðarsveitar við Akureyrarbæ um stofnanaþjónustu fyrir aldraða.
5. Minnisblað sveitarstjóra dags. 2. okt. 2007, um mótun fræðslu- (skóla)stefnu fyrir Eyjafjarðarsveit.
6. Minnisblað sveitarstjóra og skólastjóra Hrafnagilsskóla dags. 2. okt. 2007, um húsnæðismál skólans vegna samnýtingar á kennslustofu fyrir myndmennt og handíð.
7. Minnisblað skrifstofustjóra um nefndarmannagátt og rafræna útsendingu gagna.
8. Uppskeru- og handverkshátíðin 2007, fjárhagur, bráðabirgðauppgjör.
9.  Stofnkostnaður sundlaugar á árinu 2007, fjárhagur, bráðabirgðauppgjör.
10. PACTA, beiðni um umsögn vegna sameiningar 1.8 ha skika úr Vökulandi II við Ytra-laugaland.
11. Skýrsla VGK-Hönnunar hf. um ástand og úrbætur vegna fráveitu í Brúnahlíð, sept. 2007.
12. Erindi Huldu Jónsdóttur dags. 17. sept. 2007, beiðni um leyfi frá störfum í félagsmálanefnd til loka maí 2008.
13. Fundargerð skipulagsnefndar, 88. fundur, 4. okt. 2007.
14. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
15. Breyting á skipan skólanefndar.

Til kynningar:
a. Greinargerð kynnt fjárlaganefnda Alþingis 28. sept. 2007.

Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?