Auglýsingablaðið

390. TBL 12. október 2007 kl. 13:41 - 13:41 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli

ég minni á messuna á Grund sunnudaginn 14. okt. kl. 11:00

Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Skólakór Hrafnagilsskóla í Grund syngur. Tónlist messunnar verður eftirfarandi, fyrir utan for- og eftirspil:

Mitt faðirvor - Lag Karl Frímannsson, ljóð Kristján frá Djúpalæk
Kom lát oss syngja söng - Lag Carlos Rosa, ljóð Kristján Valur Ingólfsson
Hönd mín er þín - Lag Atli Heimir Sveinsson, ljóð Sigurbjörg þrastardóttir
það sem augu mín sjá - Lag Ragnhildur Gísladóttir, ljóð Hjörtur Pálsson
Döggin á rósum úr Söngvaseið
Ef þig langar að syngja þinn söng - Lag Bengt Ahlfors, ljóð Heimir Pálsson

Organisti: Daníel þorsteinsson

Gleðjumst með Guði og börnum okkar

Hannes
Atvinna

Starfsmann ventar í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Um er að ræða 50% starf. Vinnutími er kl. 10:00 – 14:00 virka daga.

Upplýsingar gefur Valdemar í síma 897 4792.
Brotajárn og úrgangstimbur

Gámar fyrir brotajárn og úrgangstimbur verða staðsettir við Stíflubrú og á gatnamótum Finnastaðavegar og Eyjafjarðarbrautar vestri frá og með
13. okt. - til og með 19. okt.

Munið að ganga vel um gámana og blanda ekki í sama gáminn
timbri og járni.

Af gefnu tilefni er ítrekað að þessir gámar eru ekki ætlaðir fyrir annan úrgang. Rafgeyma, olíur og málningarúrgang má alls ekki setja í gáma eða skilja eftir á gámasvæðunum.
Slíkum efnum þarf að koma til Endurvinnslunnar við Réttarhvammsveg á Akureyri (norðan við Gúmmívinnsluna).

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Foreldrar og forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn í Hrafnagilsskóla, stofu 7, þriðjudaginn 16. október kl. 20:30.  Efni fundarins eru:

a)    skýrsla formanns
b)    skýrsla gjaldkera
c)    kosning stjórnar og í foreldraráð
d)    önnur mál

Að loknum aðalfundi munu Björk Sigurðardóttir og ólöf ása Benediktsdóttir kennarar við Hrafnagilsskóla kynna fjölbreyttar leiðir að námsmati.  

Girnilegar veitingar verða í boði stjórnar!  Fjölmennum.

Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla
Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2007 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

•    áhersla á vetrartímann (vetrarmenningu og vetrarlist)
•    Samstarf yfir vetrartímann milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
•    Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
•    Skapandi starf fyrir börn og unglinga

Umsóknarfrestur er til og með 31. október.  úthlutun fer fram í nóvember.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá Menningarfulltrúa Eyþings Strandgötu  29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is

í tengslum við úthlutunina verður menningarfulltrúi með viðtalstíma á
Akureyri 22. og 23. október  kl. 13-17 á skrifstofu menningarfulltrúa Strandgötu 29, 3. hæð
Tónleikar í Laugarborg

Sunnudaginn 14. október n. k. kl 14:00 verða tónleikar í Laugarborg þar sem fram koma nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar og KK. Tónleikarnir eru afrakstur blús-námskeiðs sem KK hélt fyrir Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.

Athugið

á einhver gamla góða heyþyrlu sem hann vill selja ?

Vilberg á Kommu 893 2842
Kabarett 2007
Kabarett verður haldinn dagana 2. og 3. nóvember.

Af því tilefni verður annar kabarettfundur haldinn í Freyvangi næsta mánudagskvöld,
15. október kl. 20.00.
þátttakendur í kabarett verða að hafa náð 15 ára aldri. Annars eru allir velkomnir og allar hugmyndir vel þegnar.

Föstudagskvöldið 2. nóvember verður innifalið kaffi og meðlæti eftir kabarett.

Laugardagskvöldið 3. nóvember verður dansleikur haldinn að lokinni sýningu. 16 ára aldurtakmark er á laugardagskvöldinu.
Getum við bætt efni síðunnar?