Auglýsingablaðið

394. TBL 09. nóvember 2007 kl. 14:10 - 14:10 Eldri-fundur


Kæru sveitungar.

Föstudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Haldin verður skemmtun í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00. Skólabílar aka heim að skemmtun lokinni.
Nemendur allra bekkja verða með atriði og tengjast þau verkum Guðrúnar Helgadóttur og Jónasar Hallgrímssonar. Skólakór Hrafnagilsskóla syngur einnig 2 lög.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu eftir skemmtiatriði. þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis ; 1.-10. bekkur 400 kr. ; þeir sem lokið hafa grunnskóla 800 kr.

Allir eru hjartanlega velkomnir og við hvetjum fólk til að koma og njóta.

Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla
Frá Laugalandsprestakalli

æskulýðsmessa í Grundarkirkju sunnudaginn 11. nóv. kl. 11:00. Væntanleg fermingarbörn sjá um tónlist og söng.

Hannes
Kæru sveitungar!

í haust höfum við verið í valáfanga sem heitir Nýsköpun. Við höfum fengið tækifæri til þess að velta fyrir okkur hvað má betur fara í okkar nánasta umhverfi og skoða hönnun af ýmsu tagi. Við unnum verkefni sem tengjast nýsköpun og endurhönnun og gerðum mismunandi lokaverkefni sem okkur langar að kynna fyrir ykkur.
   
á Degi íslenskrar tungu verður hátíð í íþróttasal Hrafnagilsskóla og við ætlum að nota tækifærið og vera með litla sýningu á verkum okkar í anddyri íþróttahússins.
Við vonumst til þess að þið gefið ykkur tíma til að staldra við og líta á afraksturinn!

Bestu kveðjur, nemendur í Nýsköpun 2007     
Frá Tónlistarhúsinu Laugarborg

Finnskur djass
Tónleikar 11. Nóvember kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Matti Saarinen & Kati Saarinen
Efnisskrá: á fyrri hluta flytur Matti ýmsi verk fyrir klassískan gítar.
í síðari hluta syngur Kati dægurlög og blús við gítarundirleik Matti.
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.


Jónas Hallgrímsson í 200 ár
Tónleikar 16. Nóvember í Laugarborg, kl. 20:30.
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Fífilbrekkuhópurinn sem skipaður er Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðla - önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó - Sigurði I. Snorrasyni, klarínett og Hávarði Tryggvasyni, kontrabassi.
Einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson.
Leiklestur Jón Laxdal
Efnisskrá: Lög Atla Heimis Sveinssonar við texta Jónasar Hallgrímssonar. Upplestur texta sem tengir lögin ævi Jónasar.
Ljósmyndum eftir þorgerði Gunnarsdóttur verður varpað á tjald.
Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar. Tónleikana ber upp á Dag íslenskrar tungu sem jafnframt er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í Laugarborg ár hvert en í ár verður um viðhafnartónleika að ræða í samræmi við tilefnið.

Tónlistarhúsið Laugarborg
Opið hús

þann 17. nóv. verður opið hús í nýja hesthúsinu í Ysta-Gerði frá kl 14-17.
Allir velkomnir!

Sara, Lalli
Kristrún, ValdiJólapappír og jólakort

Um næstu helgi má búast við að íþróttabörnin okkar banki uppá í fjáröflunarhugleiðingum.
Að þessu sinni verður jólapappír og jólakort í farteski þeirra.
Tökum vel á móti þeim.

Stjórn Ungmennafélagsins Samherjar Eyjafjarðarsveit
Konnarakvöld !

Tónleikar verða haldnir í Glerárkirkju
föstudaginn 16. nóvember 2007

Jói Konn hefði orðið 90 ára þann dag en hann lést fyrir 25 árum, eða þann 27. desember 1982.

Af því tilefni ætla nokkrir úr þessari söngvafjölskyldu að halda tónleika.
Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg og má fullyrða að þar finni allir eitthvað við sitt hæfi.
þeir sem koma fram eru synir Jóa Konn og Fanneyjar, þeir Jóhann Már og Svavar, sonardóttirin Jóna Fanney Svavarsdóttir og maður hennar Erlendur þór Elvarsson. Dóttursynirnir örn Viðar og Stefán Birgissynir og langafa og langömmubarnið Lína Björk Stefánsdóttir. Undirleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Eftir tónleikana verður Kvenfélagið Baldursbrá með kaffisölu og mun Gísli Sigurgeirsson sýna þátt um Jóa Konn.
ágóði af kaffisölu og hluti ágóða af tónleikum verður gefinn til tækjakaupa við FSA.

Miðaverð er kr 2500 og einnig er hægt að panta miða í síma 848-4712. því miður er ekki hægt að greiða með greiðslukortum.
Brotajárn og úrgangstimbur.

Gámar fyrir brotajárn og úrgangstimbur verða staðsettir við Litla-Garð frá og með 12. nóv. til og með 19. nóv. n. k.

Munið að ganga vel um gámana og blanda ekki í sama gáminn timbri og járni.

Af gefnu tilefni er ítrekað að þessir gámar eru ekki ætlaðir fyrir annan úrgang. Rafgeyma, olíur og málningarúrgang má alls ekki setja í gáma eða skilja eftir á gámasvæðunum.
Slíkum efnum þarf að koma til Endurvinnslunnar við Réttarhvammsveg á Akureyri (norðan við Gúmmívinnsluna).

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Athugið

Haustfundur Hrossaræktarfélagins Náttfara verður haldinn nk. mánudagskvöld 12/11/2007 kl. 20,30 í Funaborg

Fundarefni:
1.    Kaup HEþ á nýjum stóðhesti
2.    Deildarhestur
3. Ungfolahólf
4. önnur mál.
Stjórn Náttfara.

Getum við bætt efni síðunnar?