Auglýsingablaðið

397. TBL 30. nóvember 2007 kl. 13:51 - 13:51 Eldri-fundur

Kæru sveitungar

í síðustu viku var farin reykskynjarayfirferð um sveitina. það tókst vel til og vel var tekið á móti okkur. Við viljum sem fyrr minna á að þeir sem voru ekki heima og hafa ekki hitt okkur geta haft samband við okkur ef þá vantar til dæmis rafhlöður, reykskynjara, slökkvitæki, sjúkrakassa eða annan útbúnað. Hægt er að hafa samband við Sunnu í síma 8654926.

Miðað við undirtektir í könnuninni sem við gerðum um eldvarnir í útihúsum, þá er munum við kynna okkur kerfi í útihús og verð á þeim. Niðurstöður koma væntanlega eftir áramót, en þeim sem vilja fylgjast með er velkomið að hafa samband við Elmar í síma 8917981.

Einnig erum við að opna nýja heimasíðu, www.dalbjorg.is sem er enn í vinnslu og verður tilbúin innan fárra daga. Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna og kynna ykkur hvað við erum að gera í starfinu okkar.

Bestu kveðjur,
Hjálparsveitin Dalbjörg.





Upplestur á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar!

Fimmtudagskvöldið  6. desember verður upplestur og bókaspjall á bókasafninu. Dagskráin hefst kl. 20:30. Lesið verður úr nokkrum nýútkomnum íslenskum bókum og eftir það verður hægt að spjalla og skiptast á skoðunum um bækur, heimsmálin eða hvað sem er. Svo er líka upplagt að líta í jólatímaritin og auðvitað allar hinar bækurnar.
Boðið verður upp á kaffi og piparkökur.
Til að komast að bókasafninu er þægilegast að keyra niður með skólanum að norðan og ganga inn um dyr að austan.

Með jólabókakveðju, Margrét bókavörður.





Kæru HJáLParkonur !

Munið BAUKAkvöldið á laugardaginn.  Mæting 20:20 með kökur og bauka og að sjálfsögðu góða jólaskapið !!!

Stjórnin





337. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn  4. des.  kl. 16.00.

Dagskrá:

1.    Fundargerð skipulagsnefndar, 93. og 94. fundur, 27. nóv.  og  3. des. 2007, ásamt með fylgiskj.
2.    Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 116. fundur, 22. nóv. 2007.
3.    Fundargerð skólanefndar, 168. fundur, 22.  nóv. 2007.
4.    Fundargerð heilbrigðisnefndar, 105. fundur, 8. nóv. 2007.
5.    Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar, 43. fundur, 14. nóv. 2007.  
6.    Erindi Hverfisfélags Brúnahlíðar 25. nóv. 2007.
7.    Erindi óbyggðarnefndar, dags. 26. nóv. 2007.
8.    Svar RARIK við fyrirspurn dags. 29. ág. 2007 um 3ja fasa rafmagn.
9.    Fyrirspurn iðnaðarráðuneytisins um 3ja fasa rafmagn.
10.    Samningur við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars v/Skólatraðar.
11.    Tillaga að fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2008, fyrri umræða.

Sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?