Auglýsingablaðið

403. TBL 11. janúar 2008 kl. 13:32 - 13:32 Eldri-fundur
Sundlaug Hrafnagilsskóla

í tilefni af eins árs afmæli sundlaugar Hrafnagilsskóla, verður frítt í sund sunnudaginn 13. janúar. Auk þess verður 10 % afsláttur á sundkortum.

Opnunartíminn í vetur er sem hér segir:

Alla virka morgna 6:30-8:00
Mánudaga og föstudaga 14:00-22:00
þriðju-, miðviku- og fimmtudaga 17:00-22:00
Laugardaga og sunnudaga 10-17

Sundlaug Hrafnagilsskólaáminning um þrífösun rafmagns

Iðnaðarráðherra hefur skipað vinnuhóp sem skal endurmeta þörf fyrir þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni sbr. tilkynningu og upplýsingar í Auglýsingablaðinu hinn 8. des. og 5. jan. s. l. Vinnuhópurinn hefur leitað til sveitarstjórna um upplýsingar um það hvar sé mest og brýnust þörf fyrir tengingu á þriggja fasa rafmagni í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi.

það er brýnt að vinnuhópurinn fái þær upplýsingar sem um er beðið. það er forsenda þess að yfirvöld geti mótað áætlanir um endurnýjun á háspennukerfinu frá eins fasa kerfi yfir í þriggja fasa kerfi. Allir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta í þessu máli eru því beðnir að koma skoðunum/óskum sínum á framfæri við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, en þar verður upplýsingunum safnað og þeim síðan komið á framfæri við vinnuhóp iðnaðarráðuneytisins.

Upplýsingarnar þurfa að berast skrifstofunni fyrir 15. jan 2007.

Sveitarstjóri
Kæru sveitungar

á næstu dögum munu 10. bekkingar í Hrafnagilsskóla fara í hús og bjóða til sölu klósettpappírinn sívinsæla og himneskan hákarl. í leiðinni munu þau taka flöskur og dósir hjá þeim sem vilja styrkja ferðasjóðinn þeirra.

10. bekkur Hrafnagilsskóla
Atvinna

Starfsmann vantar til að sinna heimilisþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335.

Sveitarstjóri
Sundleikfimi fyrir aldraða

Kæru sveitungar.
Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang í Kristneslauginni undir stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara.
Tímarnir verða á fimmtudögum kl. 15:00 og hefjast fimmtudaginn 17. janúar. Um er að ræða 9 skipti fram til vors, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama og sál með liðkandi æfingum í vatninu.
íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar
FLOTTU, HRESSU OG KáTU kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit !

Nú eigum við leik ! það er komið að okkur í Kvenfélaginu öldunni/Voröld að bjóða til veislu í Freyvangi laugardaginn 26. janúar n.k. kl. 20.30. Inngönguskilyrði eru hattur og (háir) hælar.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þann 21. janúar í síma:

463-1472, 868-8436 Vilborg G. þórðardóttir
463-1215, 864-0049 Valgerður Schiöth
463-1203, 895-3862 Guðrún Finnsdóttir

Vonum að sem flestar konur bregði nú undir sig betri fætinum og mæti tilbúnar að gleðjast í góðra kvenna hópi og hiti ærlega upp fyrir þorrablótin. Lofum góðum mat og enn betri skemmtun.
Kærar kveðjur
Nefndin
Námskeiðið „Hvernig er best að fóðra hestinn ?”
....á Akureyri föstudaginn 18.janúar kl.12:30-17:30. Skráning í síðasta lagi sunnudaginn 13.janúar á vef Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, www.lbhi.is þar sem sjá má nánari upplýsingar.
Námskeiðið er í samstarfi við Félag hrossabænda og ætlað hestamönnum og hrossaræktendum.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Gleðilegt nýtt ár!

Nú hefst endurhæfing eftir jólin – fyrsta æfing verður í Laugarborg mánudagskvöldið 14. jan. kl. 20:30

Hvað er í pokahorninu?
339. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn Syðra Laugaland,
þriðjudaginn 15. janúar 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

Almenn erindi
1. 0705010 - óshólmanefnd, deiliskipulag óshólmasvæðisins 2007

2. 0711037 - Vatnsveitufélag Kaupangssóknar, umsókn um framkvæmdastyrk

3. 0801002 - Samgönguráðuneytið, breytingar í Stjórnarráði

4. 0707018 - Hverfisfélag Brúnahlíðar, fráveita við Brúnahlíð.

5. 0712001 - Legatsjóður Jóns Sigurðssonar, Kristnes - Land og lóðir

6. 0712008 - Skipulagsstofnun, námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum

7. 0712005 - Lánasjóður sveitarfélaga ohf, fasteignafélag sveitarfélaga

8. 0711032 - óbyggðanefnd, þjóðlendur - Norðurland Vestra

9. 0801012 - Norðurorka erindi varðandi Djúpadalsvirkjun - Viðgerð Djúpadalsstíflu

10. 0801010 - ósk Elísabetar Sigurðardóttur um leyfi frá störfum í sveitarstjórn

11. 0801011 - Kosning varaoddvita

Fundargerðir til staðfestingar
12. 0801009 - Fundargerð Byggingarnefndar 64. fundur

13. 0801002F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 80

Fundargerðir til kynningar
14. 0712007 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar 105. fundur

15. 0801013 - Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar - Dags.27. 11. 2007

11.1.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?