Auglýsingablaðið

420. TBL 09. maí 2008 kl. 11:59 - 11:59 Eldri-fundur

Andans-flug


Gallerí Víð8tta601 opnar sýninguna „Andans flug“ í Leirutjörn á Akureyri laugardaginn 10.maí kl.14:00. þorsteinn Gíslason (Steini) sýnir þar skúlptúr/innsetningu í nyrðri hólmanum í tjörninni. Verkið samanstendur af bókum sem þátttakendur skrifuðu hugsanir sínar í á 14 daga tímabili, listamaðurinn mótar bækurnar og festir á misháar stangir í hólmanum þannig að frá landi séð verða bækurnar eins og fuglahópur sem er að hefja sig til flugs. Hugmyndin að baki verkinu er sú að fá að láni hugsanir ólíkra einstaklinga á fjórtán daga skeiði í ævi þeirra, fanga þær á einn stað í ákveðinn tíma og láta þær endurtaka sig aftur og aftur.

þátttakendur í sýningunni eru: Jón ásgeir Kalmansson siðfræðingur, Ingibjörg María Gísladóttir guðfræðingur, Hólmfríður María þorsteinsdóttir grunnskólanemi, Guðný Ketilsdóttir verslunarstjóri, Georg Hollanders leikfangasmiður, Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur,Olov Tällström myndlistamaður, Helgi þórsson hljómlistamaður, Dagrún Matthíasdóttir myndlistamaður,Aníta Jónsdóttir námsráðgjafi, Bjartur Hollanders leikskólanemi, Baldvin Ringsted myndlistamaður,Hlynur Hallsson myndlistamaður, þórhildur þorsteinsdóttir bóndi.

Andans flug er styrkt af Menningarráði Eyþings og RARIK.

 

 

-----

 

Fallegar neglur og airbrush brúnku meðferð


ég er ný útskrifuð sem nagla og airbrush fræðingur, er bæði að gera neglur á hendur og frens á tásur. Airbrush brúnku meðferð er það vinsælasta i dag, alveg hættulaust og bara náttúruleg efni, jöfn og falleg aðferð. Endilega hafið samband og fáið frekari upplýsingar.
Naglaásetning kr 3.500.-Airbrush brúnku meðferð kr. 4000.- dugar i 5-10 daga.

Upplýsingar i síma 461 3344 eða 864 3199.
Kveðja, Selma Sigurbjörnsdóttir nagla-, airbrush- og förðunarfræðingur.

 

-----

 

Opið fjós á Hvassafelli.


Laugardaginn 17. maí frá kl. 13.00 – 16.30 er bændum og búaliði boðið að skoða nýja fjósið á Hvassafelli í Eyjafjarðarsveit.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Verið öll velkomin.

Guðrún og Tryggvi.

-----

Vorfundarboð


Vorfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg laugardaginn 17. maí 2008 kl. 11:00. Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin
-----
Athugið


15-18 maí verður stödd á öngulsstöðum í Eyjafjarðasveit bresk listakona, Sandra Meech. (www.sandrameech.com) Hún vinnur í textíl og þá aðallega í skapandi bútasaum. Hún verður með tvö námskeið og er fyrir löngu orðið fullt á þau. á föstudagskvöldinu ( 16 maí ) verður Sandra með fyrirlestur og er hann opinn fyrir alla. Til að gera okkur grein fyrir fjölda á fyrirlesturinn þá þarf að skrá sig á hann og gera upp fyrir föstudaginn 9 maí. Skráið ykkur á netfangið sveina@sveina.is .

Fyrirlestur

Heill hringur!
Föstudagur 16 maí kl 21.00
Verð 1000 kr.
Sandra segir okkur með tali og myndum frá bakgrunni sínum í grafískri hönnun og þeirri leið sem hún fór til að verða það sem hún er í dag, virtur textíllistamaður, kennari og bókaútgefandi.

Kv Sveina Björk

-----

Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps

Tækjalisti 2008


Tæki Dag gjald Tæki Dag gjald
Diskaherfi 2.000 kr. Brotvél ný 3.000 kr.
Flagjafni 1.000 kr. Höggborvél/brotvél 1.000 kr.
40 diskaherfi 4.000 kr. Rafstöð 12kw 1.000 kr.
Plógur fjórskeri 5.000 kr. Lokkari 1.000 kr.
Pinnatætari 10.000 kr. Naglabyssa 1.000 kr.
Valti (gamli) 500 kr. Rörbeygjuvél 500 kr.
Valti (nýi) 5.000 kr. Snittvél og Rörskeri 1.500 kr.
Lítil steypuvél 1.000 kr. úðadæla f/dráttarvél 3.000 kr.
Steypuvél m/vatns. 4.000 kr. Geldingartöng 300 kr.
Vatns tankur sér 1.000 kr. Geldingartöng f/teygjur 300 kr.
Háþrýstidælur 1.000 kr. Klaufaklippur 300 kr.
Háþrýstidæla f.dráttarvél 4.000 kr. Víbrator 1.000 kr.

Athugið þeir sem skulda félaginu fá ekki lánuð tæki.
Utanfélagsmenn borga 50% meira.
Umsjónarmaður tækja er Smári Steingrímsson æsustöðum S:4631301 GSM:8462060. æskilegur símatími er á milli 9 og 10 að morgni

 

-----

Pungasaumur Iðunnarkvenna


Hittumst mánudaginn 19. maí í Laugarborg kl. 20:00. Sex spora frjáls aðferð og pungasaumur. Og nú, nú, nú er komið að því að borvélin verði sett í gang.

Stjórnin
-----

Kettlingar


Eigum kassavana kettlinga sem langar að komast að heiman.
uppl. í síma 4631159 og 8612859

Guðrún og Guðmundur
Holtseli

-----

 

Námskeið í taulitun með Procion MX litum frá Jacquard


Kennari: Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður.
Staðsetning: Hlaðan, Ferðaþjónustunni öngulsstöðum
Tími: Fimmtudagskvöldið 22 maí kl 19-22

Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita efni með Procion MX taulitum frá Jacquard. þessir litir eru vinsælustu taulitir í heiminum í dag og fást loksins á íslandi. þeir eru mjög einfaldir og auðveldir í notkun og bjóða uppá marga möguleika. Ekki þarf að standa við potta og lita heldur fixerast þeir við stofuhita.

á námskeiðinu verður kennt að lita í plastpokum, í bölum með mismunandi litum og efnum og einnig notaðar ýmsar aðferðir við að fá áferð í efnið og fá efnin mislit. Hægt er að lita garn með sama hætti. Kynning verður á taumálningu frá sama framleiðanda.

þátttakendur þurfa að hafa með sér á litunarnámskeið:
ílát til að lita í t.d. vaskafat ca 25 cm á kant.
Nokkrar plastdollur t.d. undan skyri (500 gr).
Desilítramál og mæliskeiðar. Frystipoka stærri gerðina.
Góða gúmmíhanska eða nokkra einnota hanska og svuntu.
Taubútar og efni til að lita, úr bómull, hör, viscose, rayon eða silki. Upplagt að nota gömul ljós munstruð bútasaumsefni með.

Stærðir og fjöldi taubúta: Efnin geta verið einlit ljós eða munstruð, ljós efni, t.d. bútasaumsefni.
15 bútar ca 25 cm á kant, úr ofangreindum hráefnum.
3 bútar ca 45 cm á kant. 3 bútar ca 25 cm á breidd og 50 cm á lengd.
Einnig má koma með 1 ljósan bómullarbol og eitthvað garn t.d. útsaumsgarn. ATH garnið verður að vera úr bómull, hör, silki eða viscose.

Verð: 4800 kr og borgast námskeiðsgjaldið við skráningu. Skráið ykkur til Sveinu á netfangið sveina@sveina.is

-----

 

Frá Laugalandsprestakalli


Hvítasunnudagur 11.maí Ferming í Grundarkirkju kl.11.00

Hvítasunnudagur 11.maí Ferming í Munkaþverárkirkju kl 13:30

Kveðja Hannes
-----

 

Holtsels-Hnoss


ísbar- Kaffihús

óskum að ráða fólk til starfa á kaffihús í sumar,( eftir hádegi).
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun júní.
Stundvísi, hæfni í mannlegum samskipum og þjónustulund skilyrði
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á holtsel@nett.is, í síma 8612859/4631159
eða á staðnum.

Guðmundur Jón Guðmundsson
Holtseli
601 Akureyri

 

-----

 

 

Gönguhópur


þá er fyrsta vikan í upphitun fyrir kvennahlaupið að baki og við höldum ótrauðar áfram. ætlum að hittast við Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 13. maí kl: 20:30 og við flugskýlið á Melgerðismelum fimmtudaginn 15 maí kl: 20:30. Allar konur hvattar til að vera með, þátttaka í kvennahlaupi ekki skilyrði. Vonast til að sjá ykkur sem flestar.

Með göngukveðju
Helga Sigfúsdóttir

 

-----

 

Frá Hrafnagilsskóla


20. maí fer fram áheitahreyfing í skólanum í 2 kennslustundir. Safnað verður áheitum til styrktar UNICEF þ.e. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
ákveðið var að taka þátt í þessu verkefni vegna þess að við teljum að það auki skilning. í tengslum við það fer fram fræðsla um kjör fólks sem ekki er jafn lánsamt og við að búa í landi þar sem það eru sjálfsögð mannréttindi að njóta umhyggju, ganga í skóla eða fá heilbrigðisþjónustu. Með þátttöku í verkefninu fá nemendur tækifæri til að leggja eitthvað af mörkum til að aðstoða börn sem búa við slæmar aðstæður.
Nemendur munu koma heim með umslag þar sem þeir sem vilja geta skráð sig og hversu miklu þeir vilja heita á viðkomandi barn. Nemendur geta valið um hvernig þeir vilja hreyfa sig, t.d. hlaupa, synda eða ganga tiltekna vegalengd. Fyrir hverja einingu sem þeir ljúka fá þeir límmiða sem límdur er í sérstakt kver. þeir koma svo með kverið til þeirra sem hétu á þá og innheimta áheitin og skila í skólann eða fólk getur lagt sjálft beint inn í reikning UNICEF.
Nánari skýringar verða í bréfi sem nemendur koma með heim. Einnig er hægt að fræðast um verkefnið á heimasíðu UNICEF http://www.unicef.is/unicef_hreyfingin

Getum við bætt efni síðunnar?