Auglýsingablaðið

422. TBL 23. maí 2008 kl. 13:52 - 13:52 Eldri-fundur

Eyðing á skógarkerfli

Umhverfisnefndin minnir á að Nú er rétti tíminn til að úða skógarkerfilinn! Landeigendur eru hvattir til að hafa samband við umsjónarmann verksins, Gretti Hjörleifsson (s. 861-1361), óski þeir eftir eitri/efni til úðunar á landareign sinni.

Afhending  á úðunarefni er háð því skilyrði að  landeigandi leggi fram yfirlitsmynd af landi sínu og merki inn á hann þau svæði sem hann hyggst úða.

Nefndin vekur ennfremur athygli á því að átak af þessu tagi
krefst samvinnu allra sem að málinu koma!!

Umhverfisnefnd.
Varúð – börn á hjólum

í næstu viku verða nemendur Hrafnagilsskóla talsvert á ferðinni um sveitina. Meðal annars stendur til að eldri nemendur hjóli fram að Grund, upp í Holtsel og kannski lengra. Við biðjum sveitunga og aðra vegfarendur að sýna tillitssemi þegar þeir mæta hópunum svo að allt geti farið slysalaust fram.

Skólastjórar Hrafnagilsskóla
Frá Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar.

Atvinnumálanefnd skorar á alla landeigendur og umráðamenn jarða að sjá til þess að fjallgirðingar verði komnar í lag fyrir 1.júní næstkomandi.

11. gr. Girðingarlaga segir:
“Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim. Samgirðingu sem lögð er samkvæmt ákvæðum 5.–10. gr. er skylt að halda við, þannig að hún sé gripheld, svo fljótt sem verða má eftir að snjóa leysir og þar til snjó leggur.”

þá er ítrekað að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum.

Atvinnumálanefnd
Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Vegna viðhalds verður heiti potturinn við sundlaug Hrafnagilsskóla lokaður frá 20. maí til 30. maí. öll önnur aðstaða er opin og það hefur verið bætt við nýjum leiktækjum fyrir börnin.

íþrótta og tómstundafulltrúi.
Tilkynning

frá Búnaðarfélögum Hrafnagils- og öngulsstaðahreppa

Tækjaleiga, verðskrá

Tæki og tól                       Daggjald    Staðsetning
Vendiplógur     fjórskeri         10.000    Víðigerði
Plógur               fjórskeri        6.000    Víðigerði
Plógur               fjórskeri        6.000    Syðri-Tjarnir
Plógur               tvískeri         2.000    Víðigerði
Pinnatætari                          12.000    Víðigerði
Akurvaltari dragt., þrísk.,        6.000    Syðri-Tjarnir
Dragtengdur valtari                3.000    Víðigerði
Diskaherfi                            3.000    Syðri-Tjarnir
Mykjudreifari 8 t.                   7.000    Víðigerði
Mykjudreifari 6 t.                   6.000    Syðri-Tjarnir
úðadæla                               6.000    Víðigerði
úðadæla                               6.000    Syðri-Tjarnir
Steypuhrærivél dragtengd a    1.000    Víðigerði
Steypuhrærivél tromluvél lítil    1.000    Víðigerði
ál vinnupallar, 3 einingar        3.000    Víðigerði
Sturtuvagn 12 t.                    7.000    Syðri-Tjarnir

Um útleiguna sjá Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, s: 894 0283
og Gylfi Ketilsson, Syðri-Tjörnum, s: 846 9661 / 463 1314
Varnir

Tökum að okkur úðanir við húsflugum og öðrum skordýrum
í íbúðarhúsum, útihúsum og sumarhúsum
Einnig fjarlægjum við geitungabú svo fátt eitt sé nefnt

Einnig erum við með fjölbreytta línu af vörum inn á www.varnir.is
Allur búnaður til meindýravarna, límbakkar, safnkassar,
vinnufatnaður, kuldagallar, peysur, hundafóður, kattafóður.

Magnús Svavarsson meindýraeyðir Sími 461-2517 og 898-2517Gönguhópur

Bryddum upp á nýjungum í næstu viku.

þriðjudaginn 27. maí kl: 20:30 verður í stað göngu boðið upp á vatnsleikfimi í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar ( ATH 300 kr aðgangseyrir )
Fimmtudaginn 29. maí verður ganga og ætlum við að hittast við flugskýlið á Melgerðismelum kl: 17:00.

Bestu kveðjur

Helga S
Handverkssýning

Handverkssýning félagsstarfs aldraðra verður haldin í Laugarborg laugardaginn 24. maí og sunnudaginn 25. maí kl. 14:00 – 17:00 báða dagana.

Kaffihlaðborð að hætti kvenfélaganna. Verið hjartanlega velkomin.

Félag aldraðra Eyjafirði
Aldan Voröld

Kæru kvenfélagskonur. Nú fögnum við sumri og hittumst í Kolgerði 1 (hjá Rannveigu) fimmtudagskvöldið 29. maí kl. 20:00.
Takið svunturnar með því það verður hveitikökugerð og sumarstemmning.
Hittumst hressar.

Stjórnin.
Staðfugl - farfugl

Víðavangssýningin „Staðfugl – Farfugl“  verður opnuð við hátíðlega athöfn þann 31. maí kl. 14:00 við Hrafnagilsskóla. á sýningunni verða um 40 verk eftir innlenda og erlenda listamenn og eru verkin staðsett víðsvegar við Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Sýningin stendur til 15.september og er gert ráð fyrir því að á sýningartímabilinu verði fjölbreytt dagskrá með opnun nýrra verka eftir framandi fugla, námskeiðahald, gjörningar og aðrir viðburðir sem verða auglýstir sérstaklega.

Dagskrá 31.maí:
á vörp                                                                    krúnk krúnk
Kvæðamannafélagið Gefjun            bí bí bí
Anna Richards, furðufugl                                       
200 friðardúfum sleppt...
Leiðsögn með rútuferð eftir opnun –  takið frá tíma og fljúgið með okkur um sýninguna...
Léttar veitingar í boði                               gagalagú

George Hollanders og Gallerí Víð8tta601

Aðalfundarboð

Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps verður haldinn í Sólgarði mánudaginn 9. júní kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Iðunnarkonur!

Munið eftir mánudagskvöldinu 26. maí. þá hittumst við í Laugarborg kl. 20:00 og klárum að setja pungana saman. Borvélin er komin á fulla ferð og að venju verður kvenfélagskaffi á staðnum.

Stjórnin
Athugið

óska eftir gömlum heyblásara, traktorsdrifnum, og tveimur rörum.

Vinsamlegast hafið samband við Steina í gsm 846 1314
Kvígur til sölu

Tvær kelfdar kvígur til sölu. önnur komin að burði.

Upplýsingar hjá Páli í Reykhúsum í síma 463-1127 eða 661-7627
Vinna fyrir unglinga

Eyjafjarðarsveit býður unglingum vinnu við ýmiss umhverfisverkefni á komandi sumri. Unglingar, sem fæddir eru 1992, 1993 og 1994 eiga kosta á að ráða sig til starfa. Til að unnt sé að skipuleggja sem best verkefni fyrir hópinn og ákveða ráðningartíma miðað við þau verkefni, sem fyrir hendi eru, þurfa upplýsingar um fjölda umsækjenda að liggja fyrir sem fyrst.
þeir sem áhuga hafa á að ráða sig til umræddra starfa eru því beðnir að skrá sig á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 2. júní n. k. Næganlegt er á þessu stigi að skrá sig símleiðis.

þeir sem ekki hafa skráð sig áður en frestur rennur út munu mæta afgangi ef takmarka þarf fjölda þeirra sem ráðnir verða eða ef stytta þarf ráðningartímann.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335
Brotajárn og timbur

Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Eyrarland og Rifkelsstaði
27. maí – 4 júní n. k. .

Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn
og að enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Getum við bætt efni síðunnar?