Auglýsingablaðið

425. TBL 16. júní 2008 kl. 09:29 - 09:29 Eldri-fundur

Dagur hinna villtu blóma
15. júní 2008

Notið ykkur tækifærið og bætið við þekkingu ykkar og barnanna á plöntunum í kring um okkur á Degi hinna villtu blóma. Að þessu sinni hafa Eyfirðingar tvo valkosti: Plöntuskoðun í Krossanesborgum á Akureyri eða í Leifsstaðabrúnum norðan Kaupangs í Eyjafjarðarsveit. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Krossanesborgir, mæting á bílastæðinu við Lónið kl. 10:00. Leiðbeinandi Elín Gunnlaugsdóttir.

Leifsstaðabrúnir, mæting kl. 10:00 á bílastæði (gámasvæði) við gamla Vaðlaheiðarveg rétt sunnan vegamóta Leifsstaðavegar og Eyrarlands. Leiðbeinandi Hörður Kristinsson.

Nánari upplýsingar á www.floraislands.is
Kæru sveitungar og aðrir

þann 17. júní frá kl. 14.00 verður óformleg og afslöppuð samkoma í Leyningshólum líkt og undanfarin ár. Hver tekur með sér veitingar með sínu lagi. Farið verður í leiki eins og hver hefur áhuga á. Hugmyndir að leikjum eru vel þegnar á staðnum. Mætum öll í hátíðarskapi.

Kvenfélagið Hjálpin
Opið hús í Grænuhlíð.

ágætu sveitungar, vinir og velgjörðafólk.
þann 20 júní er liðið eitt og hálft ár frá því að skriðurnar féllu hér í sveitinni. Laugardaginn 21 júní frá kl. 12:00, langar okkur að bjóða ykkur að koma í grill og kaffi ásamt því að skoða uppbygginguna. Gaman væri að sjá sem flesta.

Fjölskyldan í Grænuhlíð.
Brotajárn og timbur

Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Stíflubrú og þverá ytri
19. júní - 2. júlí n. k. .

Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn
og að enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Volare fyrir sumarið!!

Vantar þig Volare vörur?
Hafðu samband ef þig vantar vörur eða upplýsingar.
á nokkrar vörutegundir á lager, velkomin í heimsókn.
Upplýsingar um vörurnar er einnig hægt að finna á www.volare.is

Bestu kveðjur,
Imma í Freyvangi, símar 8243129 og 4627707
Vantar ykkur ekki bíl?

þar sem ég er að fara til Svíþjóðar ætla ég að selja Toyotuna mína.
Hún er rauð á litinn, árgerð 1999 og keyrð 182 þús.

Hún er á nýjum sumardekkjum og henni fylgja ágæt vetrardekk.
Verðhugmynd: 420.000.
Hrund E. Thorlacius.

Nánari upplýsingar hjá Ragnheiði í síma 869 8161.
Frá Umf. Samherjum

Minnum á Smábæjarleikana á Blönduósi helgina 21. –  22. júní en þar hafa Samherjar skráð alls 5 lið til keppni. Iðkendur fengu miða hjá þjálfara föstudaginn 13. júní með nánari upplýsingum en ef einhver saknar slíkra upplýsinga þá veitir þjálfari eða fótboltaráð þær. Fjölmennum á Blönduós og eigum þar ánægjulega helgi með börnunum okkar.

Síminn hjá Elíasi þjálfara er 847-6959 og hjá fótboltaráði sem hér segir:  Anna Rappich, sími 869-8466, Hulda Sigurðardóttir, sími 866-9420, og Sigurður Eiríksson, sími 862-2181.

Fótboltaráð Samherja
Til sölu

Til sölu á vægu verði stór amerískur ísskápur með frysti að neðan, gamalt sófasett með lausum pullum, Billy bókahilla og útiarinn (leir). á sama stað fæst gefins stórt gasgrill með ónýtan brennara.

áhugasamir hafi samband við Steinunni í s 849 4733.
Hænu-ungar

Eigum til sölu íslenska hænu-unga.

Upplýsingar í síma 463-1242
Landbúnaðarverktaki í Eyjafirði

Garðsbúið í Garði hefur verið í nokkur ár með þjónustu við bændur um heyskap og fleira. Hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir og verið stöðug aukning á milli ára.
Til að styrkja og bæta þjónustuna enn frekar var ákveðið að stofna nýtt félag um verktökuna, einnig fengum við Hlyn Kristinsson í Kvisti í lið með okkur, en hann hefur verið með dráttarvél, sturtuvagn og gröfu í verktöku.
þetta nýja félag hefur fengið nafnið GK verktakar ehf.
Hlynur og Garðsbúið leggja öll sín tæki inn í nýja félagið. Hjá GK verktökum mun sami mannskapur verða og var hjá Garðsbúinu en Hlynur er sá eini sem kemur nýr inn. Vonumst við til að þessi ráðstöfun komi til með að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar. Ef einhver vill fá nánari upplýsingar, nú eða panta þjónustu þá er bara að hafa samband og við munum bregðast fljótt og örugglega við með bros á vör.

Upplýsingar veita:    Aðalsteinn     s. 863 1207
                             Garðar s.     s. 894 5383
                             Hlynur     s. 895 5899
Leigubíllinn í sveitinni

Munið leigubílinn í sveitinni. Ath. keyri á lægri taxta en leigubílar úr bænum.

Guðbjörg Bjarnar s: 461 3363 / 849 4363
Bændur og búmenn

Höfum tekið að okkur umboð fyrir Sláturfélag Suðurlands og seljum:

áburð.             YARA
Rúlluplast.       TRIOPLAST
Fóðurblöndu.    FAF frá 1. september 2008

Verð á plasti ef keyptar eru 15 rúllur eða meira er kr 8.910 pr 75 cm rúllu og kr 7.290 á 50 cm rúllu. Verð eru án vsk.
Gjalddagi reiknings er 15 dögum eftir úttektarmánuð.
Gegn staðgreiðslu er veittur 5% afsláttur.
Athugið á þetta er nýtt plast, ekki birgðir frá í fyrra.

Kveðja, Benedikt Hjaltason og Margrét Aradóttir
Símar 893 1246 og 863 1246
Athugið
Litli gárinn okkar, hún Tweety, flaug að heiman. :-(. Hefur einhver séð hana? Hún er með gulan haus, grænan búk og blátt stél. Ef einhver hefur séð hana yrðum við þakklát einhverjum fréttum.

Imma og Pálmi í Freyvangi, símar: 8243129, 8618800, 4627707.
Iðunnarkonur
Hvernig væri að mæta í Laugarborg mánudagskvöldið 23. júní á því herrans ári 2008 og klára með okkur pungana ?
Kvenfélagskaffi á staðnum 
Stjórnin
!!! Kvennareið !!!

Nú er komið að því! Konur, takið frá laugardagskvöldið 21. júní nk. Mæting við réttina á Melgerðismelum kl. 20:00 í fordrykk og svo lagt af stað kl. 20:30. þið komið með kjötið – við sjáum um meðlætið! Munið að koma með 1500 kr. og góða skapið!

Kveðja,
Ferðanefnd

ATH – karlar! Takið frá laugardagskvöldið 26. júlí! Karlareið verður auglýst betur síðar.
Getum við bætt efni síðunnar?