Auglýsingablaðið

437. TBL 05. september 2008 kl. 15:27 - 15:27 Eldri-fundur

Laugardaginn 13.september skulu allir sveitungar taka frá !!!!!!

þá verða viðburðir í sveitinni sem vert er að fylgjast með og taka þátt í.

Fylgist með á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar næstu daga.
www.eyjafjardarsveit.is

Dagur sem enginn vill missa af.

Góðkunningjar sveitarinnar




Sveitungar athugið

Best er að allar ábendingar varðandi lausan búfénað og annað er við kemur dýraeftirliti tilkynnist beint til dýraeftirlitsmanns í síma 895-4618.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




FRá LAUGARLANDSPRESTAKALLI
ágætu sveitungar

ég held ég hafi aldrei lifað fallegra sumar í Eyjafirði. Dýrð sé Guði. Að venju er hauststarfið að fara af stað og fermingarundirbúningur hafinn.
Nú, nýjung er á döfinni að byrja með kirkjuskóla og hef ég fengið góðfúslegt leyfi skólastjóra til þess að hafa hann í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.Og liðsmenn verða nokkrir. í fyrsta lagi ætlar Brynhildur Bjarnadóttir að standa í brúnni og mun ég styðja hana af öllum kröftum. þá munu fleiri bætast við .Vonandi verður þessu vel tekið. Við hyggjumst fara af stað laugardaginn 27.september kl.11:00 og verða annan hvorn laugardag þannig að næsta stund yrði laugardaginn 11.október. En þetta verður nánart auglýst síðar. Megi verða kollheimt.

þá eru það messurnar

Sunnudaginn 14.sept kl. 11:00: Messa í Grundarkirkju.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött að mæta

Sunnudaginn 14.sept kl.13:30: Messa í Kaupangskirkju.
Nýtt kirkjuorgel helgað.

Sunnudaginn 21.sept. kl. 21:00: Helgistund í Saurbæjarkirkju.

í Guðs friði, Hannes




Hestamannafélagið Funi - vinnudagar

Jæja félagar nú ætlum við að taka næsta áfanga í endurbótum á félags¬heimilinu Funaborg og hittast laugardaga og sunnudaga kl. 13 – 17 frá og með næstu helgi og fram undir hrossaréttir, en þá verður dansleikur í Funaborg.
ætlunin er að parketleggja salinn, setja harmonikkuhurð milli sala, leggja raflagnir og undirbúa klæðningu á lofti.
Vonumst við til að sjá sem flesta einhverja stund.

Stjórnin




La, la, la, la, la, la, la, la .........

Kór Laugalandsprestakalls – gamlir og nýir félagar!

Nú er lag.

Nú er lag að æfa nokkur lög og við byrjum á því á mánudagskvöldið þann 8. sept. kl. 20:30 í Laugarborg. þetta verður mjúk og róleg æfing, til þess fallin að mýkja raddböndin eftir hó og arg við sauðfé og annan búpening.
Sjáumst!    




Kæru foreldrar barna á Krummakoti.

Samkvæmt skóladagatali skólans var fyrirhugaður foreldrafundur 8. september næst komandi. Vegna breytinga og anna hjá yfirstjórn skólans og mikilla starfsmannabreytinga frestast þessi fundur og stefnt er að því að halda fundinn mánudagskvöldið 6. október næst komandi. Fundartími og staðsetning verður nánar auglýst síðar.

Leikskólinn Krummakot og Foreldrafélag Krummakots




Göngum saman og styrkjum gott málefni

Göngum saman er styrktarfélag sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Styrktarganga verður í Kjarnaskógi sunnudaginn 7. september n. k. kl. 11:00. Nánari upplýsingar og skráning er á gongumsaman.is eða í Kjarnakoti frá kl. 10:15. þáttökugjald, sem rennur beint til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini, er 3.000 kr. Frítt er fyrir börn.

íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið að niðurgreiða þátttökugjald fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar um 1000 krónur í styrktargöngunni Göngum saman. það eina sem þið þurfið að gera er að láta starfsmann göngunnar vita af því að þið séuð íbúar sveitarinnar og þá borgið þið einungis 2000 krónur í stað 3000 króna.
Vonumst til að sem flestir taki þátt í þessari skemmtilegu og gagnlegu göngu

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar




Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla (FFH)

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla.

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin þriðjudagskvöldið 16. september kl 20:30 í stofum 6-7.
Dagskrá fundarins:
1.    Skýrsla stjórnar.
2.    Kosning í stjórn og skólaráð (áhugasamir hafi samband við Hörpu í síma 8693553).
3.    önnur mál.
Að loknum fundi mun Karl Frímannsson, skólastjóri, fjalla um framtíðarhugmyndir varðandi sameiningu skólastiga.

Kaffi og meðlæti í boði stjórnar.

Með von um góða þátttöku. Kveðja, stjórnin




FRá SMáMUNASAFNINU

,,Sumri hallar hausta fer,, og þá fer Smámunasafnið að leggjast í vetrardvala eftir alveg frábæra aðsókn í sumar, en fyrst ætla búvélasafnarar að slá túnið sunnan við Sólgarð með öldruðum bensín Ferguson og greiðusláttuvél. þeir verða með fleiri gamlar vélar á staðnum þar á meðal hestasláttuvél sem á að setja saman ,,hún kemur beint úr kassanum,, en Jónas Halldórsson fyrrum bóndi Rifkelsstöðum keypti hana á sínum tíma en notaði aldrei.
þið getið fengið að vita allt um þessa vél og fleiri, laugardaginn 13. september á Smámunasafninu milli kl. 13 og 17.

Síðasti opnunardagur er sunnudagurinn 14. september.
Hópar geta skoðað safnið í vetur í samráði við Guðrúnu í síma 8651621.

Verið velkomin á Smámunasafnið, opið milli kl. 13 og 18 þessa örfáu daga sem eftir eru af sumrinu.
www.smamunasafnid.is




Hrossaræktarfélagið Náttfari - félagsfundur

Boðað er til félagsfundar í Funaborg þriðjudagskvöldið 9. september n.k. kl. 20.30.
Fundarefni:    Hrossaréttin á Melgerðismelum 4. okt. n.k. (sölusýning).
        Ný kynbótabraut á Melgerðismelum.
        önnur mál.
Stjórnin




Kaupangskirkja

Sunnudaginn 14 sept n. k. kl. 13:30 verður nýtt orgel helgað og tekið í notkun í Kaupangskirkju.
Allir velkomnir, sóknarnefnd

Samherjar – vetrarstarfið að hefjast.
Tímatafla á www.samherjar.is

Vetrardagskrá Samherja hefst í dag laugardaginn 6. september. Ekki eru þó allir endar hnýttir ennþá því blaki og knattspyrnu kvenna hefur ekki verið fundinn tími ennþá. Vonandi mun ekki líða langur tími þar til því verður lokið.

Badminton verður fyrir alla aldurshópa þriðjudaga milli 16 og 17 og laugardaga milli 10:30 og 12. Sérstakur tími fyrir fullorðna verður á miðvikudagskvöldum frá 20 – 21.

Júdó verður á sunnudögum milli 13 og 14 fyrir 11 ára og yngri og milli 14 og 15 fyrir 12 ára og eldri. Júdó verður einnig í miðri viku en enn er eftir að finna því fastan tíma.

Fótbolti verður æfður í flokkum eins og var í sumar og tímasetningar verða inni á www.samherjar.is . Fyrstu tímarnir eru laugardaginn 6. september.
Frjálsar íþróttir – tímasetningar þar finnast einnig á heimasíðunni.
Körfubolti verður milli 11 og 12 á sunnudögum.

Tímatafla kemur síðar hér í sveitapóstinum en ítrekað er að allar nýjustu upplýsingarnar liggja fyrir á heimasíðunni.

Stjórnin




Frá Félagi aldraðra Eyjafirði

Vetrarstarf félagsins hefst mánudaginn 15. september kl. 14.15 í Hrafnagilsskóla.
Sama starfsfólk og síðastliðinn vetur. 60 ára og eldri velkomnir að kynna sér félagsstarfið.
Mætum sem flest, stjórnin.
Getum við bætt efni síðunnar?