Auglýsingablaðið

440. TBL 19. september 2008 kl. 15:13 - 15:13 Eldri-fundur

Ný aðstaða fyrir Félag aldraðra í Eyjafirði.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum tillögu sveitarstjóra um að ráðist verði í framkvæmdir við nýja félagsmiðstöð fyrir Félag aldraðra.  Nýja félagsmiðstöðin sem verður í heimavistarhúsinu á að vera tilbúin á tuttugu ára afmæli félagsins á vormánuðum 2009. / G.J.




Víga-Glúmur

á fjórða hundrað manns sótti Víga-Glúms hátíð um síðustu helgi.
í blíðskaparveðri kepptu sveitungar með sér í hinum ýmsu greinum.

Gríðarlegur fjöldi fólks og félög lögðu til vinnu við að gera daginn sem skemmtilegastan og fá þakkir fyrir.
Dagurinn tókst með eindæmum vel og greinilegt að hér er kominn vísir að sveitahátíð Eyjafjarðarsveitar þar sem íbúarnir koma saman og hafa gaman.
Skoða má myndasöfn dagsins á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is

B. Hreiðarsson hafði umsjón með grillinu og kvenfélagskonur sáu um molakaffið
Ungmennafélagið Samherjar, Björgunarsveitin Dalbjörg og kvenfélögin þrjú Iðunn, Hjálpin og Aldan/Voröld, voru í hinum ýmsu störfum allan tímann.
Diskósundið undir stjórn Hans Snorrasonar og nemenda Hrafnagilsskóla var vel sótt.
Við varðeldinn var um kvöldið var happadrætti, busavígsla sveitarstjóra, söngur og gleði. Um lifandi tónlist sáu Ingi á Uppsölum, Eiríkur Steph. og þuríður Schiöth.

úrslit úr keppnum dagsins voru:
Heyrúlluhleðsluna vann Magnús Aðalsteinsson fyrir Garðsbúið.
Mjólkurreiðina vann Saurbæjarhreppur þar sem Hulda í Kálfagerði og Eydís á Hríshóli voru fulltrúar.
þrautargönguna vann lið Hermanns á Merkigili
Reiptogið milli austur og vesturbakka, vann vesturbakkinn.
Brunaslönguboltann, sem vakti mikla lukku, unnu karlmenn sveitarinnar.

Góðkunningjar sveitarinnar þakka þátttakendum öllum frábæran dag. / GJ




Aukavinna

Duglegt og hresst fólk óskast til að sinna heimaþjónustu í sveitarfélaginu. Um er að ræða tiltekt, þrif og í sumum tilfellum aðstoð við þvotta inni á heimilum. Algengur vinnutími á hverju heimili er 1,5 – 2 klst. ýmist viku-eða hálfsmánaðarlega. Akstur er greiddur. þessi vinna getur hentað vel sem aukavinna eða með skóla. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463 1335.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar



Hrossasmölun

Hrossasmölun í Eyjafjarðarsveit verður helgina 3. – 5. október n. k. Réttað verður í Melgerðismelarétt og þverárrétt.
Allir sem mögulega geta, taki þátt í smölun og réttarstörfum.

Fjallskilastjóri




Góðir sveitungar

Vantar einhvern fullorðna eldavél til smáverka í skemmunni. Ef svo er, fæst ein slík gefins í Gnúpufelli. Upplýsingar í síma 463 1257.

Kveðja, Ingibjörg




NEGLUR OG FöRðUN.

Tek að mér naglaásetningu, viðhald, frens á tásur og förðun við öll tækifæri :). Skraut á neglur fylgir frítt með.

ásetning nagla: 4000 kr.
Viðhald: 3000 kr.
Frens á tásur: 2500 kr.
Förðun: 2500-3000 kr.

Held líka námskeið í förðun fyrir vinahópinn, saumaklúbbinn, kvenfélögin og fl.
Geri tilboð í hópa :), einnig er hægt að fá einkatíma.
Endilega hafið samband og kynnið ykkur tilboðin.
Kveðja Selma, sími 461 3344 og 864 3199.




Sölusýning á Melgerðismelarétt

Sölusýning verður haldin í framhaldi af Melgerðismelarétt 4. október n. k.. ótamin tryppi verða sýnd í Melaskjóli (nýju reiðskemmunni) og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.
Skráning fer fram hjá Jónasi í tölvupóstfang litli-dalur@litli-dalur.is , eða síma 860 9090. Skrá skal nafn og fæðingarnúmer á hrossinu og verðhugmynd. Skráningu líkur miðvikudaginn 1. október.

Stjórn hrossaræktarfélagsins Náttfara




Frá Félagi aldraðra Eyjafirði !

Haustlita ferð

Mánudaginn 22. september n. k. er fyrirhuguð dagsferð, farið vestur á bóginn.
Brottför frá Laugarborg kl. 9:00 f. h.
Farþegar úr bænum verða teknir við Lindina.

Gjald á mann er kr. 2.500.- og greiðist við brottför.

Nefndin




Foreldrar og forráðamenn athugið!

Af gefnu tilefni viljum við benda á að samkvæmt 10 gr. reglugerðar 457/1998 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum, er sundstöðum óheimilt að veita börnum undir 8 ára aldri aðgang nema í fylgd með syndum einstaklingi 14 ára eða eldri. Miðað er við fæðingarár.

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar




KONUR A.T.H.

Er með æðislega flotta skartgripi til sölu heima hjá mér að Skógartröð 7 Reykárhverfi.
Hringir, úr, hálsfestar, armbönd og fl. Fallegt til gjafa við öll tækifæri :)
Get einnig verið með kynningu á skartgripunum í heimahúsum ef þess er óskað. (gestgjafagjöf í boði).

Sjón er sögu ríkari, allir velkomnir að koma og skoða.

Kveðja Selma, sími 461 3344 og 864 3199.




Heimili óskast !

ársgamall, svartur Labrador hundur þarf að komast á gott heimili.

Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 892 2422




Týndur kettlingur

Grábröndóttur kettlingur, ca. 3ja mánaða, tapaðist frá Sunnutröð 2 s. l. helgi.
Hafi einhver orðið var við kettling sem lýsingin gæti átt við, vinsamlegast hafið samband við Einar í síma 869 1857 eða Ragnheiði í síma 869 8161.




Gangnagleði í Funaborg

Laugardagskvöldið 4. okt. n. k. verður haldin gangnagleði í Funaborg.
Allir sem smalað hafa hrossum og kindum af afréttum sveitarinnar, dregið í dilka í réttum, eldað matinn, fylgst með í talstöðinni, kíkinum eða hverju sem er, eru
velkomnir. Hljómsveitin í Sjöunda himni ætlar að sjá til þessa að allir skemmti sér og öðrum. Nánar auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin




Sundæfingar fyrir fullorðna

Sundæfingar fyrir fullorðna verða á miðvikudagskvöldum kl. 20:00 í vetur. æfingarnar verða við allra hæfi og ekki er nauðsynlegt að hafa áður verið á skriðsundsnámskeiði. Verð kr. 9.500,- önnin.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Ingibjörgu Isaksen s. 896 4648

FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI




Kæru sveitungar

Sunnudaginn 21. sept. er helgi og bænastund í Saurbæjarkirkju kl 21:00
Við biðjum fyrir sveitungum. Bænarefni má leggja fram á blaði fyrir athöfn.

Sunnudagaskóli þ. e. kirkjuskóli hefst laugardaginn 27. sept. kl. 11:00 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. þangað eru allir velkomnir. Kirkjuskólastjóri er Brynhildur Bjarnadóttir ásamt með sóknarpresti.

Kveðja í sveitina, Hannes




Félagsleg leiguíbúð

Laus er til umsóknar þriggja herbergja leiguíbúð að Reykhúsum 4a. Umsækjendur skulu hafa náð 60 ára aldri og standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um tekjur og eignir, eins og nánar er skýrt á umsóknareyðublað, sem fæst afhent á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur er til 24. september 2008.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, sími 463 1335




Frá umhverfisnefnd

á næstu dögum verður nefndin á ferð um sveitarfélagið vegna veitingu umhverfisverðlauna 2008.  Allar ábendingar um aðila sem menn telja að verðskuldi verðlaunin að þessu sinni eru vel þegnar.  Koma má ábendingum til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Umhverfisnefnd hvetur íbúa sveitarfélagsins að huga að hlutum sem fokið hafa í rokinu síðustu daga svo sem rúlluplasti sem víða hangir nú á girðingum og blaktir laust á rúllustæðum.
Notum nú tækifærið og gerum góða hausthreingerningu.

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar




Tónlistarhúsið Laugarborg

Tónleikar 21. september 2008 kl. 15.00

Guðbjörg R. Tryggvadóttir, sópran og Elsebeth Brodersen, píanóleikari.

á efnisskránni eru frönsk og ítölsk ljóð eftir Bizet, Fauré Poulanc,
Debussy, Bellini, Tosti og Puccini o.fl.

Tónlistarhúsið Laugarborg


Getum við bætt efni síðunnar?