Auglýsingablaðið

445. TBL 24. október 2008 kl. 13:54 - 13:54 Eldri-fundur

Aðventuævintýri

Hverjir vilja taka þátt í ævintýri ???

Akureyrarstofa er að fara af stað annað árið í röð með svokallað Aðventuævintýri. þetta er eins konar regnhlíf yfir alla helstu viðburði sem eiga sér stað á svæðinu á aðventunni. Eyjafjarðarsveit ætlar að koma viðburðum á framfæri og óskar nú eftir upplýsingum um það sem verður að gerast hér í sveitarfélaginu fram að jólum. Viðburðir, stórir sem smáir, eiga heima í pakkanum svo allir sem hafa góða hugmynd eru hvattir til að skoða með okkur hvort við getum liðsinnt. Nú er mál að lífga uppá aðventuna með skemmtilegum uppákomum.

Hafið samband í síma 864-3633 eða með tölvupósti dorothea@itn.is.Reykskynjarayfirferð 2008

Hin árlega reykskynjarayfirferð Dalbjargar verður farin helgina 1. – 2. nóvember. þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, við munum fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður fyrir reykskynjara og einnig er hægt að panta slökkvitæki og sjúkrakassa hjá okkur.
Einnig munum við hafa Neyðarkallinn til sölu sömu helgi. Sala á honum er góð fjáröflun fyrir hjálparsveitina og því vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.
Nánari upplýsingar hjá Elmari í síma 8917981.

Bestu kveðjur
Hjálparsveitin Dalbjörg.
Kabarett í 25 ár!

Við fögnum þessum tímamótum með flottasta kabarett í áraraðir
ástir - Afbrýðisemi - Hefnd - þúsund Fílar!!!
í Freyvangi 7. og 8. nóvember

Nánar auglýst síðar.
ágætu sveitungar

ég minni á kirkjuskólann laugardaginn 25. október kl 11:00 í Hjartanu Hrafnagilsskóla. þær Brynhildur og Kristín fara á kostum. Komum og gleðjumst með börnum okkar og barnabörnum í Kristi.

Hannes
Til Leigu

Til leigu einbýlishús í Reykárhverfi. Uppl. í sími 861-4809
ágætu sveitungar.

í skólavistun eru margir hressir krakkar sem hafa margt og mikið fyrir stafni. Við erum því að hugsa um hvort einhverjir eigi leikföng sem liggja ónotuð á heimilunum og fólk sé til í að gefa. Allskonar leikföng koma til greina s.s. playmobil, lego, bílar, bílateppi, dúkkur, dúkkuföt, spil, púsl og fleira og fleira.

þeir sem vilja leggja okkur lið með þessum hætti eru beðnir
að hafa samband við Nönnu ritara í 464-8100.

Starfsfólk skólavistunar í Hrafnagilsskóla
Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Einars þveræings

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Einars þveræings í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í Freyvangi sunnudaginn 26. október kl. 20.30.

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Sérstakur gestur fundarins verður Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður og formaður Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Mun hún fara yfir stöðu og horfur í þjóðmálum.
Allir eru velkomnir.

Stjórnin.
Vetrarmarkaður í Laugarborg 1. nóvember

Fyrirhugað er að halda vetrarmarkað 1. nóv. í Laugarborg frá klukkan 13 - 17. Kaffisala verður á staðnum að hætti samherjakvenna, svo allir geta sest niður og fengið sér köku og kaffi á vægu verði.

Margt verður í boði eins og vanalegt er.
 
Kristallar.
Heilsuvörur.
Notuð og ný Föt.
Snyrtivörur.
Skartgripir.
Bækur.
Sultur.
Glerlist.
Siginnfiskur og saltfiskur.
Heimatilbúið hunda og kattarnammi.
og margt, margt fleira.

Sjón er sögu ríkari
Allir velkomnir.
í óskilum í Hrafnagilsskóla

Mjög nýlegar snjóbuxur eru óskilum hjá mér. þetta eru ,,weather report“  buxur, rauðar með hvítum röndum á hliðunum og svörtum axlaböndum. Stærðin er 120. Mikið yrði ég nú glöð ef eigandinn gæfi sig fram

Nanna ritari í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100
Athugið

Til að auðvelda verktaka sorphirðu er þeim vinsamlegu tilmælum beint til íbúa sveitarfélagsins að moka snjó frá sorpílátum og hafa þau aðgengileg þá daga sem sorphirða fer fram.
Anna Guðný Guðmundsdóttir í Laugarborg

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Tónlistarhúsinu Laugarborg sunnudaginn 26. október kl. 15.00.
Efnisskrá: Oliver Messiaen / Tuttugu tillit til Jesúbarnsins

Tilefni tónleikanna er aldarafmælis tónskáldsins og hálfrar aldar afmæli píanóleikarans.

Tónlistarhúsið Laugarborg
Fjáröflun UMF Samherja

Að viku liðinni verður markaðsstemning í Laugarborg. þar mun UMF Samherjar vera með kaffisölu og sölubás. úlpur, jólapappír og jólakort, heimilispakkar og ýmislegt annað verður selt í fjáröflunarskyni. Ungmennafélagið heldur úti mjög öflugu íþróttastarfi og er sífellt að auka við fjölbreytni. þátttaka í greinum félagsins hefur aukist til muna og fögnum við því. Vonum að þið kíkið við í Laugarborg.

Stjórnin
UMF SAMHERJAR - FéLAGSVIST

Samherjar ætla að láta reyna á áhuga ungra sem aldinna að skemmta sér yfir félagsvist. Við ætlum að byrja í Sólgarði sunnudaginn 2. nóvember kl. 14:00 og verða spiluð 24 spil. Verðlaun verða í boði.
Aðgangseyrir er kr. 500.- og er kaffi innifalið. Stjórnandi verður Grétar þorleifsson, Sólgarði.
Ef þátttaka er góð er ætlunin að gera þetta að reglubundnum viðburðum, svo nú er um að gera að fjölmenna.

Stjórnin
Til sölu/leigu nýjar íbúðir við Meltröð 4 Eyjafjarðarsveit.

íbúðirnar afhendast fullbúnar.
Afhendingartími 3 vikur frá undirskrif samnings.

Upplýsingar gefur ívar Ragnarsson í síma 894-9011
358. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 28. október 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1. 0810003F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar – 85
1.1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
1.2.    0809021 - Umhverfisverðlaun 2008
1.3.    0810008 - Starfssvið umhverfisnefndar


2. 0810004F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 127
2.1.    0809017 - Safnamál í Sólgarði


3. 0810007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 112
3.1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
3.2.    0810010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar
3.3.    0810009 - Leifsstaðir - Kárastaðir. ósk um að lóðir nr. 1-2 og 5 verði sameinaðar í eina lóð.
3.4.    0810007 - Syðri-Varðgjá Smáralækur, Kaupsamningur og stækkun lóðar
3.5.    0803033 - Syðri - Varðgjá / Vogar. Deiliskipulag íbúðabyggðar
3.6.    0810011 - Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 - Smábátahöfn á Leirunni


Almenn erindi
4. 0806043 - Aukning hlutafjár í Flokkun ehf 2008

5. 0809025 - Málefni aldraðra

6. 0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur


24.10.2008
Stefán árnason.
Getum við bætt efni síðunnar?