Auglýsingablaðið

455. TBL 09. janúar 2009 kl. 13:29 - 13:29 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar laugardaginn 31. jan. 2009
 
Hér við skulum halda sönsum
hiklaust taka allt með stæl.
á þorrablóti djörf við dönsum
og dillum oss í vals og ræl.

í kreppunni nú kjólinn mátum
klöngrumst jakkafötin í.
Skóna við á skanka látum
og skundum svo á fyllerí.
 
þorrablótsefndin




Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Söngur er megrandi og fegrandi. Svo er líka þorrablót framundan.
Fyrsta æfing nýs árs verður í Laugarborg mánudagskvöld 12. jan. kl. 20:30

Hittumst heil




Athugið

þann 11. jan. næst komandi á ég undirritaður afmæli.
ég verð að heiman þann dag. ég bið þá, sem hugsanlega vildu heiðra mig á einhver hátt,
að þeir láti fé rakna til líknarstofnanna svo sem Hjálparstarfsins, Rauða krossins og annarra slíkra.

Innilegustu kveðjur
Hannes Blandon, Syðra-Laugalandi




Folalda- og ungfolasýning

Minnum á folalda og ungfolasýningu Hrossaræktarfélagsins Náttfara á Melgerðismelum í dag kl 13.30. 50 folöld og 8 ungfolar skráðir til leiks. Dómarar Eyþór Einarsson frá Skörðugili og Sigbjörn Björnsson hrossaræktandi á Lundum ll.

Sýningarstjórn.




Kirkjuskólinn í Eyjafjarðarsveit

Starfsfólk kirkjuskólans óskar bæði stórum og smáum gleðilegs árs og þakkar fyrir frábærar móttökur á liðnu ári!! Við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram starfinu okkar og nú færum við samverurnar okkar yfir á sunnudaga, sumsé SUNNUDAGASKóLI!
Fyrsta samvera ársins verður sunnudaginn 18. janúar í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl 11 og 12. Við munum svo hittast á sama stað og tíma, annan hvern sunnudag fram á vor, sjá dagskrá:
18. jan, 1. feb, 15. feb, 1. mars, 15. mars, 29. mars, 19. apríl, 3. maí

Allir velkomnir, bæði stórir og smáir....
Brynhildur, Katrín og Hannes




Almennur stjórnmálafundur

verður haldinn í Hrafnagilsskóla sunnudaginn 11. janúar 2009 kl. 20:30

Málshefjendur á fundinum verða Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra
Arnbjörg Sveinsdóttir form. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar

Allir velkomnir

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi




Athugið

þann 26. des síðastliðinn strauk tík frá Leifshúsum á Svalbarðsströnd og hefur ekkert spurst til hennar síðan. þetta er lítil svört Labrador tík sem heitir Nala og er 20 mánaða gömul. Hún er með rauða hálsól með nafni og síma.
Búið er að leita víða, en hugsanlega gæti hún verið komin í Eyjafjarðarsveitina. Ef einhver hefur séð til ferða hennar, þá endilega hringið í síma 897-3258.
Vefsíða hundsins er www.nala.hugverk.com og netfang bjorgvin@nett.is

Getum við bætt efni síðunnar?