Auglýsingablaðið

458. TBL 30. janúar 2009 kl. 14:42 - 14:42 Eldri-fundur

árshátíð miðstigs

árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 5. febrúar n.k. og hefst kl. 20:00.
í ár ætlum við að sýna nokkur vel valin atriði úr leikritinu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren.
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 6-12 ára og 1000 kr. fyrir 13 ára og eldri og eru veitingar innifaldar í verðinu.

Sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur 4.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla




Foreldrafélag Krummakots auglýsir

þriðjudaginn 24. febrúar mun Foreldrafélagið bjóða börnunum upp á leiksýningu um hann Einar áskel. þetta er brúðusýning úr smiðju Bernd Ogrodnik og er afar falleg og skemmtileg. Sýningin hefst kl. 10:30 í Laugarborg og eru foreldrar velkomnir.

Með kveðjur, Foreldrafélagið




Sundleikfimi fyrir aldraða

Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að fara aftur í gang  í Kristneslauginni undir stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara. Tímarnir verða á miðvikudögum kl. 15:00 og hefjast miðvikudaginn 4. febrúar. Um er að ræða 9 skipti fram til vors, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama  og sál með liðkandi æfingum í vatninu.
íþrótta- og tómstundanefnd
Eyjafjarðarsveitar




Fréttabréf Hrafnagilsskóla

Eftirleiðis verður Fréttabréf Hrafnagilsskóla ekki sent á öll heimili Eyjafjarðarsveitar heldur verður eingöngu birt á heimasíðu skólans www.krummi.is í kringum 1. helgi hvers mánaðar. Er þetta gert í sparnaðarskyni þar mjög margir geta lesið blaðið á netinu en þeir sem ekki hafa aðgang að netsambandi og óska eftir að fá blaðið sent geta haft samband við Nönnu ritara.

Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri




Nemi í svæða- og viðbragðsmeðferð

Svæða og viðbragðsmeðferð er ævaforn og áhrifarík nuddaðferð sem byggir á því
að hvert líffæri hafi sína orkustöð í fótum.
Er kominn með aðstöðu að Vökulandi, get tekið fólk í nudd gegn vægu gjaldi.

Upplýsingar í síma: 846 7378 – Steinar.




Kirkjuskólinn í Eyjafjarðarsveit

Við minnum á kirkjuskólann í Hjartanu, Hrafnagilsskóla kl. 11:00 á morgun 1. feb.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir.

Brynhildur, Katrín og Hannes
Getum við bætt efni síðunnar?