Auglýsingablaðið

462. TBL 27. febrúar 2009 kl. 14:30 - 14:30 Eldri-fundur

Ungt fólk og lýðræði
Ungmennaráðstefna á Akureyri 4. – 5. mars n. k.

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir fulltrúa á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin verður á Hótel KEA 4. – 5. mars n. k.

Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13 – 30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum sem og öðrum sem áhuga hafa á lýðræðislegri þátttöku ungs fólks.
Ráðstefnan stefndur frá 9:30-17:00 báða dagana og á miðvikudagskvöldinu verður sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka.

áhugasamir hafi samband við Kristínu Kolbeinsdóttur í síma 861 4078 í síðasta lagi seinnipart sunnudags.
Aðalfundur Umf. Samherja

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Hrafnagilsskóla mánudaginn 2. mars, kl. 20:30.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Lagabreytingar
- Starfið framundan
- önnur mál
Kaffi og veitingar í boði - Fjölmennum!
Stjórnin.
Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 1. mars kl. 11:00 er fjölskyldumessa í Grundarkirkju .
Börnin sem sótt hafa sunnudagaskólann munu leiða söng
undir stjórn Brynhildar, Katrínar og Hannesar.
Kæru afar, ömmur og foreldrar. Komið með börnum ykkar.

Sama dag er kyrrðar og bænastund í Hólakirkju kl 21:00
Verið velkomin

Hannes
Fundarboð

Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði verður haldinn í Hrafnsgilsskóla laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Rætt verður um nýtt húsnæði fyrir starfsemina og fleira sem því tengist á 20 ára afmælisári félagsins.
Nýir félagar velkomnir 60+.
Mætum sem flest, stjórnin
Foreldrafélag Krummakots auglýsir

Vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti að fresta fyrirhugaðri brúðuleiksýningu um hann Einar áskel í vikunni. Nýr sýningatími hefur hins vegar verið settur og verður sýningin sýnd í Laugarborg þriðjudaginn 3. mars kl. 10:30. Foreldrar eru velkomnir á þessa einstöku sýningu.
Með kveðju, Foreldrafélagið
Halló, halló.

Leynist ekki einhversstaðar nothæf prjónavél, upp á lofti eða ofan í kjallara.
Langar svo að eignast eina fyrir lítið. þarf að vera með 2 borðum.
Bíð við símann 462-7650.

Anna Ringsted, þórustöðum 4
Píanóstillingar

Leifur Magnússon píanóstillari verður staddur á svæðinu á tímabilinu ca. 30. mars til 3. apríl nk. þeir sem vilja nýta sér þjónustu hans á þessum tíma vinsamlegast sendið svar til mín (þórarinn ts@itn.is ) sem fyrst. Stillingin kostar 16.200,-. í pöntun ykkar þarf að koma fram hvort um sé að ræða píanó eða flygil og staðsetning hljóðfærisins (þ.e. heimilisfang), gott að láta síma fylgja líka.

Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 868 9845, þórarinn Stefánsson
Aðalfundarboð

Aðalfundur kvenfélags Iðunnar verður haldinn í Laugarborg,
laugardaginn 7. mars kl. 11:00.
Nýjar konur velkomnar.

Stjórnin
Ferðalag

Félag aldraðra Eyjafirði hefur ákveðið að fara til ísafjarðar dagana 21. til 24. júní 2009.
Gist verður á Hótel ísafirði með morgunverði og kvöldverði.
Ferðast verður um nágrenni ísafjarðar. Látið skrá ykkur fyrir 15. apríl í síma
462 4933 – óttar     462 4912 Steingrímur     463 1153 Jón

Ferðanefndin
Beitiland óskast

óska eftir að kaupa eða leigja land sem gæti nýst sem beitiland fyrir hross.

Linda Reynisdóttir s: 587 1330
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa

Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum, fimmtudaginn 19. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin
það er gott að lesa núna

útsala og ókeypis bækur.

Fróði Fornbókabúð, Listagilinu
Frá Kvenfélaginu Hjálpinni

Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 5. mars n. k. kl. 20:30 að Skólatröð 4, Reykárhverfi, Hrafnagili. Fyrir fundinum liggur dagskrá er varðar venjuleg aðalfundarstörf. Dóra í Syðra-Felli kemur og ræðir málin. Minni á útsendan tölvupóst :-).
áhugasamar um starf kvenfélagsins eru velkomnar að koma og kynna sér starfsemina og gerast félagar :o).

Hitumst hressar og eigum góða kvöldstund saman !!!
Stjórnin.
íbúð til leigu

50 fermetra kjallaraíbúð til leigu á öngulsstöðum III. Upplýsingar veita Sveina eða Gunnar í netfangið sveina@sveina.is eða í síma 8916298 (Sveina) eða (8648990) Gunnar
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum, sunnudaginn 8. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin
Nudd – Nudd – Nudd

Heildrænt-, íþrótta-, klassískt-, slökunar-, sogæða- og svæðanudd,  ásamt heilun.

Nuddstofan Sóllilja - Sunnutröð 1 - sími 899 1840 - Sirra heilsunuddari
Auglýsingablað Eyjafjarðarsveitar

Kæru sveitungar. Eftirleiðis verður Auglýsingablaðinu dreift með íslandspósti á föstudögum og þurfa auglýsingar því að berast fyrir kl. 16:00 á miðvikudögum.

Við munum reyna að koma öllum auglýsingum að en auglýsingar í prentuðu útgáfunni þurfa að vera stuttar, þar sem dreifingin miðast við einblöðung.  
Við minnum á að blaðið mun áfram verða birt á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar http://eyjafjardarsveit.is og þar gefst auglýsendum kostur á að koma á framfæri ítarlegum upplýsingum.
Kveðja, ritstjórn.
Getum við bætt efni síðunnar?