Auglýsingablaðið

476. TBL 12. júní 2009 kl. 15:45 - 15:45 Eldri-fundur

Kvennahlaup íSí 20. júní 2009 kl. 11:00. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, í anddyri sundlaugarinnar, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. Henni stjórnar Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari og sér hún einnig um teygjur í lokin. þátttökugjald er 1.000 krónur. Bolurinn í ár er bleikur úr dry-fit efni (eins og í fyrra). á sama tíma verður kassaklifur í íþróttasalnum fyrir börnin og hestar frá hestamannafélaginu Funa verða á staðnum. Frír prufutími verður í líkamsræktina frá kl. 11:00 þennan dag fyrir þá sem eru eldri en 16 ára. Létt hressing verður í boði fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins. Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum milli kl. 11:00 og 12:30 og mælir blóðþrýsting hjá gestum og gangandi. Vonumst til að sjá sem flesta. íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar



Frá Sundlaug Eyjafjarðarsveitar.  OPIð 17. JúNí FRá 10:00 – 20:00.
Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.



Bílapartasalan Austurhlíð er byrjuð að taka við ökutækjum til afskráningar og förgunar. Gefum út skilavottorð og aðstoðum fólk í því ferli að fá 15.000 kr. skilagjaldið greitt. Getum sótt bíla ef þess er óskað. Hafið samband í síma: 462 6512 Bílapartasalan Austurhlíð.



Flóruvinir halda upp á Dag hinna villtu blóma þann 14. júní næstkomandi. á Eyjafjarðarsvæðinu verður boðið upp á tvær plöntuskoðunarferðir, Krossanesborgir á Akureyri og Stóragil við Eyrarland í Eyjafjarðarsveit. Mæting við Krossanesborgir er kl. 10:00 á nýja bílastæðinu norðan við Byko. Leiðsögumaður er Elín Gunnlaugsdóttir. Við Eyrarland er mæting einnig kl. 10:00 við afleggjarann að Eyrarlandi af gamla Vaðlaheiðarveginum. Leiðsögumaður þar er Hörður Kristinsson. Nánari upplýsingar fyrir landið allt má finna á www.floraislands.is   Flóruvinir



Búvélasýning verður við Smámunasafnið laugardaginn 13. júní milli kl. 13 og 17. búvélasafnarar við Eyjafjörð draga eitthvað gamalt og fallegt út úr geymslum sínum.
Munið sýningarnar „Ekki henda“ og „Gullin hennar Gunnu“ www.smamunasafnid.is



Kvenfélagið Hjálpin minnir á lautarferð í Leyningshólum 17. júní. þátttakendur taki með sér nesti og síðan verður farið í leiki af ýmsum toga. Miðað er við að hittast um tvö leytið. Allir velkomnir !!!



Tapað: Rauð Manchester United skótaska, sem innihélt m. a. svartan Ronaldo drengjabol, týndist fyrir um 2 vikum og er sárt saknað. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Víði í síma 899 9821.



Gæðingakeppni Funa, 20. júní. Gæðingakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 20. júní. Keppt verður í A- og B-flokki, barna-, unglinga- og ungmennakeppni, tölti og 100 m skeiði ef næg þátttaka fæst. Skráningar berist í seinasta lagi miðvikudaginn 17. júní til Stefáns Birgis í Litla-Garði í tölvupóstfang heridsa@nett.is eða í síma 896 1249. Mótanefnd Funa


Til sölu vel með farnar barnavörur. Rainforest leikteppi með spiladós, afar fallegt og falleg hljóð og tónlist. Baðbali og standur, sérlega hentugt fyrir lítil rými. Harðspjalda skiptidýna, t.d. ofan á kommóðu eða barnarúm. Allar nánari upplýsingar í síma 462-1705/891-8356. Bjarkey í Rökkurhöfða.


Ath. Sleppt verður í ungfolahólf á vegum Náttfara sunnudaginn 21. júní milli kl. 14 og 15. Yngir folarnir verða í Samkomugerði og eldri í Melgerði eins og verið hefur. Hafið samband við einhvern af undirrituðum til að panta fyrir folana. ævar Hreinsson s: 865-1370. Jónas Vigfússon s: 861-8286. ágúst ásgrímsson s: 866-9420


Sveitarstjórnarfundur. 371. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 16. júní 2009 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is  Oddviti

Getum við bætt efni síðunnar?