Auglýsingablaðið

479. TBL 03. júlí 2009 kl. 09:42 - 09:42 Eldri-fundur

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur auglýst eftirtaldar tillögur að deiliskipulagi.
Deiliskipulagsbreyting frístundasvæðis í landi Leifsstaða.
Deiliskipulag hálendismiðstöðvar í Laugafelli.
Tillögurnar ásamt greinargerðum eru til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar .
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. ágúst 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
Sveitarstjóri



ágætu sveitungar. ég verð í fríi frá 6- 15 júlí. Ef að þarf að ná í prest þá er bakvaktarsími presta 8483301 aðallega eftir kl 19 virka daga, síðan allan sólarhringinn um helgar. Megi uppskera verða góð.
Hannes.



Veiðidagur landeigenda Eyjafjarðarár verður sunnudaginn 5. júlí. Landeigandi og fjölskylda hans mega veiða fyrir eigin landi. Hirða má tvo fiska í soðið á hverju landi. Fara má til veiða hvenær sem er dagsins.
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár



Athugið. Vegna breyttra aðstæðna þarf ég að finna nýtt heimili fyrir hundinn minn. Hann er 10 mánaða, blanda af Labrador og Irish setter og er ofsalega blíður, góður og hlýðinn. Hann er fæddur 17. ágúst 2008, er búinn að fá allar sprautur, ormahreinsa og heilsufarsskoða. Hann er geldur og er því frekar rólegur. Hann er sveitahundur, ekki vanur bandi né bílferðum.
áhugasamir vinsamlega hafið samband við Kristínu í síma 698 8749.



Kassavana kettlinga vantar heimili.
Upplýsingar gefur Rósa í síma 463 1182.



Ferguson - hafa skal það sem sannara reynist. í umfjöllun um Ferguson í síðasta tölublaði sagði að fimmtíu ár væru liðin síðan fyrstu Fergusonvélarnar voru fluttar til landsins. það er hins vegar ekki rétt heldur eru árin 60. Minnum að öðru leyti á umfjöllunina og hvetjum Fergusoneigendur til að láta frá sér heyra vilji þeir leggja okkur lið.
Dóróthea og Bjarni.



Síðasta plastsöfnunarferð vetrarins verður farin n. k. mánudag, 6. júlí. Minnt er á mikilvægi þess að vanda frágang og að við skil á áburðarpokum séu innra og ytra byrði aðskilin.
Sagaplast, Gunnar Guðmundsson s: 894 4238.



Kvennareið Funa 2009
Konur nú er komið að því, kvennareiðin er á morgun laugardag. þið mætið við réttina á Melgerðismelum kl. 20.00 í fordrykk og svo leggjum við af stað kl. 20.30 stundvíslega. þið komið með kjötið og góða skapið – við sjáum um meðlætið. þátttökugjald er 1.500 krónur.  Allar konur velkomnar.
Nefndin.



SöNGUR GASELLUNNAR
Hvar er skeifan mín, hvar er merin mín
hvar er fjarska góða fjagra flösku kippan mín?
Hvar er hjálmurinn hvar er hláturinn
hvar er glossinn sem að átti að nota frídaginn
ég er viss um að það var hér allt í gær.

Hvar er Hafdísin, hvar er gítarinn
hvar er nestið hvar er svefnpokinn og koddinn minn
Hvar er Kambskarðið, hvar er Fnjóskáin
Hvar er brúin, hvar er slóðin, hvar er girðingin.
ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu bílstjórann, sérðu trússarann
Sérðu eldinn sérðu reykinn sérðu túlkarann
þetta er ljótt að sjá, að öllu leita má
Hvar er gasið sem ég stakk í mína stórutá
ég er viss um að það var hér allt í gær.

Stelpur fariði að gera ykkur klárar, 20. júlí nálgast óðum!!
Getum við bætt efni síðunnar?