Auglýsingablaðið

486. TBL 21. ágúst 2009 kl. 08:51 - 08:51 Eldri-fundur

Göngur 2009
1.göngur:
5.-6.sept.: öll gangnasvæði nema norðan Bíldsár.
12.sept. : Norðan Bíldsár.
Breytingar frá þessu skulu gerðar í samráði við fjallskilastjóra.

2.göngur:
19.og 20.september.

Hrossasmölun:
2.-4.október.

Fjallskilastjóri sími 845 0029



Frá Hrafnagilsskóla
Hrafnagilsskóli verður settur þriðjudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu kl. 10:00. Að lokinni setningu fara nemendur og kennarar á fund með umsjónakennara. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu 26. ágúst nema hjá nemendum 1. bekkjar sem byrja fimmtudaginn 27. ágúst.
Skólastjóri



Atvinna
Mötuneyti Hrafnagilsskóla óskar eftir starfskrafti í 50% stöðu. Vinnutími 10:00 – 14:00. Nánari upplýsingar gefur Valdemar í síma 897-4792.



Krakkanámskeið
Reiðnámskeið fyrir krakka á öllum aldri verður haldið á Melgerðismelum 25.-27. ágúst. æfing á hringvelli fyrir bæjarkeppnina fyrir þau sem vilja.
Kennari: Sara Arnbro, skráning: 845 2298



Eldað og sungið með Iðunnarkonum
Að vanda er dagatal Kvenfélagsins Iðunnar komið út fyrir árið 2010. Hverjum mánuði fylgja ein til tvær mataruppskriftir og söngtexti til að raula með við matargerðina og/eða baksturinn. þessi frábæru dagatöl er hægt nálgast hjá Katrínu í Brekkutröð 4 (gsm. 8635005) og Hafdísi í Vallartröð 3 (gsm. 8622171). Allur ágóði af sölu dagatalanna rennur til líknarmála.
Fyrir hönd fjáröflunarnefndar, Katrín og Hafdís



Funafélagar
Nú geta félagar í hestamannafélögum fengið frían aðgang að WorldFeng. Félagsmenn þurfa að vera skuldlausir við sitt félag og einnig er nauðsynlegt að gjaldkeri okkar hafi netföng félagsmanna. því bið ég ykkur kæru Funamenn að senda Auðbirni í Hólakoti póst á audbjorn@nett.is



Grill og gaman á Melgerðismelum 2009
Laugardagskvöldið 22. ágúst verður grillað á Melgerðismelum. Kveikt verður á grillinu kl. 19 og grillað meðan einhver er svangur. Eitthvað sprell verður, sölusýning og lifandi músik frá kl. 20. Verð 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir 12-16 ára. Allir velkomnir. Funi.



óskast.
Okkur sárvantar þvottavél í mjólkurhúsið, útlitið skiptir ekki máli. Upplýsingar í síma 4631167 eða 8463222.



Bæjakeppni Funa
Laugardaginn 29. ágúst verður haldin hin árlega bæjakeppni Funa og hið geysivinsæla kaffihlaðborð sem henni fylgir. Skráning knapa og hesta fer fram á staðnum og hefst skráning kl.12.00. Mótið hefst kl. 13.00 og keppt er í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- kvenna- og karlaflokki.
Bændur og búalið er beðið um að taka vel á móti því Funafólki sem kemur til með að ferðast um sveitina til að óska þátttöku bæjanna á þessum hátíðardegi.



Boot Camp námskeið
Fyrirhugað er að halda Boot Camp námskeið við íþróttamiðstöð Hrafnagili. Námskeiðið hefst 7. september og verður 3x í viku í fjórar vikur kl. 6:15 á morgnana. Hver tími er 60 mínútur. Námskeiðsgjald er 11000.
Kennari á námskeiðinu er Nína Björk Stefánsdóttir sem er löggildur sjúkranuddari og hefur starfað við það í Kanada sl. 12 ár. Nína hefur einnig sótt einkaþjálfaranámskeið og hún hefur starfað sem einkaþjálfari síðan í júní 2008 á líkamsræktarstöð í Kanada auk þess að hafa verið með hóptíma í Boot Camp síðan í febrúar 2009. Nína lýsir Boot Camp tímunum sínum þannig; “ í tímunum mínum eru allar æfingarnar á þann hátt að hver og einn getur gert eins og hann treystir sér til. Hver æfing getur verið á mismunandi erfiðleikastigi. þátttakendur koma til með að sjá mjög mikinn mun á styrk og þoli á innan við mánuði. Hóptímar eru skemmtilegir og fjölbreytilegir. Hver tími inniheldur þolæfingar, styrktaræfingar og svo teygjur í lok tímans. Notast er við líkamsþunga og landslag. Allir eru hvattir til að gera sitt besta til að ná sem bestum árangri. Allir geta tekið þátt.”
Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Hafdísi í síma 8622171 eða 4631439 eftir kl. 16 á daginn. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til Nínu á netfangið powerfulbjork@yahoo.ca .



Melgerðismelar 2009
Opið stórmót hestamanna fer fram nú um helgina og er dagskrá eftirfarandi:
Laugardagur 22. ágúst, kl. 10- B-flokkur, ungmennaflokkur, hádegishlé, kl. 13 A-flokkur, barnaflokkur, unglingar, tölt, kl. 18- 100 m skeið. kl. 19 grill, sprell og sölusýning.
Sunnudagur 23. ágúst, kl. 10- 300 m brokk, 300 m stökk, 150 m skeið, 250 m skeið, kl. 13 úrslit í B-flokki, ungmennaflokki, A-flokki, barnaflokki, unglingaflokki og tölti.
Getum við bætt efni síðunnar?