Auglýsingablaðið

488. TBL 04. september 2009 kl. 10:58 - 10:58 Eldri-fundur

Vetraropnun Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar frá 1. september.
Mánudaga – föstudaga 6:30 - 20:00 / Laugardaga - sunnudaga 10:00 - 17:00
Helgidaga og almenna frídaga 10:00 - 17:00.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar



Skilaréttir
Skilaréttir í sveitarfélaginu eru Hraungerðisrétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að laugardaginn 5. sept. þverá ytri þar sem réttað er á sunnudeginum 6. sept. kl. 10 og Möðruvallarétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á sunnudeginum.



Göngum saman og styrkjum gott málefni
Minnum á þessa skemmtilegu, ganglegu göngu og vonumst til að sem flestir taki þátt:
Göngum saman er styrktarfélag sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Styrktarganga verður í Kjarnaskógi sunnudaginn 6. september n. k. kl. 10:30. Nánari upplýsingar og skráning er á gongumsaman.is eða á staðnum.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar



Vetrardagskrá Umf. Samherja er að hefjast.
Athugið að íþróttaæfingar Umf. Samherja eru opnar fyrir alla og að það er bæði skynsamlegt og skemmtilegt að vera með.
Tímatafla er á heimasíðunni www.samherjar.is  í valmynd til vinstri.
Ekki hefur enn verið gengið frá tímum 4.  og 5. flokks í fótbolta og tímum í júdó og sundi en vonir standa til að það verði hægt á næstu dögum.
Stjórn Umf. Samherja



Foreldrafélag Krummakots auglýsir - breyttur fundarstaður!
þriðjudagskvöldið 8. september næstkomandi kl. 20 verður foreldrafundur Krummakots. Stuttur fundur með skólastjórnendum verður á efri hæð leikskólans, en síðan fara deildarstjórar inn á sínar deildir og fara yfir vetrarstarfið. þar gefst einnig tækifæri til spurninga og fyrir foreldra og kennara að spjalla sín á milli yfir kaffi og meðlæti. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :D
Foreldrafélagið



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
þá er kominn tími til að opna bókasafnið og verður það opið sem hér segir í vetur: Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00. þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45. Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45. Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45. Föstudaga frá kl. 9:00-12:45. á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Bókavörður



Dagmamma
Er með dagmömmuréttindi og bý í Reykárhverfi. Er með laus pláss í vetur frá 8 til 14 eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar í síma 463-1388, ólöf Matt.



Sparkvallarsjóður
Fyrirhuguð er bygging sparkvallar við hlið aðalvallar Umf. Samherja. Vonast er til að framkvæmdir geti hafist á næstu vikum. Stofnaður hefur verið söfnunarsjóður fyrir verkefnið hjá Umf. Samherjum og er reikningsnúmerið 0302-13-701442 og kennitalan er 540198-2689.
áætlanir gera ráð fyrir sjálfboðavinnu við nánast alla verkþætti byggingarinnar og auk þess mun væntanlega fást styrkur úr mannvirkjasjóði KSí. En betur má ef duga skal og best væri ef allir Samherjar, sveitungar og foreldrar að legðust á eitt að styðja við og safna styrkjum til byggingarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt.
Undirbúningsnefndin



Sveitarstjórnarfundur
373. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 8. september 2009 og hefst hann kl. 16:30. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is
Getum við bætt efni síðunnar?