Auglýsingablaðið

500. TBL 30. nóvember 2009 kl. 09:34 - 09:34 Eldri-fundur

Jólaföndur á yngsta stigi:
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 28. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs.
Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Takið með pensla til að mála á keramik.
Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og Foreldrafélagið



Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 29. nóv. sem er fyrsti sunnudagur í aðventu er messa í Saurbæjarkirkju kl. 11:00. Er ekki ágætt að hvíla sig á amstri dagsins og hlýða á fallegan söng okkar ágæta kirkjukórs.
Kv. Hannes



Kæru Iðunnarkonur
Jólafundur Kvenfélags Iðunnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 10/12 2009 kl. 20.
Hittumst og eigum notalega stund saman við kertaljós og jólasögur.
Nýjar konur velkomnar
Kv. stjórnin



Náttfarafélagar:
Hinn árlegi haustfundur Náttfara (stóðhestaspjall á léttu nótunum) verður haldinn í Funaborg, föstudagskvöldið 27. nóv. kl. 20.30. Stóðhesturinn Asi frá Lundum ll verður í Guðrúnarstöðum strax eftir landsmót í sumar og hafa Náttfarafélagar forgang að 14 plássum. Asi stóð efstur stóðhesta í sumar, aðeins 4 vetra gamall.
(AE.8,41 - Sköpul. 8.50 - kostir 8,35). Teknar verða niður pantanir á fundinum og eftir það í síma 463 1294 / 866 9420 hjá ágústi og Huldu í Kálfagerði.  
Stjórn Náttfara.



Aldan-Voröld
Jólafundurinn okkar verður í Freyvangi 4. des. kl. 20:00 (makar með). Skráning fyrir þriðjudaginn 1. des.
Pakki á par, verðmæti c.a. 1000 kr. Hittumst hressar og skemmtum okkur saman.
Stjórnin



Fræðslufundur.
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar boðar til fræðslufundar í Kaffihúsinu í Holtseli mánudaginn 30. nóvember kl. 10.30. Sigurgeir Hreinsson kemur og ræðir um nautgriparækt og kynbótastefnu.
Sjáumst sem flest, stjórnin.



Foreldrafélag Krummakots auglýsir.
Laugardaginn 5. desember frá kl. 13-15 verður jólaföndur í leikskólanum.
Sjáumst hress!



Sveitarstjórnarfundur
377. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 1. desember n. k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is.
Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?