Auglýsingablaðið

508. TBL 29. janúar 2010 kl. 10:55 - 10:55 Eldri-fundur

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2010:
þá er komið að því! þorrablótsgestir eru vinsamlegast beðnir um að nota tímann fram að blóti til að æfa lagið hér fyrir neðan. Minnum ykkur á að mæta tímanlega á laugardagskvöldið, húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl 20:45. Góða skemmtun!!
í sjöunda himni (Lag: My Bonnie is over the ocean)
í sveitinni gerist nú gaman
gleðin hún tekur öll völd.
í sjöunda himni við saman
syngjum á blótinu í kvöld.

Syngjum, syngjum
í sveitinni tekur nú gleðin völd.
Syngjum, syngjum,
í sjöunda himni í kvöld.
                                        S.R.S.
Kv. nefndin



áminning vegna hunda- og katta
Að gefnu tilefni er það áréttað að hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit er háð leyfi. Samþykkt þar um má finna á vef sveitarfélagsins, en í henni eru m.a. eftirtalin atriði:
Eigandi eða umráðamaður hunda og katta skulu gæta þess vel að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni, þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.
Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, nema í fylgd með manni sem hefur fulla stjórn á honum. þeim, sem hefur hund í för með sér, er skylt að fjarlægja saur, sem hundurinn lætur eftir sig á almannafæri.
Ef dýrið hverfur frá heimili sínu skal eigandi eða umráðamaður gera ráðstafanir til að finna það.
Eigendur hunda og katta skulu sjá til þess að þau séu ormahreinsuð árlega, eða oftar eftir þörfum. Fyrir lok jan. ár hvert skal hundeigandi framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins vottorði um ormahreinsun og staðfestingu á endurnýjun ábyrgðartryggingar. Hvatt er til reglulegra bólusetninga dýranna gegn helstu smitsjúkdómum þeirra.
Sveitarstjóri




Aðalfundarboð
Aðalfundur Kvenfélags Iðunnar verður haldin laugardaginn 13 febrúar kl 11 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Kæra kveðjur stjórnin




Sundleikfimi fyrir eldri borgara.
Kæru sveitungar. Nú er sundleikfimi fyrir eldri borgara að hefjast í Kristneslauginni undir styrkri stjórn Kirstenar Godsk, sjúkraþjálfara.
Tímarnir verða á miðvikudögum kl. 15:00. þeir hefjast miðvikudaginn 3. febrúar og síðasti tíminn á þessum vetri verður svo miðvikudaginn 24. mars. Um er um að ræða 8 skipti. Eins og fyrr er leikfimin þátttakendum að kostnaðarlausu.
Mætum nú öll hress og kát og styrkjum líkama og sál með liðkandi æfingum í vatninu.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar




Sunnudagaskólinn
Minnum á næstu samveru sunnudagaskólans í Hrafnagilsskóla þann 31. janúar kl 11.
Allir velkomnir
Brynhildur, Katrín, Hrund og Hannes.




Aðalfundur Funa
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin




íbúð í Sólgarði til leigu
íbúðin á efri hæðinni í Sólgarði er laus til útleigu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 1335 og esveit@esveit.is .
Sveitarstjóri




Fræðslufundur um Aloe Vera og dýr.
á fundinum verður flutt 40mín erindi um Aloe Vera og hvernig það hefur verið notað á dýr bæði hérlendis og erlendis.  Mjög áhugavert efni - mikið af myndum.
Enginn dýraeigandi ætti að láta þetta framhjá sér fara.
Hvenær: Föstudagur 5 feb    Kl 12:30   Hvar: Kaffihúsið Holtseli
Allar nánari upplýsingar hjá Bjössa 862-6823 og Indu 897-6098 á Finnastöðum
Minnum einnig á heimasíðuna www.inda.forever.is
Sjálfstæður dreifingaraðili Forever Living Products á íslandi




Sveitarstjórnarfundur
381. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 2. febrúar n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar í listanum til hægri.
Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?