Auglýsingablaðið

515. TBL 18. mars 2010 kl. 10:30 - 10:30 Eldri-fundur

 

Fundur um sveitarstjórnarmál
H- listinn, annar tveggja lista í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, boðar til fundar um komandi sveitarstjórnarkosningar. Fundurinn verður haldinn mánudagskvöldið 22. mars nk. kl. 20:30 í Hrafnagilsskóla.  Allir sem áhuga hafa á að starfa að sveitarstjórnarmálum, vexti og viðgangi sveitarinnar okkar eru hvattir til að mæta. Kaffi og með því
Gerum góða sveit enn betri.     F.h.  H-Lista Arnar árnason oddviti

-----

árshátíð miðstigs
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 25. mars n.k. og hefst kl. 20:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af Fólkinu í blokkinni. Að skemmtiatriðum loknum verður boðið upp hressingu og síðan stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur og 1.100 fyrir þá sem eldri eru. Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppan verður opin.
Allir eru hjartanlega velkomnir.       Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla

-----

Minningarsjóður Garðars Karlssonar
Tónleikar til styrktar Minningarsjóði Garðars Karlssonar verða haldnir í Laugarborg n.k. laugardag 20. mars,  kl. 14.00.
þar koma fram nokkrir nemendur og kennarar Tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt góðum gestum, þeim Huldu Björku Garðarsdóttur, óperusöngkonu, sem syngur við undirleik Daníels þorsteinssonar og jasstríói skipað þeim Birgi Karlssyni, Reyni Schiöth og Eiríki Bóassyni sem leikur nokkur vel valin jasslög. Einnig mun skólakór Hrafnagilsskóla syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, tónmenntakennara.   Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.000.-

-----

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 21. mars kl. 11:00.
Bænastund í Hólakirkju sunnudagskvöldið 21. mars kl. 21:00.
Kveðja Hannes.

-----

Tónleikar í Laugarborg.
Natalia Bebedetti klarínettuleikari og Sebastiano Brusco píanóleikari spila á tónleikum í Laugarborg mánudaginn 22. mars n. k. og hefjast þeir kl. 20:30.
Tónlistarhúsið Laugarborg

-----

Aðalsafnaðarfundur
Aðalfundur Munkaþverársóknar verður haldinn á Bringu í kvöld, föstudaginn 19. mars kl. 20:30.  Sóknarnefndin

-----

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn í Funaborg á Melgerðis¬melum miðvikudaginn 24. mars næstkomandi kl. 20:30.  
Dagskráin verður sem hér segir: skýrsla stjórnar, reikningar, árgjöld, inntaka nýrra félaga, lagabreytingar, framtíðaráform, kosningar, önnur mál.
Stjórnin er með tillögu að lagabreytingu við 4. grein, að þar bætist við d) liður sem verði þannig: „ Félagið tryggi aðgang að fullnægjandi aðstöðu til kynbótasýninga og undirbúnings kynbótahrossa á Melgerðismelum“. Að öðru leyti verði 4. grein óbreytt.
Stjórnin

-----

Markaðssetning Eyjafjarðarsveitar - Stefnumótun
Fundur um stefnumótun og markaðssetningu Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg í heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla mánudagskvöldið 22. mars kl. 20. Rætt verður um markaðs-setningu ýmiss konar þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Allir velkomnir sem hafa áhuga á málefninu. - áhugahópur

 -----

Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Innritun
Við minnum á að síðustu innritunardagar fyrir næsta skólaár 2010-2011 eru sem hér segir:
þriðjudaginn 23. mars kl. 12.00-13.00  og 19.00-21.00    
Miðvikudaginn 24. mars kl.13.00-16.00
þ.e. fjárhagsáætlun næsta árs verður miðuð við þessa innskráningu er afar mikilvægt að allir sem hafa hug á tónlistarnáminu sæki um. Athugið að aðgangur að námi endurnýjast ekki sjálfkrafa, sækja þarf einnig um fyrir núverandi nemendur sem hyggjast halda áfram námi. Ekki er tekið á móti skráningu í gegnum síma.
Prófavika hljóðfæranemenda
Vikuna 22.-26.mars fara fram árspróf hjá hljóðfæranemendum skólans. Prófavinnan hefur algeran forgang þessa viku og prófdæma kennarar hver hjá öðrum og má því búast við að kennsla falli niður að mestu. Væntum við þess að foreldrar/forráðamenn sýni þessu skilning. Upplýsingar um tímasetningar prófanna eiga að hafa borist öllum nemendum fyrir upphaf prófavikunnar.   Skólastjóri.

-----


Gallerýið í sveitinni að Teigi.
Vorið nálgast, opnum með bros á vör stútfullt Gallerý af íslensku handverki þann 21. mars. Opið verður um helgar frá 12:00-18:00. Verið velkomin.
Gerða sími 894-1323 og Svana sími 820-3492

-----

Aðalfundur
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Gullbrekku laugardaginn 27. mars n.k. kl. 10.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Allir velkomnir.       Sóknarnefndin.

----


Lítil íbúð óskast á leigu í Eyjafjarðarsveit. Anja s: 659-2454

----


Aðalfundur
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn 31. mars kl. 11.00 að öngulstöðum. Venjuleg aðalfundarstörf.
Guðmundur Steindórsson flytur erindi um nautgriparækt.       Stjórnin

-----


Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi -
Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit
Kynningarfundur til að kynna fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðar¬sveitar verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 23. mars kl. 20.30. þar verða kynntar hugmyndir um 14 ný efnistökusvæði í og við Eyjafjarðará og ný efnisnáma í Hvammi. Einnig er fjallað um þá efnistökustaði sem eru nú þegar á aðalskipulagi.
Markmið skipulagsins er að sætta ólíka hagsmuni og bæta með skipulegum hætti umgengni í efnisnámum, við Eyjafjarðará og lífríki hennar.
þeim sem vilja gera athugasemdir á kynningartímanum er gefinn kostur á að senda athugasemdir á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi 26. mars n.k.
Eftir kynningu verður tekin ákvörðun um tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem verður auglýst með athugasemdafresti.
Fyrirhugaðar breytingar eru kynntar á heimasíðu og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri

-----


ágætu sveitungar
Ný þjónusta - þvottur & bón.    Tek að mér að þvo og bóna bíla. Boðið verður upp á háþrýstiþvott og þrif með hágæðavörum. Verðflokkar í samræmi við bílastærðir. Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 898 7076.     Guðmundur Fannar, Rökkurhöfða.

Getum við bætt efni síðunnar?