Auglýsingablaðið

517. TBL 30. mars 2010 kl. 15:15 - 15:15 Eldri-fundur

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar Reykárhverfi
Opið alla páskana frá skírdegi til annars í páskum 10:00 – 20:00.
Fjölskyldan í sund - Frítt fyrir 15 ára og yngri.


Frá Smámunasafninu
Smámunasafnið verður opið um páskana 1. - 5. apríl milli kl. 14 og 17.
Rjúkandi kaffi og vöfflur, gallerý með eyfirsku handverki og antikmunum úr ýmsum áttum.
Safnvörður


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
þriðjudaginn 6. apríl opnar bókasafnið aftur eftir páskafrí og þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00-12:30.
Munið að safnið er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og opnunartímar eru:
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00. þriðjudaga - föstudaga kl. 9:00-12:30.
Bókavörður.


Páskabingó
Páskabingó verður haldið í Funaborg Eyjafjarðarsveit laugardaginn 3. april kl 13:30. Komdu og þú getur unnið páskasteik frá Norðlenska og páskaegg frá Nóa/Siríus  ásamt mörgum öðrum glæsilegum vinningum. Spjaldið kostar kr. 500.- og kr. 250.- eftir hlé.
Hestamannafélagið Funi


Frá Laugalandsprestakalli
á skírdag 1. apríl verður fjölskyldumessa með þátttöku væntanlegra fermingarbarna í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
á föstudaginn langa 2. apríl er föstuguðsþjónusta í Hólakirkju kl. 11:00.
á páskadag 4. apríl er hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 11:00.
Gleðilega hátíð, Hannes.


Frá Dalbjörgu
Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar verður haldinn þann 15. apríl n.k. Staðsetning fundarins verður auglýst síðar. Hvetjum alla meðlimi, svo og aðra sem hafa áhuga á starfi sveitarinnar, til að taka kvöldið frá.
Stjórnin


ágætu kvenfélagskonur í Hjálpinni
Almennur félagsfundur verður haldinn í Sólgarði miðvikudagskvöldið 7. apríl n.k. kl. 20.30. Umræðuefni kvenfélagsboð, handverkshátíð og fleira. Vonast til að sjá ykkur sem flestar.
Kveðja, formaður.


Undirbúningur kosninga
F listinn boðar til íbúafundar, miðvikudagskvöldið  7. apríl 2010 kl. 20.30, í stofu 6 og 7 Hrafnagilsskóla.
á fundinum munu kjörnir fulltúar F-listans, þau Karel Rafnsson, Bryndís þórhallsdóttir og Jón Jónsson, fjalla um helstu mál yfirstandandi kjörtímabils og framtíðarsýn.
Fundurinn er liður í hugmyndavinnu og undirbúningi F-listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og er öllum opinn. Allir sem áhuga hafa á mótun samfélags okkar eru eindregið hvattir til að mæta.
F-listinn.


Nemanudd!!
Býð uppá kröftugt klassíkt nudd, slökunarnudd, meðgöngunudd, svæðanudd og sogæðanudd. Einungis 2000.- fyrir nuddið. Er með kyrrláta og notalega aðstöðu í Vökulandi!
Steinar Grettisson 846-7378.


Athugið
óska eftir að kaupa notaða þvottavél. Nanna Jónsdóttir, Stekk, s: 847-4218


Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA
Verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl kl. 16:00 á öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit. á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins.
Deildarstjórnin.


Knapamerkjakerfi-kynningarfundur
Kynningafundur um knapamerkjakerfi verður haldinn í Funaborg miðvikudaginn 7. apríl kl. 20.30. Knapamerki er fyrir alla aldursflokka og frá lítið vönum til vanra knapa. Mætið og kynnið ykkur áhugaverða kennslu.
Fræðslunefnd Funa


Athugið
Tapast hefur brún dúnúlpa (Benetton) merkt Tjörvi, þriðjudaginn 16. mars í/við Hrafnagilsskóla. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Kristínu í síma 864-0259.


Stofnfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi
Stofnfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi verður haldinn miðvikudagskvöldið 31. mars á Hóltel Varmahlíð í Skagafirði og hefst kl 20:00. Auk venjulegra stofnfundarstarfa munu ásmundur Einar Daðason sauðfjárbóndi og þingmaður, Helgi Haukur Haukson sauðfjárbóndi og formaður Samtaka ungra bænda, og Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður ávarpa fundinn.
Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á landbúnaði og landsbyggðarmálum til að mæta. Félagar geta þeir orðið sem eru á aldrinum 18-35 ára.
Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Gunnbjörn Rúnar Ketilsson, Finnastöðum
www.ungurbondi.is


Getum við bætt efni síðunnar?