Auglýsingablaðið

523. TBL 14. maí 2010 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur

Sveitarstjórnakosningar 2010
Sveitarstjórnarkosningar 2010 fara fram laugardaginn 29. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s. l. laugardag 8. maí.
í Eyjafjarðarsveit verða 2 listar í framboði F-listinn og H-listinn. Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér á heimasíðunni í frétt á forsíðu.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Eyjafjarðarsvæðið fer að vanda fram hjá Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, sími 464 6900.
Kjörstjórn


Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1994, 1995 og 1996 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 21. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. þau sem skila inn umsóknum á auglýstum tíma munu sitja fyrir, ef til þess kemur að takmarka þurfi fjölda og/eða ráðningartíma.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463 1335.


Frá Smámunasafninu
Smámunasafnið opnar 15. maí og verður opið alla daga til 15. september milli kl. 13 og 18. Ný lítil sýning verður í kaffistofunni á munum í eigu Ingibjargar í Gnúpufelli. Kaffi, vöfflur og ís eins og venjulega, í gallerýi eyfirskt handverk og antik munir úr ýmsum áttum.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins.


Auglýsing í ferðabækling
ætlunin er að gefa út ferðabækling fyrir Eyjafjarðarsveit.
Bæklingurinn verður stærð í A5 (A4 brotið í tvennt), myndir á forsíðu, kort á baksíðu og í opnu er gert ráð fyrir allt að 20 auglýsingum frá þjónustuaðilum í sveitinni. Hver auglýsing kostar 10.000 kr. + vsk.
þeir sem vilja vera með hafi samband við Guðrúnu í íþróttamiðstöðinni í síma 895-9611 eða netfangið gudrun@krummi.is.
Síðasti dagur til að panta pláss er þriðjudagurinn 18. maí. Fyrstir koma fyrstir fá.


Kæru konur í Eyjafjarðarsveit
Við viljum bara minni ykkur á að taka laugardaginn 19. júní frá því þá verður hið árlega Kvennahlaup íSí. Hlaupið verður frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00 og dagskráin með hefðbundnum hætti.
Við erum að sjálfsögðu búin að panta gott veður þennan dag.
íþrótta- og tómstundanefnd stendur ekki fyrir formlegum gönguhópi þetta vorið en við hvetjum konur til að hittast og ganga saman vikurnar fyrir hlaup.
Bestu kveðjur, íþrótta- og tómstundanefnd.


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Fyrsta kvöldganga félagsins verður þriðjudaginn 18. mai kl 20.00 Gengið verður frá miðbrautarbrúnni við Hrafnagil um austurbakka Eyjafjarðarár.
Kaffi í Félagsborg að lokinni göngu.
Nefndin.


Opið hús
Minnum á að H-listinn stendur fyrir opnu húsi miðvikudagskvöldið 19. maí n.k. frá kl. 20:00 í Félagsborg (í gömlu heimavist, aðalinngangur) Frambjóðendur verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, heitt á könnunni og jafnvel heimabakað með því. íbúar Eyjafjarðarsveitar eru eindregið hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur, málefnin og viðra skoðanir sínar. Allir velkomnir.
Kosningakveðjur, frambjóðendur H-listans.


Súpu- og fræðslufundur
F-listinn boðar til súpu- og fræðslufundar laugardaginn 15. maí frá kl 11:00 til 12:30 í Funaborg á Melgerðismelum.  Flutt verða þrjú stutt erindi. Um er að ræða mikilvæg málefni sem snerta alla íbúa sveitarfélagsins á einn eða annan hátt:
Hlutverk sveitarfélaga og sameininga þeirra.
Fyrirlesari: Grétar þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.
Menningartengd ferðaþjónusta og möguleikar Eyjafjarðarsveitar.
Fyrirlesari: Sævar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Saga Travel.
þjónusta við aldraða.
Fyrirlesari: Bryndís þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MSc. í stjórnun heilbrigðisþjónustu.
Að erindunum loknum verður opnað fyrir umræður og boðið upp á súpu og brauð.
það er von okkar að íbúar sveitarinnar fjölmenni á fundinn, taki þátt í uppbyggilegri umræðu, viðhafi lífleg skoðanaskipti og nýti jafnframt tækifærið til að spyrja frambjóðendur F-listans spjörunum úr!
Með kveðju, Frambjóðendur F-listans.


Sveitarstjórnarfundur
387. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 21. maí n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar, í lista hér til hægri.
Sveitarstjóri


Fermingarbörn á Grund, hvítasunnudag 23. maí 2010  kl. 11:00
Adam Jóelsson, Jöklasel 5, Reykjavík
Arna Kristín Einarsdóttir, Sunnutröð 1
Berglind Björk Gísladóttir, Brekkutröð 1
Birta Malín Benediktsdóttir, Meltröð 2, íb. 201
Björn Helgason, Kristnes
Eydís Sigurgeirsdóttir, Hríshóll
Ingibjörg Rún Jóhannesdóttir, árbakki
Klara Björnsdóttir, Hafnarstræti 15, Akueyri
María Björk Jónsdóttir, Hólakot
ólafur Ingi Sigurðarson, Vallartröð 3
ólafur Sigurðsson, Skjólgarður
Sonja Rún Magnúsdóttir, Skólatröð 4
Vignir Logi ármannsson, Skáldsstaðir 1

Fermingarbörn á Munkaþverá, hvítasunnudag 23. maí 2010  kl. 13:00
Daníel Andri Halldórsson, örk
Guðbjörg Helga Lindudóttir, Rifkelsstaðir 2a
Kristinn örn Hjaltason, Kvistás
örnólfur Hrafnsson, Syðra-laugarland Bsk.

Fermingarbörn í Kaupangi, annan í hvítasunnu 24. maí 2010 kl. 11:00
ómar Smári ágústsson, þórustaðir 1a
Viðar Theodór Friðriksson, Litlahlíð

Fermingarbarn í Saurbæ, 30. maí 2010 kl. 11:00
Pálmi Heiðmann Birgisson, Gullbrekka
Getum við bætt efni síðunnar?