Auglýsingablaðið

259. TBL 25. júní 2010 kl. 11:41 - 11:41 Eldri-fundur

Ráðning sveitarstjóra og skipan í nefndir
Jónas Vigfússon hefur verið endurráðinn í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. þá hefur nýkjörin sveitarstjórn einnig skipað í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Upplýsingar um skipanirnar verða settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is á næstu dögum.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Fjallsgirðingar, reynum nú að klára þetta!
Flestir landeigendur hafa gert við sínar girðingar, sem aðskilja heimalönd þeirra og sumarbeitilönd. þó eru enn einhver brögð á því að girðingar halda ekki sauðfé og það komist niður á tún, vegi og í skógræktarreiti. það ástand er óviðunandi og landeigendur því kvattir til að koma sínum girðingum í lag.
Sveitarstjóri


Eyjafjarðarsveit - skrifstofustarf
Eyjafjarðarsveit leitar eftir starfsmanni á skrifstofu sveitarfélagsins  til afleysinga í eitt ár frá 20. júlí n.k.
Starfið er mjög fjölbreytt og felur m.a. í sér umsjón með skjalvistun, reikningagerð,  skráningu reikninga, umsjón með heimasíðu o.fl.
Umsókn skal að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sér.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán árnason, skrifstofustjóri í síma 463-1335 eða 864-6444.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní n.k. og skulu umsóknir berast fyrir þann tíma á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra Laugalandi, 601 Akureyri eða á netfangið stefan@esveit.is .


Opið hús
Gistihúsið á Hrafnagili verður með opið hús n.k. sunnudag 27. júní, frá kl. 12 til 18.
Allir velkomnir. Bestu kveðjur, Berglind.


Tilkynning frá Fjarðarkorni ehf.
Framhaldsaðalfundur Fjarðarkorns ehf verður haldin í Garðsfjósi fimmtudagskvöldið 1. júlí kl 20:30. á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf
Stjórn Fjarðarkorns ehf


Hillusóp úr heimabyggð
Gréta Berg listakona og teiknari heilsar ykkur.
Sýning í Deiglunni verður frá 31 júlí til 15 ágúst á andlitsmyndum af Akureyringum og nærsveitamönnum, börnum og fullorðnum. ég bið ykkur vinsamlega að láta mig vita ef þið getið lánað mér myndir á sýninguna, þær þurfa að vera vel merktar eiganda á bakhlið. þessar myndir voru margar skemmtilegar, rauðkrít, blíantur og túss.
Hægt er að ná í mig í síma:663 8975 og Netfang: gretaberg@internet.is


Brandur er týndur:
Brandur er grábröndóttur og hefur ekki sést í viku á heimili sínu sem er afar óvanalegt. Brandur býr í Brúnahlíðarhverfinu og ef einhver á þeim slóðum hefur orðið hans var þætti mér vænt um að fá upphringingu í s. 464 2940.
Kveðja Karl Karlsson

Getum við bætt efni síðunnar?