Auglýsingablaðið

532. TBL 16. júlí 2010 kl. 09:46 - 09:46 Eldri-fundur



Kvenfélagskonur Hjálpinni
Buddu og chillikvöld í Sólgarði næstu fimmtudagskvöld, 22. júlí, 29. júlí og 6. ágúst milli kl. 20.00 og 23.00.
Minnum konur á að koma með efni í öllum regnbogans litum, gömul lök/sængurver, Stanley stál málbönd og litlar krukkur.    Margar hendur vinna létt verk.
Kveðja stjórnin

---


Sumardagur á sveitamarkaði
Alla sunnudaga í sumar frá 11. júlí til 15. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu. Markaðurinn er á torgi Gömlu garðyrkjustöðvarinnar og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
FIMMGANGUR

---


Gámar
Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við þverá  til mánudagsins 20. júlí.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

---


Hrymur frá Hofi
Hrymur frá Hofi verður settur í hólf á Ytra-Laugalandi 17 júlí n.k. og eru þeir sem eiga pantað og eins þeir sem hafa áhuga á að nota hann beðnir um að mæta með hryssurnar á laugardaginn og hafa samband við Jón Elvar í síma 892-1197.
Verð á tolli er 78.000 kr með öllu.    Hrymur skilar fallegum, viljugum, fótaburðar-hrossum með fagurskapaðan frampart.  Nokkur pláss laus.
Jón og Begga Hrafnagili

---


æskulýðsdagar Norðurlands - Melgerðismelum
æskulýðsmót Norðurlands verður haldið á Melgerðismelum laugardaginn 17. júlí ef næg þátttaka fæst. Vegna hestapestar verða ekki hestaleikir í þetta skiptið, en farið verður í leiki, grillað og gaman. Dagskrá: kl. 17-Fótbolti, kubbaspil, pokahlaup og skeifukast. kl. 18-Grill. Kl. 19-Rat¬leikur. kl. 20.30-Varðeldur. þátttaka og upplýsingar hjá Söru í síma 845 2298.  Funi og Léttir

---


Skógarkvöld Félags skógarbænda
Félag skógarbænda á Norðurlandi stendur fyrir skógarkvöldi í ár líkt og undanfarin ár. í ár verður Reykhúsaskógur í Eyjafirði, hjá skógarbændunum Páli og önnu heimsóttur þann 22. júlí kl. 20.  Allir velkomnir.  Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?