Auglýsingablaðið

536. TBL 17. ágúst 2010 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur


Sumardagur á sveitamarkaði
Síðasti markaður sumarsins sunnudaginn 15. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét)  eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur


Leiklistarhátíð NEATA á Akureyri
Freyvangsleikhúsið minnir á að verðlaunasýning félagsins, Vínland, verður lokasýning NEATA leiklistarhátíðarinnar á Akureyri í kvöld, föstudaginn 13. ágúst kl. 20:00. Sýningin verður í menningarhúsinu Hofi og aðgangur er ókeypis.


Síðasta sýningarhelgi Grétu Berg
Sýningarnar eru í Blómaskálanum Vín Eyjafjarðarsveit og Deiglunni Listagili. Opið 11-22 í Vín og 13-17 í Deiglunni. þakka þeim sem hafa komið á sýningarnar mínar. Kær kveðja Gréta Berg.  gretaberg.blogspot.com


Göngur 2010
1. göngur verða 4.-5. sept. nema norðan Fiskilækjar þar verða þær 11. sept.
2. göngur verða 18.-19. sept. og hrossasmölun 1.-2. okt.
óski menn breytinga frá þessum dagsetningum, hafi þeir samband við fjallskilastjóra í síma 845 0029.  Fjallskilanefnd


Happadrætti Hestamannafélagsins Funa.
á Handverkshátíðinni var dregið í happadrætti Funa „Shit happens„ þar sem hryssa og folald völdu vinningsreiti innan afmarkaðs svæðis.
Hryssan valdi reit nr. 37 og hinn heppni miðaeigandi var Stefán árnason á Punkti og fékk hann heilan nautakjötsskrokk frá Norðlenska. Folaldið valdi reit nr. 69, en vinningur var lambsskrokkur frá Norðlenska.
Einnig voru dregnir út aukavinningar. Eigandi miða nr. 98 fær gistingu í eina nótt fyrir 2 á öngulsstöðum. Eigendur miða nr. 3, 20 og 48 fá 10 miða sundkort í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og eigendur miða nr. 27 og 59 fá 3 lítra af ís frá Holtselshnossi.
Heppnir miðaeigendur geta snúið sér til Huldu í Kálfagerði í síma 463 1294 eða 866 9420.


Reiðnámskeið
Hestamannafélagið Funi býður upp á keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni dagana 17., 18., 19. ágúst. Kennari verður ásdís Helga Sigursteinsdóttir, reiðkennari C.
Verð: 4500 fyrir Funamenn og 7500 fyrir utanfélagsmenn. Nánari upplýsingar og skráning hjá ásdísi í síma: 867 9522.


Veiðidagur landeigenda Eyjafjarðarár
-Verður sunnudaginn 15. ágúst n.k. Landeigendur mega veiða fyrir sínu landi.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár


Bannað börnum
Nú er vetrarstarf Freyvangsleikhússins að hefjast og verður sett upp haustverkefni eins og s.l. vetur. Að þessu sinni sýnum við verkið Bannað börnum sem er erótísk hryllingskómedía sem gerist í nútímanum en sækir innblástur í íslenskar þjóðsögur. Verkið er eftir félaga í Freyvangsleikhúsinu. Fyrsti samlestur verður þriðjudaginn 17. ágúst kl. 20:00 í Freyvangi.


íbúð óskast
Vegna kennslu við leikskóladeild  Hrafnagilsskóla óska ég eftir lítilli íbúð til leigu í nágrenni hans, frá septemberbyrjun 2010. Vinsamlegast hringið í GSM númerið mitt sem er 899 3527. Bergljót


Melgerðismelar 2010.
Opið stórmót hestamanna verður haldið á Melgerðismelum 21.-22. ágúst.
Keppt verður í A- og B-flokki, polla-, barna- unglinga- og ungmenna¬flokki og verður forkeppnin með þrjá inni á vellinum í einu. Einnig verður töltkeppni með tvo inni á velli í forkeppni og kappreiðar með keppni í 100 m flugskeiði, 150 og 250 m skeiði, 300 m brokki og 300 m stökki. Vegleg peningaverðlaun verða í boði í kappreiðum og tölti, en 1. verðlaun verða 25 þús. 2. verðlaun 15 þús. og 3. verðlaun 10 þús. kr. í þeim greinum nema brokki og stökki, en þar verða 1. verðlaun 15 þús. og 2. verðlaun 10 þús. og 3. verðlaun 5 þús. kr. Skráning og skráningargjald sendist í seinasta lagi þriðjudaginn 17. ágúst. Skráning sendist til Eddu Kamillu í netfang eddakamilla@hotmail.com, eða síma 899 1757. Við skráningu þarf að taka fram kt. knapa, IS-nr. hests, keppnisgrein og á hvora hönd riðið verði í töltkeppninni. Skráningargjald kr. 1.500- fyrir hverja grein greiðist inn á bankar. 0162-26-3682, kt. 470792-2219. Mótið verður jafnframt gæðingakeppni Hestamannafélagsins Funa.
Mótanefnd Funa.


Girðingar í Seljahlíð
Sá sem klippti í sundur girðinguna mína í Seljahlíð er vinsamlegast beðinn um aðstoða mig við að lagfæra girðinguna aftur.
Valgerður Eiríksdóttir s. 463 1293 eftir kl. 20 á kvöldin.


Athugið
Eins árs gamlan labrador/border collie hund vantar heimili. Svartur og fjörugur. Búið að gelda. Upplýsingar í síma 8954588 eða 8974200.


Vinnudagur á Melgerðismelum.
Vinnudagur verður á Melgerðismelum sunnudaginn 15. ágúst og hefst kl. 13. Við þurfum að snúra velli, herfa og valta, slá kanta og raka. Mætið með eitthvað af viðeigandi verkfærum og góða skapið að vanda.
Hestamannafélagið Funi


þakkir til félagsmanna í  Samherjum.
Stjórn Samherja langar að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn í veitingasölunni á Handverkshátíðinni. Hátt á annað hundrað manns lögðu fram vinnu og /eða varning af einhverju tagi sem gerði okkur fært að vera með fjölbreytta og frábæra veitingasölu. Bæði gestir á sýningunni sem og sýnendur létu ánægju sína í ljós með þjónustuna og hrósuðu börnunum sérstaklega fyrir dugnað og glaðværð.
Bestu þakkir fyrir skemmtilega helgi og einstaka samheldni.
Stjórn Samherja

Getum við bætt efni síðunnar?