Auglýsingablaðið

539. TBL 03. september 2010 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur

Göngur 2010
Minnt er á að: Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. Einnig er áréttað að öll lausaganga búfjár meðfram þjóðvegum er bönnuð og eru búfjáreigendur áminntir um að hafa búpening sinn í gripheldum girðingum.
þá vil ég nota tækifærið og leiðrétta upplýsingar um Möðruvallarétt, en þar er réttað þegar gangnamenn koma að á sunnudeginum 5. sept., yfirleitt um þrjúleytið.
Sveitarstjóri


Meðferð á fé og sjúkdómseinkenni
Matvælastofnun hvetur til góðrar meðferðar á fé í göngum og réttum og minnir gangnaforingja og réttarstjóra á að skilja línubrjóta og fé sem sýnir ókennileg sjúkdóms-einkenni strax frá öðru fé.
Matvælastofnun


Lokahóf Samherja og uppskeruhátíð handverkshátíðar.
Hittumst hress og kát á íþróttavellinum, laugardaginn 4. september kl. 11:00 - 14:00.
Leikir, sprell og grill. Krakkar takið mömmu og pabba með.
Stjórn og ráð umf. Samherja.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
þá er kominn tími til að opna bókasafnið og verður það opið sem hér segir í vetur:                                              
Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.                                          
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns eða lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.


Menningarminjadagur Evrópu
Verður haldinn hér á landi sunnudaginn 5. september n.k. þema dagsins að þessu sinni er sjávar- og strandminjar. í tilefni dagsins mun Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra leiða gesti um hinn forna verslunarstað Gásir við Eyjafjörð kl. 14:00.      Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins og skapa vettvang til þess að almenningur geti kynnst sögulegu umhverfi sínu. Dagskrá menningarminjadagsins má finna í heild á heimasíðu Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is


Kartöfluupptekt
Eins og síðasta haust býðst fólki að koma og taka upp kartöflur á Eyrarlandi.
Garðurinn er rétt norðan við heimreiðina. í honum er bæði gullauga og rauðar.
Gullaugað kostar 70 kr. og rauðar 60kr.
Einar Jóhannsson
s-8941372-4624659


álfagallerýið að Teigi
Laugardaginn 4. September ætlum við að halda markað undir bláhimni milli kl. 11-17.
Fjölbreytt úrval af ýmsum vörum, ódýrt og gott. Endilega látið vita ef einhver vill vera með, nóg pláss fyrir alla. Hafið samband við Gerðu í síma 894-1323 eða Svönu í síma 820-3492.
Njótum góða veðursins. Allir hjartanlega velkomnir.


Gallerýið í sveitinni að Teigi
Gallerýið verður opið í september og október allar helgar milli kl. 14-18.
þess utan má hringja í Gerðu í síma 894-1323 eða Svönu í síma 820-3492.


Styrktarganga Göngum saman á Akureyri
Sunnudaginn 5. september kl. 11:00.
Mæting við hátíðasvæðið í Kjarnaskógi - ofan við aðalleiksvæðið
þrjár vegalengdir; 2,2 km, 4 km og 6 km.
Skráning er á www.gongumsaman.is eða í Kjarnaskógi frá kl. 10:30.
þátttökugjald 3.000 kr. rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.
Frítt fyrir börn. Hressing að göngu lokinni.  Bolir og buff seld á staðnum.
Göngum saman og styrkjum gott málefni


ágætu sveitungar
Frá og með 1. september verð ég í námsleyfi og mun sr. Guðmundur Guðmundsson gegna störfum á meðan. Netfang hans er gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is og gsm.8973302.
Kærar kveðjur Hannes Blandon


Til leigu
íbúðarhúsið á Hrísum í Eyjafjarðarsveit, húsið er 7 herbergja á tveimur hæðum og er samtals 196 m². Húsið er laust nú þegar og getur leigst bæði með eða án húsgagna.
Allar nánari upplýsingar veitir Rósberg í síma 820 1107


Kettlingar
3 kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 863 0208


Til sölu Vespa
Vespa 50cc blá á lit, árgerð 2008, ekin 3.000 km. Vandaður hjálmur fylgir. Verðhugmynd 170.000 kr. Upplýsingar í síma 894 7313.


Kæru Funafélagar
Félagsfundur verður haldinn í Funaborg fimmtudagskvöldið 9. september og hefst kl 20:30
Dagskrá fundarins:
• Framtíð Melgerðismela, taka þarf stórar ákvarðanir
• önnur mál
Nauðsynlegt að sem flestir mæti
Stjórn Funa

Getum við bætt efni síðunnar?