Auglýsingablaðið

541. TBL 17. september 2010 kl. 09:28 - 09:28 Eldri-fundur

Félagsstarf aldraðra Eyjafirði
Hefst mánudaginn 20. september kl. 13.00 í Félagsborg. Kynnt verða námskeið, fyrirlestrar og fleira sem er á döfinni. Spilað verður á spil eins og undanfarna vetur.
Nýir félagar velkomnir. Mætið sem flest.
Stjórnin

 

Messa í Grundarkirkju
Sunnudaginn 19. september verður messa í Grundarkirkju kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sértaklega boðuð. Kirkjukórinn leiðir léttan og líflegan söng undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Ræðuefni: Fjölskyldan og hamingjan. Allir hjartanlega velkomnir. Eftir messuna verður fundur með foreldrum fermingarbarna.
Sjá heimasíðu prestakallsins www.kirkjan.is/laugalandsprestakall
Sr. Guðmundur Guðmundsson

 

Tónlist og skapandi hreyfing
Tónlistarskóli Eyjafjarðar verður með námskeið fyrir 4-5 ára börn af öLLU Eyjafjarðarsvæðinu í tónlist og skapandi hreyfingu. á námskeiðinu verður unnið með tónlist í gegnum hlustun, söng, hreyfingu, hryn og spuna. Námskeiðið hefst laugardaginn 25. september og því lýkur laugardaginn 13. nóvember. Kennt verður frá kl. 11:00-12:00 í húsnæði Tónlistarskólans (gömlu heimavist Hrafnagilsskóla).
Kennari er María Gunnarsdóttir tónmenntakennari. Verð kr. 12.000.
Upplýsingar og innritun í síma 847-6960 eftir kl. 18:00 (María)

 

Foreldrar leikskólabarna á Krummakoti athugið
þriðjudagskvöldið 21. september kl. 20 verður foreldrafundur í Krummakoti.
Foreldrafélag Krummakots

 

Gangaganga
Laugardaginn 18. september er áformuð ganga yfir Vaðlaheiði milli væntanlegra gangamunna Vaðlaheiðarganga. Lagt verður af stað í gönguna frá Skógum (gamli Vaðlaheiðarvegurinn) í Fnjóskadal kl 10:30.
Vaðlaheiðargöng verða 7,4 km að lengd og gengið verður því nokkuð lengri leið. Fólki er bent á að taka með sér nesti. Með í för verður ágúst Guðmundsson jarðfræðingur sem stýrt hefur rannsóknum vegna ganganna. Hann mun fræða göngufólk um jarðfræði svæðisins og væntanlegt gangastæði.
Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni á Akureyri Hafnarstræti kl. 10. óskað er eftir að þátttaka verði tilkynnt á netfangið eything@eything.is fyrir kl. 19 á föstudag.
Stjórn Greiðrar leiðar ehf. félags um Vaðlaheiðargöng

 

Aldan-Voröld
Haustfundur verður haldinn í Félagsborg í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 14. október 2010, kl. 20:00. Vonumst til að sjá sem flestar félagskonur þar.
Stjórnin


Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar
Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg, föstudagskvöldið
15. október  2010, kl 20:00. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin


Er ekki tími til kominn að dansa !!!
Byrja með 10 tíma námskeið í Laugaborg fimmtudaginn 16.september. Klukkan 19.30 verða fullorðnir framhald, þannig að ef einhverjir hafa einhverja reynslu í dansi og vilja taka upp þráðinn að nýju þá er um að gera að koma í þennan tíma. Klukkan 21.00 er dansklúbburinn minn sem er að hefja sitt sjötta ár, en þar er saman safn af mjög skemmtilegu og duglegu dansfólki og aðeins þeir djörfustu skrá sig í hann (O: Námskeið fyrir fullorðna byrjendur byrjar þriðjud. 21. sept. klukkan 21.00.
Nýtt í vetur!!!  KONUTíMAR, þar sem aðeins konur mæta og dansa cha cha, samba, salsa, merenge, línudans og ýmislegt annað skemmtilegt. Núna er ekki hægt að afsaka sig lengur og segja að kallinn nenni ekki að dansa (O: þessir tímar byrja þriðjudaginn 21. sept. og eru klukkan 20.00-21.00. Nú er bara að taka upp símann og skrá sig. Nánari upplýsingar og skráning eru í síma 891-6276,
Síðasti séns að skrá sig þar sem framhalshóparnir eru þegar byrjaðir og byrjenda hópurinn byrjar nk. þriðjudag ásamt konutíma.
Kveðja Elín Halldórsdóttir danskennari


Haustmarkaður í Vín
Kæru sveitungar. á morgun, laugardaginn 18. september, verður annar markaður haustsins haldinn í Vín milli kl. 13:00 og 17:00. Mikið og fjölbreytt úrval nytja- og gjafavöru, alltaf eitthvað nýtt um hverja helgi. Glaðningur fyrir yngstu kynslóðina!
Verið velkomin í Blómaskálann Vín -orkustöð sálar og líkama-


Bannað börnum
Freyvangsleikhúsið frumsýnir fimmtudaginn 30. september haustverkefni félagsins sem að þessu sinni er hryllingskómedían Bannað börnum.
Verkið sem er eftir félaga í Freyvangsleikhúsinu, var samið núna í sumar og byggir á íslenskum þjóðsögum um álfa og uppvakninga þó það gerist í nútímanum. Ungur maður hefur komist á snoðir um undarleg mannshvörf og tengir þau yfirnáttúrulegum verum sem hafa aðsetur sitt á drungalegri krá sem ber nafnið Huldusteinn. Tilraunir hans til að upplýsa málið leiða áhorfendur á spor galdra, óvætta, holdsins fýsna, mannsfórna og jafnvel kölska sjálfs.
2. sýning föstudaginn 1. október. Hægt er að nálgast miða í síma: 857 5598. Miðaverð aðeins 1.500,- kr. Nánari upplýsingar á http://freyvangur.net.
Með kveðju, Daníel Freyr Jónsson, ritari Freyvangsleikhússins


Háþrýstiþvottur
Kæru bændur, er ekki kominn tími á það að þrífa fjósið fyrir veturinn? Erum tveir að taka að okkur að háþrýstiþvo fjós hátt og lágt. Ef þið viljið hafa skínandi hreint í kringum búfénaðinn ykkar er um að gera að hringja og semja um tíma og verð.
Símanúmer 849-1350 og 869-1852 (Jón Guðni)


Katrín Randalína ("Kisa")
þrílit, tæplega 2ja ára læða leitar nýs heimilis vegna nýgreinds ofnæmis.
Hún hefur að mestu verið inniköttur. Fékk um tíma að fara út í garð í bandi þegar við bjuggum á gamla staðnum en hér eru eingöngu svalir sem henni finnst þó gott að fara út á. Hún er fjörug og finnst gaman þegar leikið er við hana. Finnst gott að vera nálægt manni og kúrir oft í seilingarfjarlægð.  Hún er geld, eyrnamerkt og kassavön.
Yndisleg kisa sem okkur finnst leiðinlegt að þurfa að láta frá okkur.
átt þú gott heimili fyrir hana?
Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í síma 8494634 (Ragnheiður)


UPPSKERUHáTíð MARDALLAR
á uppskeruhátíðinni munu Mardallarsystur http://www.mardoll.blog.is/ bjóða upp á ýmiskonar munað fyrir líkama og sál að Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, laugardaginn 18. september, kl. 13:00 - 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?