Auglýsingablaðið

544. TBL 10. október 2010 kl. 14:03 - 14:03 Eldri-fundur

 

Sunnudagaskólinn:

Næsta samvera sunnudagaskólans verður sunnudaginn 10. október og hefst kl. 11 í Munkaþverárkirkju. Vonumst til að sem flestir geti mætt í kirkjuna, bæði börn og fullorðnir, og átt með okkur skemmtilega fjölskyldustund.

Umsjónarmenn

Hrútasýning

Fjárræktarfélag öngulsstaðahrepps verður með hrútasýningu sunnud. 10. október klukkan 14, í fjárhúsunum á Gröf. Dæmdir verða lambhrútar og veturgamlir.

Allir velkomnir með hrúta úr öngulsstaðahreppi.

Fjárræktarfélag öngulsstaðahreppsHáþrýstiþvottur

Kæru bændur, er ekki kominn tími á það að þrífa fjósið fyrir veturinn? Erum tveir að taka að okkur að háþrýstiþvo fjós hátt og lágt. Ef þið viljið hafa skínandi hreint í kringum búfénaðinn ykkar er um að gera að hringja og semja um tíma og verð.

Símanúmer 849-1350 og 869-1852 (Jón Guðni)Kvennafótbolti Samherja:

Minnum á æfingatíma Samherja í kvennafótbolta sem er á þriðjudögum kl. 20 í íþróttahúsinu. Hvetjum allar konur/ungar stelpur (fæddar 1997 eða fyrr) til að mæta og lofum bráðskemmtilegum félagsskap (heitur pottur og spjall í lokin).

SamherjarHaustmarkaður í Vín

Um leið og við þökkum frábæra mætingu á konukvöldið í síðustu viku minnum við á haustmarkaðinn á morgun, laugardaginn 9. október milli kl. 12:00 og 17:00. Eins og áður verður á boðstólnum fjölbreytt úrval nytja- og gjafavöru. þeir sem hafa áhuga á að vera með vinsamlegast hafi samband við Hörpu í síma 847-4253.

Hjartanlega velkomin í  Blómaskálann VínKabarettfundur í Freyvangi. 

Kabarettfundur verður í Freyvangi þriðjudaginn 12. október klukkan 20:00.

Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í að setja upp Kabarett ársins, sem verður fyrstu helgina í nóvember. Hlökkum til að sjá ykkur.

KabarettnefndAldan-Voröld.

Haustfundur verður haldinn í Félagsborg í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 14. okt. 2010 kl. 20:00.

Vonum að sjá sem flestar félagskonur þar til að ræða vetrarstarfið og hvað við gerum okkur til skemmtunar.

StjórninHaustfundur

Minnum Iðunnarkonur á haustfundinn (matarlistarkvöld) að hætti Iðunnarkvenna sem verður haldinn í Laugarborg, föstudagskvöldið 15. okt. kl. 20:00.

Nýjar konur velkomnar.

Stjórnin 


Uppskeruhátíð fyrsta vetrardag

Fyrsta vetrardag 23.október verður haldin uppskeruhátíð í Funaborg. þar verður snæddur léttur kvöldverður, flutt verða gamanmál um menn og málefni líðandi stundar, að því loknu verður stigin dans fram eftir nóttu.

Miðapantanir verða í síma ………… sjá næsta auglýsingablað.

KvenBúnaðarHjálparfélagið SamFuniFrá Eyvindi

Ritstjórn Eyvindar efnir til ljósmyndasamkeppni og er hún þematengd þannig að óskað er annars vegar eftir myndum sem tengjast örnefnum, kennileitum eða fjöllum og hins vegar mannlífi og verða allar myndir að tengjast Eyjafjarðarsveit. Bestu myndirnar verða birtar í Eyvindi. Skilafrestur er til 15. nóvember.

Senda skal myndirnar til ritstjórnar en í henni eru: Benjamín Baldursson Ytri Tjörnum; tjarnir@simnet.is, Helga Gunnlaugsdóttir Brúnahlíð 2; helgagunnl@simnet.is, Ingibjörg Jónsdóttir Villingadal, Margrét Aradóttir Meltröð 2; mara@simnet.is og  Páll Ingvarsson Reykhúsum; pall_reyk@nett.is.

Einnig hvetjum við fólk til að senda greinar og ljóð til ritstjórnar svo að blaðið verði sem fjölbreytilegast.

Ritstjórn Eyvindara

Getum við bætt efni síðunnar?